A A A
09.12.2016 - 06:28 | Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Bćkurnar ađ vestan

Bækurnar að vestan eru hvorki stórkostlegar, æðislegar, einstakar, meistarverk, ógleymanlegar né töfrandi. En við teljum að þær leyni á sér! Svo er hitt að við höfum nú gefið út á fjórða hundrað bækur um Vestfirði og Vestfirðinga. Sumir fræðimenn telja að þetta sé umsvifamesta bókaútgáfa hjá einu forlagi utan höfuðborgarsvæðisins frá upphafi byggðar í landinu!
Hvað heldur þú?...
Meira
08.12.2016 - 17:39 | Vestfirska forlagiđ, ruv.is

Dýrafjarđargöng: - Segir ađ hlustađ verđi á gagnrýni

 Bjarni Benediktsson, fjármálaráđherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráđherra.
« 1 af 2 »

Þótt fjárlagafrumvarp næsta árs sé frumvarp starfsstjórnar þá verði að sjálfsögðu hlustað á gagnrýni og ábendingar sem frumvarpið snerti. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Hann segir að frumvarpið muni ekki taka grundvallarbreytingum í fjárlaganefnd.


„En breytingar sem munu taka tillit til ábendinga varðandi Dýrafjarðargöng, að sjálfsögðu verður hlustað eftir því sem Landspítalinn er að segja,“ segir Bjarni. Þá segir hann að skoða verði málefni Vestmannaeyjaferju og hvernig samtöl við bjóðendur í Vestmannaeyjaferju gangi. „Þarf meira fjármagn til að ljúka því?,“ þetta séu allt bara tilfærslur í tíma. „Svo eigum við að gleðjast yfir því að við séum nú að vinna áætlanir sem að tryggja að við getum keypt tvær nýjar þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna fullfjármagna Landspítalann og svo framvegis, þetta verðum við allt að hafa með þegar menn vilja ræða stöðu ríkisfjármálanna í stóra samhenginu,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.

...
Meira
08.12.2016 - 07:32 | Vestfirska forlagiđ, Bryggjukaffi á Flateyri

Jól um bćkur – huggulegt upplestrakvöld á Bryggjukaffi á Flateyri 9. des. 2016

Bryggjukaffi á Flateyri
Bryggjukaffi á Flateyri
« 1 af 3 »

Föstudaginn 9. desember 2016 verður lesið úr splúnkunýjum bókum á Bryggjukaffi á Flateyri. 

Heimamenn sjá um upplesturinn og búast má við fjörlegum umræðum.Kristján Torfi Einarsson segir frá Verjandanum eftir Óskar Magnússon.


Sigurður Hafberg fjallar um Passíusálma eftir Einar Kárason.


Ágústa Guðmundsdóttir veltir fyrir sér Utan þjónustusvæðis eftir Ásdísi Thoroddsen.


Fjölnir Ásbjörnsson deilir reynslu sinni af Drunga eftir Ragnar Jónasson.


Jóhanna G. Kristjánsdóttir segir frá bók sinni Þorp verður til á Flateyri og Elsku Drauma mín eftir Vigdísi Grímsdóttur.


Dagskráin hefst klukkan 20:00.


...
Meira
08.12.2016 - 06:52 | Vestfirska forlagiđ, Komedia, Dagskráin - Fréttablađ á Suđurlandi

Gísli á Uppsölum í Gamla-bankanum á Selfossi

Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
Elfar Logi Hannesson sem Gísli á Uppsölum.
« 1 af 2 »

Einleikurinn Gísli á Uppsölum verður sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi á morgun, föstudaginn 9. desember 2016 kl. 20:00. Sýningin er samin af þeim Elfari Loga Hannessyni og Þresti Leó Gunnarssyni. Elfar hefur samið og leikið í fjölda leikverka má þar nefna verðlaunaleikinn Gísla Súrsson og Gretti. Boðið verður uppá umræður að sýningu lokinni um sýninguna og efni hennar.


Miðaverð er 3.500 kr. og geta þeir sem vilja tryggt sér miða með því að hringja í síma 894 1275 milli 18 og 20 á kvöldin eða senda tölvupóst á netfangið komedia@komedia.is

...
Meira

Fleiri fréttir

04.12.2016 - 19:42 | Ađsendar greinar - Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr bókinn Súgfirđingur fer út í heim: - „Hlédrćgur unglingur međ afar ţykk gleraugu“

« 1 af 2 »

Miðbæjarskólinn


Úr Hveragerði lá leiðin í Miðbæjarskólann gamla, þar sem ég staldraði við einn vetur, en hóf síðan kennslu í Gagnfræðaskóla Verknáms, þar sem ég kenndi í sjö ár. Þessi viðkoma í miðbænum var frekar tíðindalítil. Á þessum árum var enn raðað í bekki eftir námsgetu og þessi skipting gerði alla vinnu mun auðveldari og um leið árangursríkari en raun bar vitni, þegar hin misskilda, sænska túlkun á hugtökum eins og lýðræði og mannréttindum var tekin upp og nemendum hrúgað í blandaða bekki, þeim til mikils skaða og kennurum til mikils ama og óþarfa erfiðis um ókomin ár.

...
Meira

Fleiri greinar


« Desember »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör