A A A
10.05.2013 - 17:11 | bb.is,BIB

Hátíðardagskrá á Ítalíu vegna Skrúðs

Brynjólfur Jónsson, formaður Skrúðsnefndar, við eitt af þeim fjölmörgu skiltum sem sett hafa verið upp í borginni Treviso á Ítalíu. Ljósm: Daníel Jakobsson.
Brynjólfur Jónsson, formaður Skrúðsnefndar, við eitt af þeim fjölmörgu skiltum sem sett hafa verið upp í borginni Treviso á Ítalíu. Ljósm: Daníel Jakobsson.
Sjóður á vegum Benetton fjölskyldunnar á Ítalíu hefur ákveðið að veita skrúðgarðinum Skrúði að Núpi í Dýrafirði hin virtu Carlo Scarpa hönnunarverðlaun. Verðlaunaafhendingin fer fram í borgarleikhúsinu í Treviso á Ítalíu á morgun.

Mikil hátíðarhöld fylgja verðlaunaafhendingunni og er í mikið í hana lagt. Hátíðarhöldin hefjast í kvöld með opnun sýningar um Skrúð í húsnæði Benetton sjóðsins. Mikið er lagt í sýninguna þar sem sýnt verður efni m.a. frá Skrúði....
Meira
Frá grillveislunni í fyrra.
Frá grillveislunni í fyrra.
Undirbúningur fyrir Dýrafjarðardaga 2013 er nú í fullum gangi en í ár verður hátíðin haldin í 12. sinn. Hún fer fram fyrstu helgina í júlí, eða dagana 5. - 7. júlí. Erna Höskuldsdóttir, einn skipuleggjanda hátíðarinnar, segir undirbúning vel á veg kominn og að dagskráin verði að venju þéttskipuð: "Það er margt í vinnslu en fastir liðir eins og grillveislan, hoppukastalar, strandblaksmótið og súpa í garði verða auðvitað á sínum stað, ásamt fleiri skemmtilegum dagskrárliðum. Að þessu sinni verður boðið upp á súpu í görðunum við Hrunastíg og Hlíðargötu". Erna segir alltaf þörf á góðu fólki til að aðstoða við framkvæmd hátíðarinnar og því eru þeir sem vilja leggja hátíðinni lið, ýmist með nefndarstörfum eða þátttöku í skemmtilegum verkefnum á hátíðinni sjálfri, beðnir um að hafa samband við Ernu á netfangið ernaho@isafjordur.is.
« 1 af 2 »
Hljómsveitin Æfing hefur gefið út geisladisk sem segir sögur af eyrinni. Eiginlega má segja að diskurinn sé rafræn, stafræn og sungin útgáfa af sagnfræði Flateyrar, segir í kynningu frá útgefandanum: „Fjölbreytt lagaval er á disknum sem seiðir fram ótrúlegustu minningar um þorpsandann á Æfingatímanum. Hann var þróttmikill, hraði og spenna lágu í loftinu og vökvun sá um það sem á vantaði fyrir góð böll og partý. Steypuvinna, beitning, sjómennska, konur í Salnum og margt fleira verður ljóslifandi og jafnvel innan seilingar. En best að bulla ekki meira.“

Æfing verður með útgáfutónleika á stórasviði Samkomuhússins á Flateyri á hvítasunnunni, 18. og 19. maí, þannig að nú eiga allir gamlir og nýir Önfirðingar leið vestur. Hátíðin verður stórfengleg og óvíst að svona Hvítasunnugleði verði nokkru sinni haldin aftur á Íslandi, eiginlega alveg örugglega ekki.
06.05.2013 - 21:16 | mbl.is

Skrúður hlýtur Carlo Scarpa verðlaunin

Svandís Svavarsdóttir flutti ávarp á aldarafmæli Skrúðs árið 2009. Mynd: mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Svandís Svavarsdóttir flutti ávarp á aldarafmæli Skrúðs árið 2009. Mynd: mbl.is/Halldór Sveinbjörnsson
Frétt af mbl.is
Skrúður á Núpi í Dýrafirði hlýtur í ár ein virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði menningarlandslags, garðlistar og landslagsarkitektúrs. Verðlaunin eru nefnd í höfuðið á Carlo Scarpa, virtum ítölskum arkitekt og hefur samnefnd menningar- og rannsóknastofnun veg og vanda af vali þeirra staða sem verðlaunaðir eru hverju sinni, en Carlo Scarpa sjóðurinn hefur veitt verðlaunin undanfarinn aldarfjórðung. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Verðlaunaafhendingin fer fram í Treviso á Ítalíu þann 11. maí. 

