A A A
  • 1971 - Ásta Sigurđardóttir
  • 1994 - Linda Rún Rúnarsdóttir
  • 1995 - UKU SILDOJA
  • 2011 - Helga Birna Jónsdóttir
21.07.2014 - 22:31 |

Vinnu viđ franska grafreitinn ađ ljúka.

Nú er vinnu við franska grafreitinn á Saltnesi við mynni Haukadals alveg að ljúka og óhætt að segja að mikið hafi unnist síðust daga. Þrjátíu og fimm litlar reyniviðarplöntur voru gróðursettar í dag í stað reynitrjáanna, sem þurfti að fjarlægja og búið er að tyrfa garðinn. Nýr stígur var lagður og búið er að mála garðvegginn.


Á morgun verða plöntur og blóm gróðursett og lokið við að skreyta garðinn, sem hefur tekið á sig aðra mynd á síðustu tíu dögum. Þá er verið að legga loka hönd á nýtt sögu- og upplýsingaskilti um franska sjómenn í Haukadal og franska grafreitinn, sem verður vonandi sett upp nú í vikunni.


Hér til hægri eru nokkrar myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna í dag og af grafreitnum í lok vinnudags.

20.07.2014 - 11:31 |

Hálfnađ verk ţá hafiđ er…

Endurbætur á franska grafreittnum á Saltnesi í  Haukadal eru nú langt komnar. Þrátt fyrir að veðrið hafi  sannarlea sett strik í reikninginn.  Búið er að hreinsa garðinn og fella þau reynitré sem voru illa og marg kalin. Þau tré sem voru best á sig komin voru auðvitað látin standa áfram. Múrararnir, þeir Pétur og Ármann, notuðu þurra veðrið á miðvikudaginn síðast liðin til að gera við sprungur í veggnum. Á föstudaginn létu svo frönsku sjálfboðaliðarnir ekki rigninguna stoppa sig og skipt var um jarðveg í garðinum með frábærri aðstoð Brautarinnar sf. sem styrkti verkefnið með vinnu, en án þeirra hefði þetta ekki verið mögulegt.


Nú bíðum við eftir því að hægt verði að mála vegginn, en Málning hf. gefur alla málningu í verkefnið og gróður setja nýjar reyniviðarplöntur, en Skjólskógar færðu grafreitnum 35 nýjar reyniviðarplöntur ættaðar úr Bjarnarfirði. Ísafjarðarbær gefur grafreitnum þökur sem væntanlegar eru á mánudag. Þá er bara eftir að gróðursetja blóm og runna, sem Gróðrarstöðin Mörk gefur og klára að leggja stíginn í garðinum.


Það er alveg ljóst að ekkert af þessu hefði verið mögulegt ef ekki væri fyrir alla þessa frábæru styrktaraðila og á það jafn við um fyrirtæki og einstaklinga.


Hér eru nokkrar myndir frá framkvæmdunum.

Fleiri fréttir

10.07.2014 - 14:44 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Teigsskógur: Hvar stendur hnífurinn í kúnni?

Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.
Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson.
Flestir landsmenn munu nú kannast við hugmyndir um lagningu Vestfjarðavegar um Teigsskóg í Þorskafirði.

Framtíðarlega Vestfjarðavegar um Gufudalssveit er í algerri óvissu eftir að svokölluð Skipulagsstofnun gerði Vegagerðinni ljóst að Hún myndi ekki fallast á að vegur um Teigsskóg færi í nýtt umhverfismat með breyttri veglínu.

Meira

Fleiri greinar


« Júlí »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    
Fjölkunnugir forðum nýttu sér
Ferðamönnum einkar gagnlegt þý
Fjölda af því finna muntu hér
Finnst það gjarna hurðar götum í
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Eldri spurningar & svör