A A A
  • 1975 - Marta Sierzputowska
  • 1995 - Salóme Björt Kjerúlf
  • 1997 - Heiđdís Birta Jónsdóttir
  • 1997 - Hafdís Katla Jónsdóttir
16.01.2017 - 06:44 | bb.is, Björn Ingi Bjarnason, Vestfirska forlagiđ

Tuttugu og tvö ár frá snjóflóđinu mannskćđa í Súđavík

Súđavík viđ Álftafjörđ í vetrarfeldi áđur. Ljósm. © Mats Wibe Lund (1. mars 1989).
Súđavík viđ Álftafjörđ í vetrarfeldi áđur. Ljósm. © Mats Wibe Lund (1. mars 1989).
« 1 af 2 »
Þegar árrisult fólk kveikti á útvarpi að morgni 16. janúar 1995 hljómaði þar sorgartónlist og mátti ljóst vera að eitthvað skelfilegt hefði gerst. Og síðan komu fréttir, fremur óljósar í fyrstu: Snjóflóð hefði fallið á Súðavík, lagt hluta þorpsins í rúst og margir væru látnir. Þegar björgunarstarfi við mjög erfiðar aðstæður lauk var niðurstaðan þessi: Fjórtán manns fórust, þar af átta börn, og tólf slösuðust. Flóðið lenti á tuttugu húsum, en allmargir björguðust ómeiddir. ...
Meira
15.01.2017 - 16:39 | Vestfirska forlagiđ, Hallgrímur Sveinsson

Sjónvarpspistill: - Njáls saga í Sjónvarpinu: - Enginn mćtti ekki í seinni hálfleik!

Njála Bein útsending frá einstakri uppsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins á Brennu-Njálssögu. Ein ástsćlasta Íslendingasagan er hér fćrđ í nýjan búning og hetjur sögunnar lifna viđ á sviđinu í magnţrungnu sjónarspili. Uppsetningin hlaut tíu Grímuverđlaun áriđ 2016.
Njála Bein útsending frá einstakri uppsetningu Borgarleikhússins og Íslenska dansflokksins á Brennu-Njálssögu. Ein ástsćlasta Íslendingasagan er hér fćrđ í nýjan búning og hetjur sögunnar lifna viđ á sviđinu í magnţrungnu sjónarspili. Uppsetningin hlaut tíu Grímuverđlaun áriđ 2016.
Þar kom að því að RÚV sýndi einhverja leikgerð Borgarleikhússins af Brennu- Njáls sögu um daginn. 
Þetta var frábær sýning, eiginlega stórkostleg! Þessi magnaða sýning stóð yfir í rúmlega þrjár klukkustundir. Frábært.
Undirritaður hélt út í eina og hálfa stund. Er þess vegna ekki dómbær um þessa stórkostlegu upplifunarsýningu. Sama er að segja um alla þá sem hann hefur spurt, sem eru nokkuð margir: Enginn mætti í seinni hálfleikinn. Og er auðvitað  skömm að því. Eru þess vegna úti að aka. Þetta er frábært. Mögnuð fyrirmynd hinnar svokölluðu landsbyggðar sem alltaf er að sýna einhverjar leiksýningar og svoleiðis  sem eru eiginlega alveg út úr kortinu....
Meira
15.01.2017 - 10:22 | Slysavarnadeildin Vörn

Ţorrablót 2017

Hið árlega þorrablót Varnar á Þingeyri verður haldið laugardaginn 21. janúar í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Á boðstólunum verður hefðbundin þorramatur, sem nefndin sér um að framreiða með bros á vör.

Að loknu borðhaldi verður svo slegið upp dansleik þar sem þeir Stebbi og Gummi halda uppi fjörinu af sinni alkunnu snilld.

Borðhald hefst klukkan 20:00 en húsið opnar klukkan 19:00

Miðaverð:
Borðhald og dansleikur 7.500 kr.
Borðhald 6.500 kr.
Dansleikur 2.500 kr.

Forsala aðgöngumiða verður í Félagsheimilinu á laugardaginn 21. janúar milli klukkan 13:00 – 14:30
...
Meira
15.01.2017 - 08:24 | Vestfirska forlagiđ, Morgunblađiđ, Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Guđmundur Ingi Kristjánsson

Guđmundur Ingi Kristjánsson (1907 - 2002).
Guđmundur Ingi Kristjánsson (1907 - 2002).
« 1 af 3 »
Guðmundur Ingi fæddist á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði 15. janúar 1907. Foreldrar hans voru Kristján Guðjón Guðmundsson, bóndi á Kirkjubóli, og k.h., Bessabe Halldórsdóttir.

Systir Kristjáns var Guðrún, amma Gests Ólafssonar skipulagsfræðings og langamma Þórunnar Valdimarsdóttur, rithöfundar og sagnfræðings. Kristján var sonur Guðmundar Pálssonar, bónda á Kirkjubóli, bróður Hákonar, langafa Sigurjóns Péturssonar heitins, sem var forseti borgarstjórnar.
Systir Bessabe var Friðrikka, amma Einars Odds Kristjánssonar alþm. f. 1942 - d. 2007.
Systkini Guðmundar Inga voru Ólafur, skólastjóri í Hafnarfirði, faðir Kristjáns Bersa skólameistara og afi Ólafs Harðarsonar stjórnmálafræðings, Jóhanna á Kirkjubóli, og Halldór, rithöfundur og alþm.
Eiginkona Guðmundar Inga var Þuríður Gísladóttir frá Mýrum í Dýrafirði og stjúpsonur hans Sigurleifur Ágústsson. Þuríður var fædd þann 6. júlí og hún lést síðast liðið haust þann 30. október 2016.

...
Meira

Fleiri fréttir

22.12.2016 - 13:09 | Ađsendar greinar - Vestfirska forlagiđ, Jóhanna G. Kristjánsdóttir, Hallgrímur Sveinsson

Ađeins úr bókinni -Ţorp verđur til á Flateyri- eftir Jóhönnu G. Kristjánsdóttur, unniđ upp úr bréfasöfnum

Flateyri við Önundarfjörð varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og önnur þorp við sjávarsíðuna allt í kring um landið voru fiskveiðar og vinnsla aflans sá atvinnugrunnur sem gerði búsetu „á mölinni“ eftirsóknarverða fyrir þá sem voru að koma undir sig fótunum, eins og sagt er.


Á Flateyri hafa nú um 100 ára skeið verið geymd bréfasöfn Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar og Guðrúnar Torfadópttur. Þeim verður fundinn staður í opinberu safni, enda fyrir löngu kominn tími til. Bréfasöfnin tvö munu þá hverfa burtu af eyrinni þar sem þau hafa legið í ferðakofforti og kommóðuskúffu frá árinu 1913. Fyrir nokkrum árum fór sú löngun að láta á sér kræla hjá mér að gaman væri að gera þeim einhver skil áður en þau færu á betri geymslustað. Þannig vissu fleiri af þeim en heimilisfólkið á heimilinu þar sem þau hafa verið allan þennan tíma.

...
Meira

Fleiri greinar


« Janúar »
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör