A A A
  • 1958 - Helga Sigurrós Bergsdóttir
  • 1976 - Gunnar Ragnar Hjartarson
  • 1993 - Karķn Mist Kjerślf
17.01.2019 - 08:10 |

Žorrablót 2019

Þorrablót Slysavarnardeildarinnar Varnar og Björgunarsveitarinnar Dýra verður haldið laugardaginn 2. febrúar 2019 í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Á matseðlinum er hefðbundinn þorramatur ásamt lambapottrétti og kjúklingaleggjum.


Veislustjóri er tónlistargúrúinn Jón Gunnar Biering og hljómsveitin Hafrót leikur fyrir dansi. Skemmtiatriði og veglegir happdrættisvinningar.


Borðhald hefst kl. 20.00 en húsið opnar kl. 19:30. Forsala aðgöngumiða verður á laugardeginum kl. 13–14

  • Borðhald og ball kr. 8.500.-
  • Borðhald kr. 6.500.- Ball kr. 2.500.-

Gengið verður í hús til að kanna þátttöku, en einnig má panta miða í síma 659 8135 fram til 28. janúar. 


Hlökkum til að sjá ykkur,
Nefndin.

 

15.01.2019 - 13:36 | Hallgrķmur Sveinsson

„Žaš var minn besti róšur“

Leifur Žorbergsson
Leifur Žorbergsson

Úr fylgsnum fortíðar.

 

Leifur Þorbergsson, skipstjóri á Þingeyri, var nafnkunnur maður hér vestra á sinni tíð. Síra Gunnar Björnsson tók við hann viðtal sem birtist í Heima er best í apríl 1992. Nefnist það Lét vera að elta aðra, en fór mínar eigin leiðir. Þar segir Leifur undan og ofan af ævi sinni og Gunnar prestur skráir á sinn frábæra hátt. Gefum nú Leifi orðið:

„Það var minn besti róður“

„Sú sjóferð sem skærast lýsir í minningu minni átt sér stað, er við fórum hér á færabátnum Flosa í fiskiróður út af Dýrafirðinum árið 1958 eða 1959. Vinur minn, Egill Halldórsson frá Dýrhól, hafði komið hér að á opnum báti kvöldið áður með 400 kíló af fiski.

Við ýttum frá og vorum þarna dálítið út af Barðanum í  norðaustan bræluskít. Þar var og annar bátur frá Þingeyri, sem Sæfari hét. Hann siglir í átt til okkar, en svo sjáum við, að þeir hverfa upp í Fjörð, og við tökum ekkert mark á því meira. En svo er ekkert næði þarna lengur til þess að vera með færin úti, svo ég segi við strákana: 

„Farið þið bara fram í strákar. Ég ætla að kippa hérna upp á Sandvíkina undir Barðanum.“ 

Svo förum við að keyra upp. Þá sé ég einhverja trillu þarna og hugsa með mér:   Getur Egill verið kominn út aftur. En í sama bili sé ég, að þetta er bátur á hvolfi niðri í öldudal og mennirnir á kilinum. Ég kalla óðara í strákana, sem komnir voru í koju frammi í lúkar. Þeir koma upp. Og ég legg að þessu. Mér finnst þeir vera að benda mér, að ég eigi að leggja uppí. Þeir troða marvaðann og halda bátnum, annar framan á, hinn aftan á. Ég legg svo að þeim þarna upp í báruna og gengur ágætlega að ná þeim inn. En báturinn fór náttúrlega niður, hann þoldi ekki, að þeir hreyfðu sig á kilinum. Og þegar Héðinn skellur á dekkinu, þá segir hann:

„Nú munaði mjóu.“

Þetta voru þeir Skarphéðinn Njálsson, sem enn er á lífi hér á Þingeyri, og Jón Árnason, hálfbróðir Kristmundar í Hvammi. Jón lifir enn, sjúklingur á Akranesi.

Þetta álít ég að hafi verið minn besti róður.

Ég fékk líka þakklæti fyrir þessa björgun í messu hjá séra Stefáni Eggertssyni í messu á sjómannadaginn.“

  

15.01.2019 - 09:14 |

Viš minnum į póstkortin

Við minnum Dýrfirðinga á að koma með póstkortin frá henni Guðbjörgu í Blábankann. Í anddyrinu er kassi þar sem þeim er safnað saman, og í byrjun febrúar verða svo þrjú kort dregin úr bunkanum. Þeir heppnu fá innrömmuð verk í ramma eftir Guðbjörgu sjálfa. 
14.01.2019 - 12:58 |

Ašalfundarboš

Íbúasamtökin Átak, hverfisráð Þingeyrar, boðar til aðalfundar þriðjudaginn 29. janúar kl. 20 í Félagsheimilinu á Þingeyri.


