A A A
29.08.2013 - 14:12 | JÓH

Fornleifauppgröftur á Hrafnseyri

Nemendur við uppgröft. Myndir: Margrét Hrönn Hallmundsdóttir
Nemendur við uppgröft. Myndir: Margrét Hrönn Hallmundsdóttir
« 1 af 2 »

Fyrir rúmri viku síðan komu átta nemendur í fornleifafræði til landsins frá hinum ýmsu háskólum í Bretlandi. Þau munu starfa hjá fornleifadeild í 4 vikur og vinna við rannsóknir sem fornleifadeildin vinnur að. Hópurinn dvelur á Hrafnseyri þar sem rannsóknin Arnarfjörður á miðöldum heldur áfram, auk þess sem uppgröftur hefst á Auðkúlu í Arnarfirði í tengslum við sömu rannsókn. Fornleifadeildin og nemarnir munu auk þess vinna með starfsmönnum að fornleifarannsókn í Ósvör í Bolungarvík og við gerð könnunarskurða á Patreksfirði. Vel hefur gengið á Hrafnseyri og í ljós er að koma niðurgrafið jarðhýsi auk stórs seiðs sem notaður var til að elda kjöt utandyra. Minni eldurnarseiðir fundust i fyrra, en þessi sem verið er að grafa er eins og þeir stæstu sem grafnir hafa verið upp hér á landi. Jarðhýsi eins og það sem hefur fundist voru algeng á 10. og 11. öld og voru oftast nærri skálum. Tvö mjög svipuð jarðhýsi fundust við hlið skálans á Grelutóftum árið 1977 við fornleifauppgröft. Nokkuð hefur fundist af gripum sem allir eru dæmigerðir víkingaaldargripir eins og snældusnúðar, brýni, naglar og glerperla. Nemarnir munu dvelja á Hrafnseyri til 7. september. 

27.08.2013 - 05:55 | BIB,Morgunblaðið

Flytja í Halldórsfjós næsta vor

Dýrfiðingurinn Bjarni Guðmundsson er forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands.
Dýrfiðingurinn Bjarni Guðmundsson er forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands.
„Ef allt fer að óskum flytjum við okkur í nýtt húsnæði að vori,“ segir Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundsson, forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri. Síðustu misserin hefur verið unnið að breytingum á svonefndu Halldórsfjósi á Hvanneyri sem var byggt 1928.


Fjósið er kennt við Halldór Vilhjálmsson sem var skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri.

...
Meira
24.08.2013 - 23:28 | BIB

Elstu tvíburar landsins úr Dýrafirði

Tíburasysturnar frá Núpi. F.v.: Jenna Jensdóttir og Áslaug Sólbjört Jensdóttir.
Tíburasysturnar frá Núpi. F.v.: Jenna Jensdóttir og Áslaug Sólbjört Jensdóttir.
 Tvíburasysturnar frá Núpi í Dýrafirði eru sennilega elstu tvíburar á landinu.

Áslaug Sólbjört Jensdóttir (t.h.) var 95 ára í gær 23. ágúst og Jenna Jensdóttir (t.v.) er 95 ára í dag 24. ágúst.

Báðar eru þær eldhressar, fylgjast vel með því sem gerist í þjóðfélaginu og eru hafsjór af fróðleik.
Áslaug Sólbjört Jensdóttir.
Áslaug Sólbjört Jensdóttir.
Áslaug Sólbjört Jensdóttir er níutíu og fimm ára í dag, 23. ágúst.

Hún 
bjó á Núpi í Dýrafirði mestan hluta ævi sinnar, ásamt manni sínum Valdimar Kristinssyni, bónda og skipstjóra, sem lést 2003. 

