A A A
  • 1957 - Jón Reynir Sigurðsson
  • 1963 - Ísleifur B Aðalsteinsson
  • 2000 - Lilja Kristín Björgvinsdóttir

Hestaferðir

Á Söndum í Dýrfirði er miðstöð hestamanna á Vestfjörðum. Þar er löglegur keppnisvöllur með tveimur hringvöllum, 300 m kappreiðbraut, gott áhorfendasvæði, dómhús, tamninga- og kennslugerði og tjaldsvæði. Reiðhöllin var vígð 31. mars 2007 en hún er um 800 m².

Hestamannafélagið Stomur

Sigling á víkingaskipinu Vésteini

Víkingaskipið Vésteinn var fyrst sjósett á Dýrafjarðardögum 2008. Dýrfirðingurinn Valdimar Elíasson smíðaði skipið en það er gert að fyrirmynd Gaukstaðarskipsins margrómaða. Skipið er 12 metra langt og rúmar 15- 18 manns. Á sumrin er boðið upp á siglingar á skipinu.

Víkingaskipið Vésteinn

Golf í Meðaldal

Golfvöllurinn í Meðaldal
Golfvöllurinn í Meðaldal
Í Meðaldal í Dýrafirði, rétt fyrir utan Þingeyri, má finna einn flottasta golfvöll landsins. Völlurinn er 9 holu völlur og talinn vera krefjandi og skemmtileg áskorun fyrir golfáhugamenn.

Golfklúbburinn Gláma

Sundlaug og íþróttahús

Sundlaugin á Þingeyri
Sundlaugin á Þingeyri
« 1 af 3 »
Sundlaugin á Þingeyri er sú glæsilegasta en hún var tekin í notkun í desember 1997. Sundlaugin er innandyra ásamt heitum potti og gufubaði. Við sundlaugina er íþróttahúsið á Þingeyri en þar er góð aðstaða til alls konar íþróttaiðkunar, m.a. er þar tækjasalur, hlaupabretti og spinning-hjól.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30