Dagskrá fundar
1. Skýrsla fráfarandi stjórnar
2. Kosning nýrrar stjórnar
3. Önnur mál
4. Spjall og umræða


Stjórnin

14.01.2019 - 11:19 |

Dżrafjaršargöng į 2. viku 2019

12. Janśar, žegar žaš var „gengiš“ nišur ķ gólfiš.
12. Janśar, žegar žaš var „gengiš“ nišur ķ gólfiš.
« 1 af 3 »
Vinna við Dýrafjarðargöng hefur gengið vel í vikunni.  Setlagið sem stafninn hefur verið í síðustu vikur gekk hratt niður í vikunni og í lok hennar var allt jarðgangasniðið að nýju í góðu basaltlagi. Uppsetningu á styrktarbogun var hætt og sprengifærurnar lengdar upp í fulla 5 m lengd.  Verkstaða í lok vikunnar er því þannig að lengd ganganna Dýrafjarðarmegin er orðin 519,4 m. Samanlögð lengd ganga er  nú 4.177 m sem er um 78,8% af heildarlengd.

 

Lengd að gegnumbroti er 1.124 m.

09.01.2019 - 09:31 |

15% fjölgun ķbśa į Žingeyri

Žingeyri
Žingeyri

Viðbót, 14. janúar: Við höfum fengið ábendingu þess efnis að rökstuddur grunur sé um að þessar tölur séu ekki alveg í takt við raunveruleikann. Takið því vinsamlegast eftirfarandi frétt með fyrirvara.

Sagt var frá því á héraðsfréttamiðlinum Bæjarins Besta að Vestfirðingum hafi fjölgað um 1% á árinu 2018 og er íbúafjöldi fjórðungsins kominn yfir 7000. Mest varð fjölgunin í Ísafjarðarbæ. þar fjölgaði íbúum um 91. Næstmest fjölgun varð í Tálknafjarðarhreppi, en þar fjölgaði um 14 manns. Þá fjölgaði um 8 manns í Bolungavík og líka í Súðavík.

Þetta eru auðvitað ánægjulegar fréttir, en stóru fréttirnar hljóta að vera þær að sé litið til einstakra þéttbýlisstaða varð fjölgunin mest á Þingeyri árið 2018, sé að marka frétt Bæjarins Besta. íbúum á Þingeyri virðast hafa fjölgað úr 244 í 281, en samkvæmt reiknimeisturum þýðir það að það var hvorki meira né minna en 15% fjölgun.

Ekki fjölgaði alls staðar í fjórðungnum, en í Vesturbyggð fækkaði um 26 manns og um 16 manns í Reykhólahreppi.  Fækkun varð í öllum sveitarfélögum í Strandasýslum. íbúum fækkaði þar um 11 manns og eru íbúar sýslunnar nú 592.

08.01.2019 - 09:56 |

Dżrafjaršargöng į nżju įri

« 1 af 3 »
Vinna við Dýrafjarðargöng, eftir jólafrí, hófst á ný í vikunni sem var að líða. Verktaki mætti á svæðið þann 2. janúar s.l. og hóf þá að opna svæðið og gera klárt fyrir áframhaldandi gangagröft og vegagerð. Vinna við gangagerð hófst síðan á fimmdudagskvöldið þann 3. janúar.

Eins og komið hefur fram hefur verktaki verið að fara í gegnum svæði þar sem þykkt setlag hefur kallað eftir umtalsverðum styrkingum og framvinda verið eftir því. Í lok árs 2018 v
ar lengd ganga Dýrafjarðarmegin orðin 438,2 m og samanlögð lengd ganga 4.095,8 m sem er um 77,3% af heildarlengd.

Þessa fyrstu vinnudaga ársins 2019 hafa göngin síðan lengst um 8 m og það jákvæða er að nú sér fyrir endann á notkun styrktarboga og því vona á hærri framvindutölum framundan. Alls voru settir upp 25 styrktarbogar á um 56 m löngum kafla og var sá síðasti settur upp á aðfaranótt sunnudagsins.

Lengd að gegnumbroti er nú 1.197,2 m.
05.01.2019 - 18:15 |

Žrettįndagleši 2019

Eftirfarandi tilkynning barst frá Björgunarsveitinni Dýra og Íþróttafélaginu Höfrungi:

Björgunarsveitin Dýri og Íþróttafélagið Höfrungur verða með sína árlegu þrettándagleði, sem haldin verður sunnudaginn 6. janúar og hefst kl. 17:00. Komið er saman að venju innst á Brekkugötu. Þar verða seldir kyndlar á vægu verði. Athugið að aðeins 10 ára og eldri fá leyfi til að vera með kyndla. Er það von okkar að þeir álfar sem eru á ferðinni á þrettándanum mæti enn sem fyrr í sínum fínu fötum og heiðri okkur með nærveru sinnu. Gengið verður sömu leið og áður og gangan endar við Stefánsbúð, hús Björgunarsveitarinnar. Kveiktur verður langeldur og sungið. Samkoman endar svo með flugeldasýningu. Gleðilegt ár.
Sķša 1 af 471
Eldri fęrslur
« Janśar »
S M Ž M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31