A A A
21.07.2017 - 15:22 | Vestfirska forlagiš, Morgunblašiš, Hallgrķmur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason

Dżrfiršingar slį ķ gegn ķ Stavanger

Dżrfiršingurinn Sig­uršur Rśnar Gunnarsson og Gušrśn Eyjólfsdóttir, tengdadóttir Dżrafjaršar, reka nś ķsbśšina Moogoo en einnig veit­ingastašinn Spiseriet.
Dżrfiršingurinn Sig­uršur Rśnar Gunnarsson og Gušrśn Eyjólfsdóttir, tengdadóttir Dżrafjaršar, reka nś ķsbśšina Moogoo en einnig veit­ingastašinn Spiseriet.
« 1 af 3 »

Íslensk ísbúð var opnuð í norsku borg­inni Stavan­ger í gær, fimmtudaginn 20. júlí 2017, á Þorláksmessu að sumri.
Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og var röð út úr dyr­um bæði í gær og í dag. Eig­end­ur ísbúðar­inn­ar, sem heit­ir MooGoo, eru tvö ís­lensk pör, þau Elín Jóns­dótt­ir og Daní­el Sig­ur­geirs­son, og Dýrfirðingurinn Sig­urður Rún­ar Ragn­ars­son og tengdadóttir Dýrafjarðar, Guðrún Eyjólfsdóttir.


Í sam­tali við mbl.is seg­ir Sig­urður að hann og Guðrún hafi flutt til Stavan­ger fyr­ir átta og hálfu ári. „Við sáum strax í byrj­un að það yrði mjög góð viðbót við bæ­inn að opna ís­lenska ísbúð,“ seg­ir Sig­urður. „En það var ekki fyrr en um fyr­ir einu og hálfu ári síðan sem við og Elín og Daní­el byrjuðum að tala um það af al­vöru að opna hérna ísbúð.“


Bragðaref­ur­inn vin­sæl­ast­ur

...
Meira
21.07.2017 - 12:48 | Hallgrķmur Sveinsson, Vestfirska forlagiš, Žingeyrarakademķan

Žingeyrarakademķan: - Stroffķiš var tóm vitleysa!

Akademķan į Žingeyri aš störfum. Ljósm. Kristjįn Ottósson.
Akademķan į Žingeyri aš störfum. Ljósm. Kristjįn Ottósson.

 Þingeyrarakademían sendir íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sérstakar baráttukveðjur að vestan. Jafnframt lýsir hún aðdáun sinni á þeirri fallegu framkomu, baráttuhug og leikgleði sem kom glöggt fram í leiknum við Frakka.


Akademían telur að ítalska konan hafi ekki haft neinar forsendur til að dæma stroffí í lok leiks. Það sá enginn neitt brot. Sú franska lét sig bara detta. Það sáu allir. Þetta var ekki einu sinni fríspark!


Svo sleppti sú gamla stroffíinu í fyrri hálfleik sem íslensku kjarnorkustelpurnar áttu greinilega að fá, að dómi allra spekinga hér fyrir vestan. En það þýðir ekkert að röfla við dómarann. Hann dæmir og ræður.

...
Meira
21.07.2017 - 08:17 | Björn Ingi Bjarnason, Hallgrķmur Sveinsson, Vestfirska forlagiš

Gamla fréttin: - Į förnum vegi aš morgni dags

Mišbęjardrengirnir Siguršur Ž. Gunnarsson til vinstri og Gušberg Kristjįn Gunnarsson til hęgri. Ljósm.: H. S.
Mišbęjardrengirnir Siguršur Ž. Gunnarsson til vinstri og Gušberg Kristjįn Gunnarsson til hęgri. Ljósm.: H. S.

Við smelltum þessari líflegu mynd af þeim Miðbæjarbræðrum, Sigurði Þ. Gunnarssyni og Guðbergi Kristjáni Gunnarssyni, eftir að þeir voru búnir að „redda“ deginum í Þingeyrarsundlaug. Þar eru þeir meðlimir í hinum ágæta morgunklúbbi, sem er eiginlega að verða landsfrægur eða þannig.


