A A A
  • 1939 - Elínbjörg Snorradóttir

Veitingahornið

Veitingahornið
Veitingahornið

Veitingahornið er staðsett á Hafnarstræti 2. Þar er boðið upp á veitingar af matseðli og einnig er hægt að panta pizzur. Á Veitingahorninu er einnig bar, og þar er hægt að horfa á hina ýmsu íþróttaviðburði af skjávarpa.

Söluskáli N1

Í söluskála N1 er hægt að kaupa allar helstu nauðsynjavörur. Þar er líka hægt að kaupa alls kyns góðgæti af grillinu, svosem samlokur og hamborgara.

Simbahöllin

Úr Simbahöllinni
Úr Simbahöllinni
Simbahöllin er heimilslegt kaffihús sem opnaði á Þingeyri sumarið 2009 á Fjarðargötu 5. Húsið var byggt árið 1908 og hýsti lengi vel verslun Sigmundar Jónssonar kaupmanns. Árið 2006 hófu núverandi eigendur framkvæmdir á húsinu og úr varð þetta notalega kaffihús. Á kaffihúsinu er m.a. hægt að gæða sér á heitu súkkulaði og belgískum vöfflum.
Hægt er að gerast aðdáandi Simbahallarinnar á Facebook.

Hótel Sandafell

Hótel Sandafell
Hótel Sandafell
Hótel Sandafell er 2ja hæða nýuppgert gisti- og veitingahús á Hafnarstræti 7. Á hótelinu er veitingasalur sem rúmar 80 manns í sæti og á sumrin er þar boðið upp á góðan mat á sanngjörnu verði.
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30