A A A
26.05.2016 - 11:49 | bb.is, Vestfirska forlagiđ

Fjöruperlur á ferđ og flugi

Giddý í međ úrvali af skartgripum sínum.
Giddý í međ úrvali af skartgripum sínum.
Kristín Þórunn Helgadóttir, konan á bak við Fjöruperlurnar, hefur opnað færanlega sölubúð sem hún trillar með á höfnina þegar skemmtiferðaskip leggja að bryggju á Ísafirði. Giddý, líkt og hún er yfirleitt kölluð, segir þetta einskæra tilraunastarfsemi sem hafi fæðst í kjölfar þess að hún missti vinnuna í útibúi Landsbankans á Þingeyri er starfsemi þess var dregin mikið saman á síðasta ári. Tæplega 80 skipakomur eru bókaðar í sumar og ljóst að Giddý mun verja talsverðum tíma á höfninni, en þegar hafa fjögur skemmtiferðaskip komið til hafnar og þar af góðvinur hafnarinnar, Fram, komið tvisvar....
Meira
26.05.2016 - 07:49 | Morgunblađiđ, Vestfirska forlagiđ

171 ár frá dauđa Jónasar Hallgrímssonar - 26. maí 1845

Framan viđ íbúđ Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Framan viđ íbúđ Jónasar Hallgrímssonar í Kaupmannahöfn. Ljósm.: BIB
Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur lést í Kaupmannahöfn þann 26. maí 1845, 37 ára. 

Hann var einn Fjölnismanna. 
Konráð Gíslason sagði um Jónas: „Það sem eftir hann liggur mun lengi halda uppi nafni hans á Íslandi.“...
Meira
26.05.2016 - 06:11 | Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Athyglisverđ frétt úr Dimmuborgum í Útvarpinu

« 1 af 2 »

Í fyrradag kom athyglisverð frétt í Útvarpinu um uppbyggingu og rekstur á salernisaðstöðu fyrir ferðafólk í Dimmuborgum. Í fréttinni sagði meðal annars:


„Reynslan af þessu er nokkuð góð,“ segir eigandi salernisaðstöðu við Dimmuborgir. Borga þarf 200 krónur inn á klósettið, en aðgangshliðinu er tölvustýrt og nákvæmlega er fylgst með því hve margir borga sig inn. Alltaf eru þó einhverjir sem reyna að svindla sér inn og fá jafnvel hjálp frá leiðsögumönnum til þess.


 

...
Meira
24.05.2016 - 12:56 | skutull.is, Vestfirska forlagiđ

Tengdasonur Dýrafjarđar, Ţorgeir Pálsson, vill leiđa lista Pírata í Norđvesturkjördćmi

Ţorgeir Pálsson.
Ţorgeir Pálsson.
Ég er Vestfirðingur; fæddur á Hólmavík 10.04.1963 og er í sambúð með Hrafnhildi Skúladóttur (20.12.1974) frá Þingeyri. Móðurættin mín er frá Suðureyri í Tálknafirði, en föðurættin af Ströndum. Við Hrafnhildur eigum Heklu Karítas (26.03.2013). Hrafnhildur á svo Jóhönnu Rannveigu (17.05.2006) og ég á Stefán Þór (12.02.1993). Við búum á Hólmavík, nema sonur minn, sem býr í Garðabæ. Helstu áhugamál fyrir utan stjórnmál eru; tónlist; Blues, Rock, Jazz, gamlir bátar, íþróttir, útivist, matreiðsla, góðar bíómyndir og skáldskapur.
Það hefur lengi blundað í mér að blanda mér í landsmálapólitík með það í huga að vinna að úrbótum, umbótum, framförum og tala fyrir betra og skilvirkara samfélagi. Ég sé tækifæri í aðkomu Pírata að íslenskum stjórnmálum og ég skynja þar möguleika á að ná fram breytingum sem eru löngu tímabærar....
Meira

Fleiri fréttir

25.05.2016 - 20:20 | Ađsendar greinar - Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Kristín Dahlstedt: - Brautryđjandi úr Dýrafirđi sem gerđi garđinn frćgan

« 1 af 3 »

Fyrir nokkrum árum kom út hjá Vestfirska forlaginu endurútgáfa æfiminninga Kristínar Dahlstedt, veitingakonu, sem fyrst kom út árið 1961 og vakti mikla athygli. Var það Hafliði Jónsson frá Eyrum í Patreksfirði og fyrrum garðyrkjustjóri Reykjavíkur, sem skráði ævisögu Kristínar er þá var orðin 85 ára.


Saga Kristínar er nú talin í hópi merkustu ævisagna kvenna, sem komið hafa út hérlendis, enda brautryðjandi um margt á fyrri hluta síðustu aldar. Hún stundaði sjálfstæðan veitingarekstur í hálfa öld, ekki síst við Laugaveginn í Reykjavík og oftast undir fjallkonunafninu.


Kristín fæddist í Dýrafirði árið 1876 og ung hélt hún til Danmerkur frá Þingeyri með kútternum Daníu. Þá átti hún að baki ástarævintýri með skáldinu frá Þröm – Magnúsi Hjaltasyni, sem Halldór Laxness gerði ódauðlegan sem Ólaf Kárason Ljósvíking í skáldsögunni Heimsljósi. Hún sleit sambandinu þegar Magnús treysti sér ekki til að leggja út fyrir trúlofunarhringjunum.

...
Meira

Fleiri greinar


« Maí »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

„Þetta gullna tækifæri sem þú leitar að er hjá sjálfum þér“

- Orison Sweet Marden

„Mistök eru aðeins tækifæri til að byrja skynsamlega aftur“

- Henry Ford

„Í öllum verkum skal undirbúning vanda  áður en hafist er handa“

- Cicero


Eldri spurningar & svör