Gústi guðsmaður
út kom í byrjun nóvember en bókin er gefin út af bókaútgáfunni Hólum. Eins og titillinn ber með sér er þar á ferðinni ævisaga Gústa guðsmanns, sem Gylfi Ægisson gerði ódauðlegan í samnefndu lagi sem kom út sumarið 1985.
Gústi var fæddur í Dýrafirði 29. ágúst árið 1897 og hét fullu nafni Guðmundar Ágúst Gíslason. Hann er að líkindum nafntogaðasti
íslenski sjómaður 20. aldar, að öðrum ólöstuðum, eins og segir á bókarkápu, „var orðinn hálfgerð þjóðsagnapersóna meðan
hann enn lifði, hvað þá eftir að hann lést. Hann þekkti hafið eins og fingurna á sér, var klár á öllu veðri. Það var sama
hversu tryllt náttúruöflin gerðust, alltaf náði hann landi. Og ótti var ekki til í honum. Af því að hann, að eigin sögn, var aldrei einn. Guð var þar líka.“...
Meira