A A A
  • 1981 - Kristín Harpa Höskuldsdóttir
  • 2004 - Hildur Tanja Karlsdóttir
17.12.2018 - 17:05 |

Skuggaleikhús og glögg í Blábankanum

« 1 af 2 »
Belgarnir Sebastian og Claire-Marie hafa auðgað líf okkar Dýrfirðinga í haust með skemmtilegum námskeiðum og gjörningum. Þeirra stærsta verkefni hingað til er skuggaleikhús sem þau hafa búið til frá grunni og ætla að sýna í Blábankanum á morgun, þriðjudag, og á miðvikudag. Blábankastjórar eru afar spenntir og ætla að útbúa glögg og bjóða uppá smákökur. Við hjá Þingeyrarvefnum hvetjum að sjálfsögðu Dýrfirðinga til að mæta og njóta.
17.12.2018 - 09:47 | Hallgrímur Sveinsson

Ţáttur úr sögu Hrafnseyrar: Á ég eđa á ég ekki?

Vigdís í rćđustólnum á svölunum á Hrafnseyri forđum og flytur sín fyrstu rćđu yfir Vestfirđingum. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.
Vigdís í rćđustólnum á svölunum á Hrafnseyri forđum og flytur sín fyrstu rćđu yfir Vestfirđingum. Ljósm. Björn Ingi Bjarnason.
« 1 af 2 »

Auðkúluhreppur

 

Á Hrafnseyrarhátíð 3. ágúst 1980:

„Ég hafði kynnt mér að Kristján Eldjárn, mín fyrirmynd í embætti, gekk aldrei til altaris. Svo sat ég í þessari litlu og fallegu Hrafnseyrarkapellu við hliðina á biskupshjónunum og þegar kemur að altarisgöngunni er ég í djúpum þönkum. Á ég eða á ég ekki? Nema að þarna tek ég ákvörðun um að ganga til altaris sem ég hafði ekki gert frá fermingu. Ég fann glöggt að þetta kunnu biskupshjónin vel að meta. Síðan hef ég gengið til altaris með þeim rökum að messunni sé í raun ekki lokið fyrr en með altarisgöngunni, þetta er ein heild, eins og segir í lúterskum fræðum. Og ég fer oft í messu til að hreinsa hugann, sit og hugleiði og syng sálma. Sálmasöngur er sérlega sálarhreinsandi, enda er hann hugsaður til þess. En þessi stund í Hrafnseyrarkapellu hafði djúp áhrif á mig og samveran á Hrafnseyri var upphaf að vináttu okkar frú Magneu og séra Sigurbjörns sem ég hafði lengi metið mikils, eins og svo margir landsmenn. Ég leitaði stundum til Sigurbjörns og varð fyrir áhrifum af hans sjónarhorni á lífið. Stundum reyndi ég alveg meðvitað að tileinka mér það, til dæmis sýn hans á Krist og þá skoðun að við veljum sjálf hvort við tökum á móti boðskap kristninnar.“

      
(Kafli úr nýju bókinni Vestfirðingar til sjós og lands 2.)

17.12.2018 - 09:43 | Hallgrímur Sveinsson

Leyndardómar Vestfjarđa: Heita laugin á Dynjanda

Haldinn var fyrirlestur á föstudaginn eð var í heita pottinum á Þingeyri. Var hann um einn af leyndardómum Vestfjarða, hina merkilegu laug á Dynjanda. Einnig var fjallað um hversu gott er að fara í fótabað í freyðivatninu fyrir neðan móðurfossinn.

 

Á hjallanum ofan við gamla bæjarstæðið á Dynjanda í Arnarfirði er upphlaðin, þríhyrnd laug, sem fáir vita um. Er laugin skemmtilegt mannvirki sem kemur á óvart.

Þorvaldur Thoroddsen mældi hitann í lauginni 26. júlí 1887 (Ferðabókin) og reyndist hann þá vera 26,5 gráður á Celsíus.

Hinn 19. september 1996 reyndist laugarhitinn vera 27,3 gráður. Svo mældu þeir vinirnir Sófus Guðmundsson og Elís Kjaran sem nú dvelja á æðri lendum. Þess skal getið til gamans, að hitinn í sundlauginni á Þingeyri er oftast 29 gráður á Celsíus.

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig laugin var notuð, en sumir segja að þar hafi þvottur verið þveginn og kannski hafa heimasæturnar á Dynjanda baðað sig í henni áður og fyrr. 