Síðastliðið haust kom hingað til lands tíu manna nefnd sérfræðinga á vegum menningar- og fræðsluseturs Carlo Scarpa sjóðsins og tók stjórn framkvæmdasjóðs Skrúðs á móti sendinefndinni í Skrúði. Aðdragandi að komu sendinefndar Carlo Scarpa sjóðsins til Íslands var sá að sjóðurinn hafði samband við þrjá landslagsarkitekta hér á landi, Reyni Vilhjálmsson, Einar E. Sæmundsen og Þráinn Hauksson og skipulögðu þeir heimsókn nefndarmanna þar sem skoðaðir voru helstu garðar hér á landi, samkvæmt fréttatilkynningu....
Meira
04.05.2013 - 18:31 | mbl.is

Býður framm aðstoð sína við sauðburð

"Kajakræðarinn Guðni Páll Viktorsson er þessa dagana veðurtepptur við Ingólfshöfða en hann segist ekki sitja aðgerðarlaus. „Það var ekki beint spennandi að húka í tjaldi þessa daga sem ég sit hér fastur. En hér er byrjaður sauðburður í sveit og hef ég boðið fram krafta mína í það," segir Guðni.

Þetta kemur fram á bloggsíðu Guðna Páls. Þann 30. apríl hóf hann hringferð sína um landið en tilgangur ferðarinnar er að safna fé til styrktar Samhjálp.

Guðni Páll segir að það sé ekki laust við að smá spennuhnútur sem hafi myndast í maganum við sé nú farinn.

„Ég er ánægður með þá ákvörðun að hafa byrjað á þessari blessaðri suðurströnd og nokkuð augljóst að hún ber orð með réttu. Hún er áskaplega falleg en um leið ógnvænleg. Brimið getur verið heillandi eins og ógnvekjandi," skrifar hann.

„Fyrstu tveir róðrardagarnir eru búnir og gengur vel. Núna er ég staddur í Ingólfshöfða og lítur allt út fyrir það að ég verði hér fram á mánudag, veðurtepptur. Hörku næturfrost er á Suðurlandi þessa dagana og nýtti ég mér bændagistingu á Hofi fyrir ofan Ingólfshöfða. Það var ekki beint spennandi að húka í tjaldi þessa daga sem ég sit hér fastur. En hér er byrjaður sauðburður í sveit og hef ég boðið fram krafta mína í það. Þannig að ekki mun ég sitja aðgerðarlaus þessa veðurdaga," skrifar Guðni Páll á bloggsíðu sína."

29.04.2013 - 23:19 | JÓH

Guðni Páll heldur af stað á morgun

Guðni Páll Viktorsson. Mynd: Facebook
Guðni Páll Viktorsson. Mynd: Facebook
Dýrfirðingurinn Guðni Páll Viktorsson, sem ætlar að róa á kayak hringinn í kringum landið til styrktar Samhjálp, leggur af stað í ferðalagið á morgun, 30. apríl. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir brottför þann 1. maí en ákveðið var að flýta ferðinni vegna óhagstæðrar veðurspár. Guðni Páll rær frá Höfn í Hornafirði kl. 10 á morgun og áætlar að vera kominn til Víkur í Mýrdal föstudaginn 3. maí. Hægt er að heita á Guðna Pál á heimasíðu verkefnisins hér, og fylgjast með ferðalagi hans, bæði á Facebook og á bloggsíðunni Around Iceland 2013
29.04.2013 - 22:00 | JÓH

Vortónleikar Karlakórsins Ernis

Karlakórinn Ernir. Mynd: ernir.it.is
Karlakórinn Ernir. Mynd: ernir.it.is
Karlakórinn Ernir heldur sína árlegu vortónleika í Félagsheimilinu á Þingeyri annað kvöld, 30.april kl. 20:00. Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg að vanda en efnisskráin er að þessu sinni öll eftir vestfirsk tónskáld. Undirleik annast Margrét Gunnarsdóttir en stjórn kórsins er í höndum Beata Joó. Þeir sem komast ekki á tónleikana annað kvöld þurfa ekki að örvænta því kórinn mun einnig halda tónleika í Ísafjarðarkirkju miðvikudaginn 1. maí kl. 17. Aðgangseyrir á tónleikana er 2.500 kr og tekið er við greiðslukortum.
26.04.2013 - 22:24 | bb.is,BIB

Vestfjarðalistinn með fjóra menn næst?

Jón forseti er leiðarljós þeirra sem standa að Vestfjarðalistanum
Jón forseti er leiðarljós þeirra sem standa að Vestfjarðalistanum
« 1 af 2 »
Nokkra athygli vakti þegar Vestfjarðalistinn kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkru og kynnti stefnumál sín. Að listanum standa nokkrir Dýrfirðingar, en í forsvari eru þeir Hallgrímur Sveinsson bókaútgefandi, fyrrum staðarhaldari á Hrafnseyri og skólastjóri á Þingeyri, Bjarni Georg Einarsson og Guðmundur Ingvarsson. Að sumu leyti er málflutningur þeirra gamansamur en undir býr rammasta alvara, segir Hallgrímur....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30