A A A
  • 1921 - Ţorlákur Ó Snćbjörnsson
  • 1956 - Sigrún Guđmundsdóttir
21.12.2014 - 23:48 | Vestfirska forlagiđ, BIB

-Vestfirskum sjómönnum í blíđu og stríđu- fagnađ víđa

Böđvar Gíslason og -Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu-
Böđvar Gíslason og -Vestfirskir sjómenn í blíđu og stríđu-
« 1 af 4 »
Út er komin nýlega hjá Vestfirska forlaginu  bókin  -Vestfirskir sjómenn í blíðu og stríðu-  alþýðusögur í léttum dúr að vestan. Hallgrímur Sveinsson og Bjarni G. Einarsson tóku saman.

Bókin hefur vakið mikla ánægju þeirra sem lesið hafa og er Böðvar Gíslason frá Flateyri einn þeirra en hann býr í Þorlákshöfn. Hann er mikill viskubrunnur; skipa, báta, sjómanna og alls þess er að sjávrútvegi snýr. Hann fagnar mjög  þessari útgáfu Vestfirska forlagsins. Böðvar á ræturnar í föðurætt að Höfða í Dýrafirði eins og margir Vestfirðingar vita.

Í kynningu bókarinnar segir:
Meira
21.12.2014 - 20:17 | Morgunblađiđ, BIB

Hundrađ ára Hafnarfjarđarkirkja

Hafnarfjarđarkirkja Dýrfirđingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
Hafnarfjarđarkirkja Dýrfirđingsins Rögnvaldar Ólafssonar.
« 1 af 4 »
Öld er liðin frá því að Þórhallur Bjarnarson biskup vígði Hafnarfjarðarkirkju 4. sunnudag í aðventu 20. desember 1914. Mikil saga er að baki kirkjunnar og mannlífs í Hafnarfirði er hefur tengst henni náið. Þegar hafist var handa við byggingu Hafnarfjarðarkirkju eftir langan aðdraganda var hún reist á átta mánuðum. Það kostaði fórnir. Guðni Þorláksson yfirsmiður lagði hart að sér, veiktist og lést af lungnabólgu. Útför hans var fyrsta athöfnin sem fram fór í kirkjunni eftir vígsluna.

Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson, arkitekt kirkjunnar, var fyrsti menntaði íslenski húsameistarinn og vottar Guðshúsið, er gert var úr steinsteypu, sem þá var nýlunda, mikla færni hans. Kirkjan var byggð fyrir neðan Hamarinn við strönd og sjó þar sem var helsta athafnasvæðið. Hún varð strax kjarni byggðarmyndar og sem leiðarviti fyrir skip er sigldu inn í höfnina og tóku mið af kirkjuturninum.


Meira

Fleiri fréttir

10.12.2014 - 11:47 | Ađsendar greinar - Vestfirska forlagiđ

"Söngfélag Mýrahrepps" - úr bókinni -Frá Bjargtöngum ađ Djúpi- 2014

Guđný Gilsdóttir
Guđný Gilsdóttir
« 1 af 3 »

Sveinn Mósesson skrifaði eftirfarandi frásögn upp eftir Guðnýju Gilsdóttur frá Arnarnesi en þau voru náskyld eins og áður hefur komið fram. Segir hér frá sönglífi í Mýrahreppi um aldamótin 1900 en fjölskylda Guðnýjar var þar mjög liðtæk.


Nokkru fyrir aldamótin starfaði mest að söngmálum hér í sveit ungur búfræðingur, Kristinn Guðlaugsson að nafni. Það var þá margt ungt fólk hér í sveit og sæmilega sönghæft. Þá var stofnað „Söngfélag Mýrahrepps.“


Meira

Fleiri greinar


« Desember »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Fjölkunnugir forðum nýttu sér
Ferðamönnum einkar gagnlegt þý
Fjölda af því finna muntu hér
Finnst það gjarna hurðar götum í
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Eldri spurningar & svör