A A A
  • 1972 - Snorri Gušbergur Snorrason
19.11.2018 - 22:19 |

Laufįs 30 įra

Leikskólinn Laufás fagnaði í dag 30 ára afmæli og buðu kennarar, nemendur og aðstandendur til heljarinnar veislu. Nemendur skólans höfðu æft nokkur lög sem þau fluttu við góðar undirtektir gesta og þvínæst var boðið uppá fiskaföndur. Gómsætar kökur og ilmandi kaffi voru á boðstólnum og var ekki annað að sjá en mikil ánægja hafi verið með viðburðinn allan.

Þingeyrarvefurinn sendir Laufás bestu afmæliskveðjur.

18.11.2018 - 21:00 |

Vika 46 ķ Dżrafjaršargöngum

Hiti og umtalsverð úrkoma um helgina varð til þess að það flæddi yfir bráðabirgðaveg í Arnarfirði auk þess sem efnishaugar verktakans voru í mikilli hættu vegna vatnavaxta í Hófsánni og þurfti verktaki að bregðast hratt við til að varna því að áin skolaði efnishaugum út í sjó.

Gangagröftur í Dýrafirði gekk vel í vikunni endaþótt setlag væri að læða sér niður í gangasniðið síðustu dagana sem hægði á greftrinum. Í byrjun vikunnar var komið að fyrsta útskoti Dýrafjarðarmegin og því búið að grafa í víkkuðu sniði mest alla vikuna. Í lok vikunnar var útskotið langt komið og í heild grafnir 55,2 m í vikunni. Lengd ganga Dýrafjarðarmegin er þá orðin 313,3 m sem er um 19,1% af því sem eftir er að grafa sem er nú um 1.330,1 m. Samanlögð lengd beggja leggja er nú orðin 3.970,9 m sem er um 74,9% af heildarlengd ganga.

Í Dýrafirði var einnig unnið í vegagerð og hóf verktaki fyllingarvinnu í sjó við gatnamótin við Dýrafjarðarþverunina með efni úr Ketilseyrarnámu.

Í Arnarfirði er áfram unnið við lokastyrkingar á hægri vegg ganga og bindur verktaki vonir um að þeirri vinnu ljúki í næstu viku. Ástæða þess að verktaki vinnur eingöngu í öðrum veggnum er sú að í vetur hyggst verktaki vinna við lagningu fráveitulagnar sem er hægra megin í göngunum og styrkingarnar gerðar til að tryggja öryggi starfsmanna við þá vinnu. Eftir gegnumbrot mun verktaki síðan hefja vinnu við lokastyrkingar á hinum vegg ganga.

Á Arnarfirði hefur verktaki einnig unnið við brúarvinnu og var uppsláttur og járnabending eystri stöpuls Hófsárbrúar langt kominn í lok vikunnar.

18.11.2018 - 15:06 |

Fulltrśar Ķsafjaršarbęjar ķ Blįbankanum

Blįbankinn
Blįbankinn
Á mánudag milli kl. 9 og 10 munu Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs og Guðrún Birgisdóttir, skóla- og sérkennsluráðgjafi Ísafjarðarbæjar vera í Blábankanum. Dýrfirðingar geta þá komið og rætt við þær um leik- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundamál.
16.11.2018 - 15:16 |

Žemadagar ķ Grunnskólanum

Elsta stig meš kort af Eyjaįlfu
Elsta stig meš kort af Eyjaįlfu
« 1 af 5 »

Í tilefni dags íslenskrar tungu voru foreldrum og velunnurum Grunnskólans á Þingeyri boðið að koma að sjá afrakstur þemadaga grunnskólans. Þemað á þessu skólaári er “Heimurinn okkar-áhugaverðir staðir”, en yngsta stig vann með Ísland, mið stig með Evrópu og elsta stig Ástralíu. Opna húsið var vel sótt og góður rómur gerður að vinnu nemendanna.

Fleiri fréttir

09.11.2018 - 08:55 | Ašsendar greinar - Hallgrķmur Sveinsson

Frįfarandi formašur oršinn frekar lélegur ķ klettum

Frį Hrafnseyri į žeim įrum er žar var stundašur saušfjįrbśskapur. Ķ baksżn er stašarins fjall, Įnarmśli, sem heitir svo ķ höfušiš į fyrsta léttadreng stašarins, Įn raušfeldi, manninum hennar Grelašar. Ķ žvķ fjalli er einmitt hin heimsfręga Breišhilla, sem er langur og grösugur klettagangur. Žar er sko ekki heiglum hent aš smala. Ljósm. H. S.
Frį Hrafnseyri į žeim įrum er žar var stundašur saušfjįrbśskapur. Ķ baksżn er stašarins fjall, Įnarmśli, sem heitir svo ķ höfušiš į fyrsta léttadreng stašarins, Įn raušfeldi, manninum hennar Grelašar. Ķ žvķ fjalli er einmitt hin heimsfręga Breišhilla, sem er langur og grösugur klettagangur. Žar er sko ekki heiglum hent aš smala. Ljósm. H. S.
« 1 af 2 »

Aðalfundur Breiðhillufélagsins í Auðkúluhreppi var haldinn á veginum fyrir ofan Ketilseyri í Dýrafirði í fyrri viku. Höfðu fundarmenn Dýrafjarðargöng í baksýn.

   Það kom fram á fundinum, að formaður félagsins, Grímur gamli á Eyrinni, er orðinn svona frekar lélegur í klettum á allra síðustu misserum. Auk þess hundlaus. Sagðist hann því verða að stóla meira upp á yngri menn en verið hefur. Töldu fundarmenn að þetta ætti ekki að koma að mikilli sök, því Hákon Sturla Unnsteinsson, búaliði á Ketilseyri, er vaxandi maður á öllum sviðum þar á meðal í klettum og slíku. Svo er hann með þennan fína smalahund sér við hlið. Ber hann nafnið Lækur, enda ættaður frá Brjánslæk.

   Nú, nú. Samþykkt var að beina þeim eindregnu tilmælum til Miðbæjarbræðra, Kristjáns og Sigurðar Þórarins hreppstjóra, að þeir gefi kost á sér í fyrirstöðu þegar farið verður í Breiðhilluna. Því inneftir mega þær ekki fara. Verður það væntanlega 3. laugardag í nóvember. Reiknað er með að Miðbæjarkallinn verði þá í Þorbjarnardalskjaftinum með víðu útsýni og gefi þaðan ordrur en Siggi Þói hreppstjóri þar fyrir neðan og á veginum, þó án hreppstjóravalds, því hreppstjóri Auðkúluhrepps gefur það ekkert eftir. Ómar Dýri yfirlautinant verður á þjónustubifreið Auðkúluhrepps og gefur mönnum rapport í talstöðinni. Auðvitað verða allir með talstöðvar. En talandi um þjónustubifreið. Ekki vitum við til að nokkur annar hreppur hér um slóðir haldi úti slíkri þjónustu og er það nokkuð sem þeir þurfa að huga að.

   Arna og gimbrin dóttir hennar og veturgömlu gimbrarnar tvær lækkuðu sig um daginn, en nú eru þær víst komnar aftur upp í Breiðhillu, enda viðbúið í góðviðrinu undanfarið. Svo er alveg til í dæminu að fleiri ær séu þar uppi með lömbum, í Karlsstaðagilinu eða eitthvað.

   Ekki er reiknað með að útbýtt verði Viagra karamellum að þessu sinni, þar sem þær eru eiginlega hættar að flytjast. Allavega þær sem eitthvert bragð er að. 

  Jæja. Ketilseyrarkallinn taldi að þegar Arna þarf að komast í námunda við hrút muni hún lækka sig. En það er náttúrlega alveg óvíst því það geta alveg eins verið hrútar þarna uppi þessvegna. En það verður bara að koma í ljós.

     Ýmislegt fleira var tekið fyrir á fundinum þó þess sé ekki getið hér. Frá því verður þó að segja, að Grímur á Eyrinni var útnefndur ævilangur heiðursforseti félagsins með öllum greiddum atkvæðum. Konni á Ketilseyri var útnefndur nýr formaður Breiðhillufélagsins og var hann samþykktur með ferföldu húrrahrópi. 

   Það skal tekið fram, að þótt hér sé nokkuð fært í stílinn, er ýmislegt alveg pottþétt í málinu!

Fleiri greinar


« Nóvember »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30