A A A
  • 1960 - Brynjar Gunnarsson
  • 1960 - Kristín Ţórun Helgadóttir
  • 2005 - Hrólfur Helgi Dýri Sigurđsson
  • 2006 - Andrea Líf Helgadóttir
28.10.2014 - 09:43 |

80. Hjónaballiđ laugardaginn 1.nóvember.

Hjónaballsnefndin er í góðum gír að undirbúa afmælishjónaball. Fjöldi fólks hefur skráð sig svo nú vonum við að veðrið leiki við okkur svo allir geti mætt.

Forsala aðgöngumiða,verður föstudaginn 31. okt. í Félagsheimilinu kl. 20:00 - 21:00.

Matseðillinn verður þessi:
Skógarsveppasúpa af Söndum, með smábrauði.
Hangikjöt úr reykkofanum á Kirkjubóli eins og fyrir 80 árum, með tilheyrandi meðlæti.
Lambasteik og purusteik, með gómsætu meðlæti.
Kaffi og  konfekt.

Á miðnætti verður boðið upp á heimalagaðan ís með heitum og köldum íssósum.

Hlökkum til að taka á móti öllum gestum.

Nefndin.
22.10.2014 - 16:14 | Vestfirska forlagiđ

Ný bók frá Vestfirska forlaginu: Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu

Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu
Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu
Út er kominhjá Vestfirska forlaginu  bókin Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu, alþýðusögur í léttum dúr að vestan. Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman.

Vestfirskir sjómenn eru karlar í krapinu og kalla ekki allt ömmu sína. Það má ekki minna vera en þeim sé helguð ein bók í heiðursskyni þar sem eingöngu er slegið á léttari strengi.
  „Gamanmál eru nauðsynleg, en að baki þeim býr alvara lífs og dauða. Það vitum við sjómennirnir ef til vill betur en aðrir.“ Svo mælti hinn landsþekkti skipherra, Eiríkur Kristófersson, sem var Vestfirðingur í húð og hár. Jón Sigurðsson kallaði gömlu þjóðsögurnar  alþýðusögur.

Meira

Fleiri fréttir

22.10.2014 - 16:24 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

„Ţetta megiđ ţér aldrei gera!“ Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu. Sýnishorn úr nýju bókinni.

Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu
Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu

Þegar Eiríkur Kristófersson, skipherra, stundaði nám í Stýrimannaskólanum, leigði hann herbergi hjá Jónu Bergljótu Einarsdóttur Thoroddsen, ekkju Eiríks Eiríkssonar bónda í Efri-Tungu í Örlygshöfn við Patreksfjörð. Hún bjó þar ásamt eldri dóttur sinn, sem Sigrún hét.


   Eiríkur segir frá því í bók sinni Eldhress í heila öld, sem Gylfi Gröndal skráði, að dag nokkurn er hann kom heim úr skólanum, hafi hann farið fram í eldhús að fá sé kaffisopa. Þá sá hann hvar stúlka stóð á stól og var að teygja sig upp í skáp.


 „Hver skyldi þetta nú vera“, spurði hann sjálfan sig, kippti stelpunni niður af stólnum og heilsaði henni með kossi. Hún brást við hin reiðasta, hleypti brúnum og sagði:


Meira

Fleiri greinar


« Nóvember »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            
Fjölkunnugir forðum nýttu sér
Ferðamönnum einkar gagnlegt þý
Fjölda af því finna muntu hér
Finnst það gjarna hurðar götum í
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Eldri spurningar & svör