A A A
  • 1965 - Sigríđur Kristín Ólafsdóttir
  • 1992 - Margrét Ástrós Gunnarsdóttir
21.02.2018 - 10:31 | Trausti Jónsson

Kröpp lćgđ gengur yfir landiđ

Vindaspá kl. 11:00 miđvikudaginn 21. febrúar. Frá Veđurstofu Íslands
Vindaspá kl. 11:00 miđvikudaginn 21. febrúar. Frá Veđurstofu Íslands
« 1 af 2 »
Ekki fer á milli mála að afar kröpp og djúp lægð gengur nú yfir landið með suðaustanstormi eða -roki víða á landinu og jafnvel ofsaveðri vestan til nú fram eftir morgni og er líður að hádegi. Yfir landið allt hafa verið gefnar út gular stormviðvaranir í flokki tvö og þrjú á miðhálendi og á austanverðu landinu, en appelsínugul stormviðvörun í flokki fjögur á vestanverðu landinu. 

Trausti Jónsson veðurfræðingur birti gervihnattamynd á bloggi sínu í gær sem hann fjallar um það sem kallað er hlýtt og kalt færiband, en hann segir: „myndin sýnir skýjakerfi mjög vaxandi lægðar suðvestur í hafi. Kerfið er nú rétt búið að slíta sig norður úr móðurlægðinni sem er reyndar fyrir sunnan þessa mynd. Það sem við sjáum er mikill hvítur skýjabakki - göndull nánast beint úr suðri. Þetta eru háreist ský sem leggjast upp undir veðrahvörfin - þetta fyrirbrigði er gjarnan kallað hlýtt færiband (hlf á myndinni) - flytur hlýtt og rakt loft úr suðri norður á bóginn en jafnframt upp - og svo í hæðarsveig til austurs (rauð ör).“

“Kalda færibandið (kf á myndinni) er flókið fyrirbrigði - sumir efast reyndar um tilvist þess - eða nafngiftina alla vega. En í því er málum þannig háttað að niðri við jörð er norðanátt, en áköf sunnanátt uppi, - en loftið í henni berst þó hægar til norðurs en kerfið sjálft. - Kerfinu „finnst“ þarna vera mikil norðanátt.“ 


Hann segir jafnframt að svo virðist sem fyrirbrigði er kallast „þurra rifan“ sé að myndast, en það er nokkuð er fylgir gjarnan lægðum í örum vexti. „Kalt loft vestan við lægðina dreifir úr sér til norðurs og suðurs og dregur þá niður veðrahvörfin - við niðurstreymi þeirra losnar úr læðingi mikill snúningur sem skrúfar þurra loftið enn neðar og að lokum inn í lægðarmiðjuna og eykur mjög á afl hennar. Við bestu skilyrði gerist þetta allt á fáeinum klukkustundum.“ Við þetta afhjúpar lægðin eðli sitt og miðja hennar kemur greinilega fram á myndum en Trausti segir að sjá megi haus lægðarinnar vestan við hvítustu skýin sem jafnframt eru hæstu skýin. Gulbrúna örin bendi á hvar sjávarmálslægðarmiðjan gæti verið. 

 

Á föstudag er síðan aftur von á krappri lægð sem Trausi segir enn hafa möguleika á að verða verri og langvinnri heldur en það sem við höfum verið að fjalla um hér.


Fyrir áhugasama má fylgjast með gangi lægðarinnar á gagnvirku korti hér.
18.02.2018 - 16:22 | Simbahöllin á Ţingeyri

Ţingeyringar völdu Daterra Sunrise kaffi

Á dögunum fór fram kaffismökkunarsamkeppni í Simbahöllinni þar sem meira en 20 Þingeyringar gáfu álit sitt. Fjöldamörg afbrigði af kaffi var hægt að smakka á, en kaffið Daterra Sunrise hlaut afgerandi kosningu.

Jann Goedecke, doktorsnemi og sérfræðingur í tölfræði sem staddur var í Blábankanum tók saman útslitin og reiknði vegið skor fyrir hverja tegund. '

Að neðan má sjá myndbandsupptöku af Jann tilkynna úrslitin:

Kaffismökkun í Simbahöllinni from Thingeyri.is on Vimeo.

18.02.2018 - 09:31 | Saga daganna eftir Árna Björnsson

18. febrúar 2018 - “konudagur”- góa byrjar

Í Eyrarbakkafjöru. Ljósm.: Víđir Björnsson.
Í Eyrarbakkafjöru. Ljósm.: Víđir Björnsson.

Mánuðurinn góa hefst nú sunnudag frá 18. til 24. febrúar, en 8. til 14. febrúar í gamla stíl fyrir 1700. 