Tekið skal fram fyrir þá sem ekki vita eða eru búnir að gleyma því, að Dynjandi er í Auðkúluhreppi.

(Mannlíf og saga 3. hefti Vestfirska forlagið)

17.12.2018 - 09:18 |

Vika 50 viđ gerđ Dýrafjarđarganga

Í vikunni hefur setlag verið að koma niður í göngin. Setlagið er á bilinu 3-5 m þykkt og er þörf á umtalsverður styrkingum til að tryggja öryggi þar inni og halda setlaginu á sýnum stað. Til viðbótar við hinar hefðbundnu styrkingar í göngunum eru nú þegar unnið er í gegnum setlagið settir upp svo kallaðir styrktarbogar á um 3 m fresti og þeir einnig boltaðir kyrfilega og ásprautaðir. Á milli styrktarboganna er síðan sett járnanet, boltar og síðan sprautað með steypu yfir allt saman.

Þrátt fyrir umtalsverðar styrkingar þá lengdust göngin í vikunni sem er að líða um 29,7 m.  Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 430,2 m sem er um 26,2% af Dýrafjarðarleggnum og á þá eftir að grafa um 1.213,2 m að gegnumbroti. Samanlögð lengd beggja leggja er nú orðin 4.087,8 m sem er um 77,1% af heildarlengd ganga.

 

Auk gangagraftrar er unnið við fyllingarvinnu í veg í Dýrafirði. Efni úr göngum er keyrt beint í veg í austurendanum en efni úr námu við Ketilseyri keyrt í fyllingar í sjó í vesturendanum og hefur sú vinna gengið ágætlega.

Fleiri fréttir

13.12.2018 - 12:51 | Ađsendar greinar - Bjarni Georg Einarsson, Guđmundur Ingvarsson, Hallgrímur Sveinsson

Nú seljum viđ Íslandsbanka og setjum 140 milljarđa í samgöngumálin!

Það eina sem getur veitt okkur vonir um bjartari og betri framtíð er að samgöngur muni batna á allra næstu árum,“ segir hún Eva okkar í Árneshreppi á Ströndum í Mogganum. 

   Slík og þvílík neyðarköll frá oddvitum byggðanna vítt og breytt um landið eru svo til daglegt brauð. Og hafa verið í áratugi. Einbreiðir vegir og brýr, vantar ofaníburð, heflun og bundið slitlag. Endalausar bænaskrár, skýrslur, fundir og ályktanir, uppákomur og málarekstur fyrir sunnan. Og ályktanir um það sem allir vita. Og allar nefndirnar? Endalaus lobbyismi. Þrýstihópar og málafylgjumenn. En þetta er eins og að skvetta vatni á gæs. Smáskammtalækningar skulu það vera með svokallaðri happa-og glappaaðferð. 


Landið allt er ein heild

   Við félagarnir höfum tekið undir það með mörgum góðum mönnum, að það er löngu kominn tími til að við lítum á land okkar sem eina heild. Við höfum leyft okkur að leggja fram opinberlega ýmsar tillögur í svokölluðum byggðamálum. Ein þeirra hljóðar svo:

   Hlutur ríkisins í Íslandsbanka verði seldur nú þegar. Raunhæft verð, varlega áætlað af sérfræðingum, 140 milljarðar króna. 

    Í nýrri hvítbók er tæpt á þessu máli. Og auðvitað slegið úr og í að vanda. Okkar tillaga er: Seljum bankann eins og skot. Og setjum þessa peninga í samgöngumál. Punktur og basta!

  

Hver og einn bær er hlekkur í keðjunni!

  Í landsfjórðungunum verði svo starfandi verktakar allan ársins hring sem sjái um að koma samgöngum markvisst í almennilegt horf á allra næstu árum. Ekkert væl, eða jaml, japl og fuður, heldur samræmdar aðgerðir þar sem grundvöllurinn verði að landið allt er ein heild. Hver og einn bær er hlekkur í þeirri keðju. Og vegatolla, með heppilegri gjaldskrá, teljum við sjálfsagða þar sem við á.

   Og formúla stjórnmálamanna Loforð fyrir kosningar = Svik eftir kosningar verður aðhlátursefni komandi kynslóða. Allir málaflokkar munu njóta góðs af. Og landið gjörbreytast. Endurtökum: Það breytist allt til batnaðar!

 

Fleiri greinar


« Desember »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31