Áslaug dvelur nú á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Áslaug og Valdimar eignuðust níu börn, sem halda upp á daginn með móður sinni og nánustu fjölskyldu
18.08.2013 - 10:04 | KLR

Brynhildur Elín

Ég heiti Brynhildur Elín Kristjándóttir og bý í Hafnarfirði  með honum Marinó Þórissyni og dætrum okkar þeim Guðrúnu Ólafíu (5 ára) og Helgu Maríu (2 ára). Ég er fædd 11. Desember 1981 á landspítalanum í Reykjavík. Mamma var flutt suður með varðskipi því mér lá á að koma í heiminn og vegna veðurs var ekki hægt að fljúga. Rétt fyrir jólin fékk ég að fara heim til þingeyrar og bjó þar hjá foreldrum mínum til 18 ára aldurs en þá leitaði ég á vit ævintýranna suður til Reykjavíkur og hóf nám í Menntaskólanum í Kópavogi.

 Hverra manna ertu:
Er dóttir Guðbergs Kristjáns Gunnarssonar frá Miðbæ í Haukadal og Ólafíu Sigríðar Sigurjónsdóttir frá Sveinseyri  

 Hvað ertu að gera í lífinu núna?
Í dag er ég að vinna sem Deildarstjóri á leikskólanum Álfaberg í Hafnarfirði

 Gamalt prakkarstrik frá því í æsku
 við vinkonurnar sátum nú ekki iðjulausar og gerðum allmörg prakkarastir í æsku. Oftast voru þetta saklaus símaöt þar sem við seldum fólki kleinur sem aldrei bárust eða gerðum dyraat og fylgdumst spenntar með úr fjarlægð þegar fólk kom til dyra. Ég man þó eftir einu skammarstriki sem ég hef aldrei nefnt við nokkurn mann. Við vinkonurnar vorum á gangi eftir götum bæarins í leit að einhverju að gera þegar við sáum tvær 2.l cokacola flöskur standa í skugga fyrir utan eitt hús. Við vorum ekki vanar því að gæða okkur á svona eðal drykk daglega svo við stóðumst ekki freystinguna og nöppuðum einni flösku, hlupum í einum spreng niður í fjöru þar sem hvergi sást til okkar og settumst niður til að gæða okkur á fengnum. Um leið og fyrsti sopinn fór inn um varir mínar skilaði ég honum jafn harðan til baka aftur þegar ég áttaði mig á að þarna var ekki um kók að ræða heldur kaldpressaða krækiberjasaft, manni hefnist fyrir.

 
 Eitt atriði um þig sem fáir eða enginn veit?

Ég er með 3 nýru :o)

Helduru að þú komir til með að búa á Þingeyri aftur?.

Það er aldrei að vita nema maður komi aftur til að búa hér. Það er dásamlegt að koma hingað og eyða frítímanum sínum hérna. Ég hef búið víða og hvergi liðið eins vel og hér.


 Áhugamál.
fjölskyldan mín, vinirnir og samveran með þeim. Mér finnst gaman að elda mat og enn skemmtilegra að borða hann í góðra vina hópi

 Heimili.
Breiðvangur 6 í Hafnarfirði 

 Bestu kaupin
 Crossfitt kortið sem ég fjárfesti í í vor. Kaupi mér klárlega annað.

 Verstu kaupin
 verstu kaupin sem ég geri og ég geri alltaf reglulega er þegar ég kaupi mér eithvað sem er á útsölu, held ég þurfi svo mikið á því að halda en þegar ég kem heim þá fatta ég að ég hef ekkert að gera með það. Á nokkrar hluti í geymslu og fataskáp sem minna mig reglulega á þennan skandal.

Nefndu þrennt sem þú myndir taka með þér á eyðieyju

Bát, árar og góða bók.


 Lífsmottó
 Ekki taka öllu sem gefnu, segðu fólki að þú elskir það, það er ekki víst að þú getir það á morgun. Staldraðu við og dragðu andann.