Nafnið, góa eða gói, er þekkt úr elstu heimildum og afbrigði þess í öðrum norrænum tungum. Gói er persónugerð sem vetrarvættur í gömlum sögnum, dóttir Þorra.


Orðið góiblót bendir til mannfagnaðar seint að vetri að fornu en um hann er ekkert vitað með vissu. Ljóst er hinsvegar af heimildum frá öndverðri 18. öld að fagna átti góu á svipaðan hátt og þorra. Skyldi það fremur vera húsbóndinn en húsfreyjan, en víst er að dagurinn var eignaður húsfreyjunni. Heimildir geta um tilhald í mat á síðari öldum en hvergi á við þorrakomu. Kann þar að ráða nokkru að góukoma lendir oftast á langaföstu.


Nokkuð var ort um Góu á 17. – 19. öld sem dóttur Þorra eða eiginkonu. Var þá stundum reynt í gamni að skjalla hana til að bæta veður. Svipaður kann að vera tilgangur þess góukomusiðar á norðaustanverðu landinu að Góu var færður rauður ullarlagður.


 Heitið konudagur er kunnugt frá miðri 19. öld og er nú útbreitt. Sá siður að eiginmenn gefi konum sínum blóm á konudaginn hófst á sjötta áratug 20. aldar.

...
Meira
14.02.2018 - 17:06 | Grunnskóli Ţingeyrar

Kötturinn sleginn úr tunnunni

Skólabörn í Grunnskólanum á Þingeyri og leikskólanum Laufási létu veðrið ekki á sig fá og fögnuðu öskudeginum með margskonar leikjum og skemmtunum. Á Þingeyri er ekki hefð fyrir því að ganga í hús á öskudag og syngja fyrir húsráðendur og búðaeigendur í von um gotterí líkt og þekkist víða annarsstaðar á landinu, heldur fer sá siður fram á þrettándanum, eða 6. janúar. Krakkarnir gerðu sér glaðan dag og mættu í skólann í náttfötum eða heimagöllum, kötturinn var sleginn úr tunnuni og 1.-2. bekkur grunnskólans heimsóttu leikskólann og tóku þátt í skemmtunum þar, en sú heimsókn er liður í samvinnu skólastiganna í Ísafjarðarbæ og tengist verkefninu Brúum bilið. 


14.02.2018 - 13:40 |

Ófćrt víđa um land

Ofsaveður hefur gengið yfir suðurlandið í morgun með miklu fannfergi og vindhviðum sem fóru mest yfir 65 m/s. Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir landið allt, en fjallvegir hér á Vestfjörðum eru flestir ófærir eða þæfingur og vindhviður um og yfir 25 m/s.  Blaðamaður Fréttablaðsins á Vestfjörðum var staddur á Þingeyri um helgina og birti myndir og frásagnir héðan....
Meira
12.02.2018 - 12:14 |

Stund milli stríđa

Mynd fengin ađ láni frá Fréttanetinu
Mynd fengin ađ láni frá Fréttanetinu
Bolludagurinn 12. febrúar skartar sínu fegursta, bjartur og fagur með snæviprýddar lendur eftir nýyfirgengna lægð. Á degi sem þessum er auðvelt að gleyma hversdagsböli og lyfta höfði í átt til sólarinnar sem nú er tekin að skína á okkur aftur eftir sína hefðbundnu vetrarfjarveru. Á Ísafirði maska börnin, en maskadagur er gömul hefð sem á rætur sínar að tekja til loka 19. aldar er drengir gengu í hús og betluðu bollur með söng og sprelli. Í dag klæða krakkar sig upp í skrautlega búninga og ganga í hús og fyrirtæki enn á ný með söng og sprelli í von um sykursætan ávinning. 
Við njótum sólarinnar og góðgerða dagsins því nú er stund milli stríða og von á frekari lægðum næstu daga.

Gleðilegan bolludag, maskadag og sólardag! 


12.02.2018 - 11:10 | BLÁBANKINN á Ţingeyri

Og lífiđ heldur áfram, um framhaldslíf Ţingeyrarvefsins

Arnar og Arnhildur á Sandafelli
Arnar og Arnhildur á Sandafelli
Hallgrímur Sveinsson og Björn Ingi Bjarnason láta af störfum sem umsjónamenn og fréttaritarar Þingeyrarvefsins og forstöðufólk Blábankans, Arnhildur Lilý Karlsdóttir og Arnar Sigurðsson taka við umsjón vefsins....
Meira
Síđa 1 af 453
Eldri fćrslur
« Febrúar »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör