A A A
  • 2010 - Guđmundur Atli Jónasson
28.08.2015 - 08:35 | Morgunblađiđ, BIB

Á balliđ mćtir rjómi bćnda á Vestfjörđum

Björn Birkisson og Helga Guđný Kristjánsdóttir, sem búa í Botni í Súgandafirđi, hafa boriđ ţungann af undirbúningi Rjómaballs. Ljósm.: Morgunblađiđ.
Björn Birkisson og Helga Guđný Kristjánsdóttir, sem búa í Botni í Súgandafirđi, hafa boriđ ţungann af undirbúningi Rjómaballs. Ljósm.: Morgunblađiđ.
« 1 af 3 »

• Uppskeruhátíð bænda vestra verður á Núpi um helgina - (á helginni)


 


„Rjómaballið er staðfesting þess að maður sé manns gaman. Mætingin er jafnan góð, en þarna kemur fólk úr sveitum víða á Vestfjörðum, innan úr Ísafjarðardjúpi og sunnan frá Breiðafirði og mætist á miðri leið,“ segir Helga Guðný Kristjánsdóttir í Botni í Súgandafirði. Hún er í undirbúningsnefnd vegna Rjómaballsins, sem er uppskeruhátíð bænda á norðanverðum Vestfjörðum. Það verður haldið að Núpi í Dýrafirði síðasta laugardag í ágúst eins og hefð er fyrir.


 


Slætti ekki lokið

...
Meira
28.08.2015 - 07:14 | Hallgrímur Sveinsson

Eiríkur Ţorsteinsson kaupfélagsstjóri kvaddur

Eiríkur kaupfélagsstjóri kvaddur 1960. Auk Eiríks má ţekkja međal annars  séra Stefán Eggertsson, Rögnvald Sigurđsson, sem tók viđ af Eiríki sem kaupfélagsstjóri, Önnu Guđmundsdóttur, eiginkonu Eiríks, Jóhannes Davíđsson, stjórnarformann, Valdimar Kristinsson á Núpi, síđar stjórnarformann og eiginkonu hans, Áslaugu Jensdóttur. Ljósm. Ţórir H. Óskarsson.
Eiríkur kaupfélagsstjóri kvaddur 1960. Auk Eiríks má ţekkja međal annars séra Stefán Eggertsson, Rögnvald Sigurđsson, sem tók viđ af Eiríki sem kaupfélagsstjóri, Önnu Guđmundsdóttur, eiginkonu Eiríks, Jóhannes Davíđsson, stjórnarformann, Valdimar Kristinsson á Núpi, síđar stjórnarformann og eiginkonu hans, Áslaugu Jensdóttur. Ljósm. Ţórir H. Óskarsson.

Svipmyndir úr sögu Kaupfélags Dýrfirðinga 2.


 Þegar Eiríkur Þorsteinsson kaupfélagsstjóri var kvaddur 1960 var haldið heilmikið hóf í Félagsheimlinu á Þingeyri. Þá var meðfylgjandi mynd tekin.


Auk Eiríks má þekkja meðal annars  séra Stefán Eggertsson, Rögnvald Sigurðsson, sem tók við af Eiríki sem kaupfélagsstjóri, Önnu Guðmundsdóttur, eiginkonu Eiríks, Jóhannes Davíðsson, stjórnarformann, Valdimar Kristinsson á Núpi, síðar stjórnarformann og eiginkonu hans, Áslaugu Jensdóttur.

...
Meira
27.08.2015 - 21:27 | Hallgrímur Sveinsson

Vel vaxinn niđur

Ísborg ÍS 250
Ísborg ÍS 250
« 1 af 2 »

Einn góður frá Ísafirði
Einar Jóhannsson skipstjóri og síðar hafnsögumaður á Ísafirði var harður karl og skemmtilegur, hávær, kjaftfor og góður að svara fyrir sig. Einar var lengi skipstjóri á síðutogaranum Ísborgu ÍS 250. Einnig var hann með Sólborgu ÍS 260 síðasta árið sem hún var gerð út. Og svo seinna með Framnesið á Þingeyri.


            Einari þótti gaman að renna fyrir lax og fór hann eitt sinn sem oftar til laxveiða í Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi. Með honum voru Kristinn sonur hans og Sigurður Sigurðsson, Blóma-Siggi, þá smástrákar. Engin veiði var í ánni í þetta sinn. Á þessum tíma fylgdi veiðileyfinu í ánni ekki leyfi til veiða í Laugardalsvatni.

...
Meira
27.08.2015 - 16:25 | Hallgrímur Sveinsson

Einar Sigurđsson, Einsi nikk

Einar Sigurđsson í einkennisbúningi sínum í K. D.
Einar Sigurđsson í einkennisbúningi sínum í K. D.
« 1 af 2 »

Svipmyndir úr sögu Kaupfélags Dýrfirðinga 1:


Einar Sigurðsson (26. jan. 1910-28. marz 1977) er mörgum minnisstæður. Hann var einn af þessum trúföstu og lipru starfsmönnum K. D. í áratugi. Utan-og innanbúðarmaður í versluninni. Hann kom aðeins við sögu hjá honum Emli Hjartarsyni í skemmtilegri sögu um daginn á Þingeyrarvefnum.
Ástæðan fyrir því að Einar var kallaður Einsi nikk var sú,

...
Meira

Fleiri fréttir

28.08.2015 - 08:49 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson

Bautasteinn Jóns Sigurđssonar

Frá Hrafnseyri. Bautasteinninn í forgrunni. Ljósm.: H. S.
Frá Hrafnseyri. Bautasteinninn í forgrunni. Ljósm.: H. S.
« 1 af 4 »

Þættir úr sögu Hrafnseyrar


Fyrsta grein:


Á hlaðinu á Hrafnseyri stendur bautasteinn Jóns Sigurðssonar. Steinninn er eins og móðir náttúra gekk frá honum á holtinu fyrir ofan Hrafnseyri . Var hann settur á núverandi stað árið 1911, á hundrað ára afmælishátíð Jóns Sigurðssonar sem var hin fyrsta Hrafnseyrarhátíð sem haldin var. Eirskjöldurinn, sem greyptur er í steininn, er eftir Einar Jónsson myndhöggvara. 

Séra Böðvar Bjarnason, sem var sóknarprestur á Hrafnseyri frá 1901-1941, segir frá því í bók sinni um Hrafnseyri, hvaða erfiðleikar voru á því að koma steininum á sinn stað: 

...
Meira

Fleiri greinar


« Ágúst »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

"Ég hef oftsinnis sagt að öll ógæfa mannanna stafi af því að þeir kunna ekki að lifa í ró og næði heima fyrir."  -Pascal.

 

"Besta ráðið gegn rógnum er að þegja og gera skyldu sína."

                                                      -Georg Washington.

 

"Sá sem ætlar sér að lifa lengi verður að lifa rólega."

                                                             -Ciceró.

 

 


Eldri spurningar & svör