18.08.2013 - 08:05 | BIB,Morgunblaðið

Engjakaffi í Dýrafirði á 70 ára afmælinu í dag

Hæfileikaríkur. -  Prófessorinn Bjarni Guðmundsson gaf út hljómdisk með frumsömdum lögum fyrir nokkrum árum og nú hefur hann gefið út bóka-þríleik. Hann útilokar ekki frekari tónlistar- og bókaútgáfu í framtíðinni.
Hæfileikaríkur. - Prófessorinn Bjarni Guðmundsson gaf út hljómdisk með frumsömdum lögum fyrir nokkrum árum og nú hefur hann gefið út bóka-þríleik. Hann útilokar ekki frekari tónlistar- og bókaútgáfu í framtíðinni.
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri ætlar að halda upp á afmælisdaginn í rólegheitum með eiginkonu sinni, Ásdísi B. Geirdal, og þremur dætrum þeirra, Ásdísi, Þórunni og Sólrúnu.

„Við ætlum í stutta reið um æskuslóðir mínar í Kirkjubólsdal í Dýrafirði en sá staður er mér einstaklega kær enda fæddist ég þar. Við verðum þar í rólegheitum með þakklæti í huga fyrir allt það sem okkur hefur verið gefið.“


Hann reiknar með að hópurinn haldi einfalt engjakaffi í ferðinni þar sem flatkökur og kæfa verða líklegast með í för.

...
Meira
Hornstrandir og Jökulfirðir, sem var rétt að koma úr prentun hjá Leturprenti í Reykjavík.
Hornstrandir og Jökulfirðir, sem var rétt að koma úr prentun hjá Leturprenti í Reykjavík.
« 1 af 4 »

vær úr Jökulfjörðum.


Bjarney Sólveig Guðmundsdóttir, húsfreyja á Hrafnfjarðareyri, skartbúin í söðli á færleik sínum. Hún var merkileg heimskona á sinn hátt þó hún færi sjaldan út fyrir heimasveit sína. Ljósmyndina tók þýskur maður sem var á ferð á þessum slóðum um 1930. (Sjá Grunnvíkingabók 1. Guðrún Ása Grímsdóttir. Útg. Grunnvíkingafélagið 1989)


Sonja W. Benjamínsson de Zorrilla var ættuð frá Marðareyri í Jökulfjörðum. Hún var heimskona í orðsins fyllstu merkingu og hagvön í veislusölum víða um heim og verðbréfamarkaðinum í New York. Hugur hennar leitaði oft til Vestfjarða. (Sjá Reynir Traustason: Sonja. Útg. JPV forlag Rvk. 2002)

...
Meira
15.07.2013 - 17:24 | JÓH

Hlaupahátíðin fer fram um næstu helgi

Frá skemmtiskokkinu á Þingeyri. Mynd: Gunnar Þ.
Frá skemmtiskokkinu á Þingeyri. Mynd: Gunnar Þ.
Næstkomandi helgi, eða dagana 19.-21.júlí, fer hin árlega Hlaupahátíð á Vestfjörðum fram. Hátíðarhöld verða með svipuðu sniði og fyrri ár en hlaupahátíðin er nú haldin í fimmta sinn. Föstudaginn 19.júlí verður keppt í sjósundi við Neðstakaupstað á Ísafirði og um kvöldið verður keppt í Óshlíðarhlaupinu. Á laugardeginum fer fram fjallahjólreiðakeppni í Dýrafirði þar sem hjóluð er 55 km leið um skagann milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, og skemmtiskokk á Þingeyri þar sem hægt er að velja um tvær vegalengdir. Þá verður einnig boðið upp á útijóga við íþróttamiðstöðina á Þingeyri að keppni lokinni. Hátíðinni lýkur á sunnudag með Vesturgötuhlaupi þar sem keppt er í þremur vegalengdum. Að sögn Sigmunds Þórðarsonar, formanns íþróttafélagsins Höfrungs og eins aðstandanda hlaupahátíðarinnar, er búist við met þátttöku í hjólreiðakeppninni í ár. Hann auglýsir eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við hátíðina, og þá sérstaklega á laugardag og sunnudag þar sem hátíðin fer fram í Dýrafirði....
Meira
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31