A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
17.04.2015 - 15:35 | Bergţóra Valsdóttir

Kaffidagur Dýrfirđingafélagsins


Kaffidagurinn verður haldinn sunnudaginn 19. apríl í Fella- og Hólakirkju í Breiðholtinu. Eins og undanfarin ár hefjum við daginn á guðþjónustu kl. 14:00. Sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari en Vilborg Davíðsdóttir, rithöfundur, flytur hugvekju dagsins. Kór brottfluttra Dýrfirðinga leiðir safnaðarsönginn undir stjórn Guðbjargar Leifsdóttur. 

     Að lokinni guðþjónustu verður kaffisala í safnaðarheimilinu. Kaffinefnd félagsins gegnir lykilhlutverki í skipulagi og undirbúningi Kaffidags en það er auðvitað vel þegið þegar fleiri eru tilbúnir að leggja undirbúningi eða bakstri lið.

     Allur ágóði af veitingasölu Kaffidagsins fer í sjóð sem veitt er úr til góðra málefna í Dýrafirði. Að þessu sinni hefur verið ákveðið að  styrkja Höfrung til áframhaldandi góðra verka. Eins og flestum er kunnugt hefur Höfrungur staðið fyrir uppfærslu skemmtilegra leiksýninga undanfarin ár og nú er Galdrakarlinn í Oz á fjölunum í Félagsheimilinu. Öflug starfsemi Höfrungs, á þessu sviði sem öðrum, hefur án efa jákvæð áhrif á samfélagið í Dýrafirði.

     Kaffidagurinn hefur notið viðvarandi vinsælda hjá Dýrfirðingum, venslafólki og vinum þeirra á suðvesturhorninu og við eigum því von á fjölmenni.  Eins og undanfarin ár verður boðið upp á svolitla afþreyingu fyrir börnin.

17.04.2015 - 06:49 | Morgunblađiđ, BIB

Merkir Íslendingar - Gylfi Gröndal

Gylfi Gröndal.
Gylfi Gröndal.
Gylfi fæddist í Reykjavík 17. apríl 1936. Foreldrar hans voru Sigurður B. Gröndal, veitingamaður og rithöfundur, og Mikkelína Sveinsdóttir Gröndal húsfreyja frá Hvilft í Önundarfirði. Systir Mikkelínu var Áslaug kona Sigurðar Þórðarsonar tónskálds sem fæddur var að Gerðhömrum í Dýrafirði. 


Meðal systkina Gylfa eru Benedikt, fyrrv. forsætisráðherra, Halldór, fyrrv. sóknarprestur, og Ragnar Þórir, framkvæmdastjóri.


Meira
16.04.2015 - 09:53 | Björn Ingi Bjarnason

„Alltaf fer ég vestur“

Hljómsveitin Ćfing á sviđinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.
Hljómsveitin Ćfing á sviđinu í Félagsheimilinu á Flateyri 18. maí 2013.
« 1 af 2 »

Hljómsveitin Æfing frá Flateyri efnir til stórhátíðar í Súlnasal Hótels Sögu á morgun, föstudagskvöldið 17. apríl 2015, undir yfirskriftinni „Alltaf fer ég vestur“.


Þarna er um að ræða sameiginlea vorhátíð Flateyringa, Dýrfirðinga og Súgfirðinga. Eftir borðhald og alls konar skemmtilegheit, sér Flateyrarhljómsveitin ÆFING um að þetta verði almennilegt skrall.

Hljómsveitin Æfing gaf út plötu á síðasta ári sem notið hefur mikilla vinsælda hjá unnendum skemmtilegrar tónlistar.


Meira
16.04.2015 - 09:20 | Björn Ingi Bjarnason

Dýrfirđingur skođađi Hjallastefnuna á Eyrarbakka

Guđmundur Magnús Kristjánsson.
Guđmundur Magnús Kristjánsson.
« 1 af 6 »
Gríðarlegur fjöldi ferðamanna leggur leið sína um Eyrarbakkalönd  þessar vikurnar.
Eitt það vinsælasta sem menn skoða og mynda er Hjallastefnan við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka.
Þar er verið að verka og þurrka þorsk eftir aldagamalli verkunarhefð og víst má segja nú „ lífið er  siginn fiskur.“
Meðal gesta í morgun var full rúta af stærstu gerð frá  -Allrahanda –Gray Line-
Meira

Fleiri fréttir

11.04.2015 - 07:56 | Ađsendar greinar - Afmćlisrit Dýrfirđingafélagsins 2011 - Ţórir Örn Guđmundsson

Gísla saga Súrssonar - Haukadalur í Dýrafirđi

Ţórir Örn Guđmundsson.
Ţórir Örn Guđmundsson.
« 1 af 2 »

Þórir Örn Guðmundsson frá Innri-Lambadal, Dýrafirði
„En nú falla vötn öll til Dýrafjarðar, og mun ég þangað ríða, enda er ég þess fús.“


Haukadalur í Dýrafirði er meginsögusvið Gísla sögu Súrssonar og hvergi er hægt að komast í jafn mikla snertingu við söguna og þar nema ef vera skyldi í Geirþjófsfirði. Sögusvið Gísla sögu er mjög afmarkað og lýsingar höfundar á staðháttum svo nákvæmar að einstakt þykir. Þar að auki eru flest þau örnefni sem koma fyrir í sögunni kunn og mörg þeirra notuð enn í dag, rúmum þúsund árum eftir að atburðir sögunnar áttu sér stað


Meira

Fleiri greinar


« Apríl »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

"Ég hef oftsinnis sagt að öll ógæfa mannanna stafi af því að þeir kunna ekki að lifa í ró og næði heima fyrir."  -Pascal.

 

"Besta ráðið gegn rógnum er að þegja og gera skyldu sína."

                                                      -Georg Washington.

 

"Sá sem ætlar sér að lifa lengi verður að lifa rólega."

                                                             -Ciceró.

 

 


Eldri spurningar & svör