Þeir bræður eru traustir menn og áreiðanlegir, líkt og þau Miðbæjarsystkin önnur úr Haukadal. Engir oflátar eða flysjungar líkt og segir í fornum texta. Þeir eru með háskólagráðu úr Skóla lífsins, en það er nokkuð notagóður skóli sem kunnugt er, þó ekki sé hann gjaldgengur til námslána.

...
Meira
21.07.2017 - 07:35 | Vestfirska forlagiš, Morgunblašiš, Hallgrķmur Sveinsson, Björn Ingi Bjarnason

Merkir Ķslendingar - Sveinbjörn Finnsson

Sveinbjörn Finnsson (1911 - 1993).
Sveinbjörn Finnsson (1911 - 1993).
« 1 af 2 »
Svein­björn Finns­son fædd­ist 21. júlí 1911 á Hvilft í Önund­arf­irði. 
For­eldr­ar hans voru Finn­ur Finns­son, bóndi þar, f. 1876, d. 1956, og k.h. Guðlaug Jakobína Sveins­dótt­ir, hús­freyja. For­eldr­ar Finns voru Finn­ur Magnús­son, bóndi á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Þór­ar­ins­dótt­ir, og for­eldr­ar Guðlaug­ar voru Sveinn Rós­inkr­anz­son, út­vegs­bóndi og skip­stjóri á Hvilft, og k.h. Sig­ríður Svein­björns­dótt­ir, hús­freyja.

Svein­björn lauk stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um á Ak­ur­eyri árið 1933 og hag­fræðiprófí frá London School of Economics 1939.


Hann var verk­smiðju­stjóri Síld­ar­verk­smiðju rík­is­ins á Sól­bakka í Önund­arf­irði 1935-1937, full­trúi í Verðlags­nefnd og Tveggja­manna­nefnd 1939-1941, skrif­stofu­stjóri Viðskipta­nefnd­ar ut­an­rík­is­viðskipta 1941-1942 og fyrsti verðlags­stjóri á Íslandi 1943-1946.


Hann var frum­kvöðull humariðnaðar á Íslandi og byggði upp veiðar, frystiaðferðir og markaði 1950-1954. 

...
Meira

Fleiri fréttir

17.05.2017 - 16:40 | Ašsendar greinar - Bjarni Georg Einarsson, Gušmundur Ingvarsson, Hallgrķmur Sveinsson

Į śtgeršarašallinn aš rįša žvķ hvar lķfvęnlegar sjįvarbyggšir skuli stašsettar į Ķslandi?

Ný byggðastefna verður ekki mörkuð án þess að hafa það að leiðarljósi að ein meginforsenda lífvænlegrar byggðar er arðsamur sjávarútvegur og skilvirkur og frjáls landbúnaður.“


   Hvaða spekingur skildi nú skrifa svona fallegan texta? Þetta er ekki fært í letur hér fyrir vestan, heldur í sjálfri Reykjavíkinni! Það er Óli Björn Kárason, þáv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og núv. þingmaður, sem tók svo til orða í Morgunblaðinu 9. júlí 2014.


   Svo við höldum okkur við sjávarsíðuna, þá var sú tíð að þróttmestu og arðsömustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru staðsett á Vestfjörðum. Þar búa einhverjir harðsæknustu sjómen í heimi hér og stutt til fengsælla miða. Fiskurinn meira að segja oft uppi í kálgörðum þeirra þessi árin. Samt er það liður í hinum arðsama sjávarútvegi dagsins að hætta útgerð og fiskvinnslu að mestu hér fyrir vestan. En að því hefur verið stefnt leynt og ljóst sem kunnugt er. Svo talað sé tæpitungulaust: Það hefur beinlínis verið liður í atvinnustefnu stjórnvalda næstliðna áratugi að leggja niður sjávarútveg á Vestfjörðum. Það er að sjálfsögðu ný byggðastefna. Hvort hún hefur stuðlað að lífvænlegri byggð í landinu er aftur önnur saga.

...
Meira

Fleiri greinar


« Jślķ »
S M Ž M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör