A A A
  • 1962 - Snćdís Gíslín Heiđarsdóttir
  • 1979 - Halldóra Dögg Hjörleifsdóttir
  • 1985 - Dagur Hákon Rafnsson
01.08.2014 - 14:49 |

Endurbótum á grafreit franskra sjómanna í Haukadal lokiđ

Grafreitur franskra sjómanna á Saltnesi (Mynd: Elodie Fournier)
Grafreitur franskra sjómanna á Saltnesi (Mynd: Elodie Fournier)
« 1 af 9 »

Miðvikudaginn 23. júlí síðastliðinn var lögð loka hönd á verkið þegar Marc Bouteiller  sendiherra Frakklands á Íslandi, borgarstjóri Paimpol, Jean-Yves de Chaisemartin og Lionle Tardy þingmaður franska þingsins gróðursettu tvær rósir ásamt sjálfboðaliðunum. Að því loknu fór sóknarpresturinn, sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir, með bæn og blessaði grafreitinn.


Í ræðu sinni lagði borgarstjóri Paimpol sérstaka áherslu á hversu sterk tengsl Paimpol væru í raun og veru við Ísland og staði eins og Dýrafjörð. Paimpol var byggð fyrir þann auð sem fiskimenn þeirra sóttu til Íslands –auð sem var dýru verði goldin. Tvöföld íbúatala Paimpol, svo margir voru fiskimennirnir, sem fórust við fiskveiðar við Ísland. Þó að tengsl Paimpol og Dýrafjarðar séu ekki lengur af efnahagslegum toga eru tengslin enn til staðar – sögulega og menningarlega og það eru tengsl sem eru þess virði að varðveita og hlúa að.


Í sama streng tók Lionle Tardy þingmaður þegar hann þakkaði hlýhug Dýrfirðinga og Haukdæla í garð franskra sjómanna, sem hefur verið sýndur í verki, með gerð grafreitsins og umhirðu hans. Tardy þakkaði einnig fyrir það mikla framtak sem endurbæturnar á grafreitnum eru um leið og hann afhenti sr. Hildi Ingu gullmerki franska þingsins (Médaille Grand d'or Assemblée Nationale) í þakklætisskyni fyrir framtak hennar og vinnu.


Við athöfnina sagði sr. Hildur Inga að ómögulegt hefði verið að framkvæma þetta verk ef ekki væri fyrir allt það góða heimafólk sem lagði verkefninu lið –án þeirra hefði lítið unnist. Þá væri þáttur sjálfboðaliðanna stór. Þau skiluðu hreint frábæru verki við erfiðar aðstæður veðurfarslega og eiga heiður skilinn fyrir vel unnið verk.


Á tveimur vikum breytist ásýnd franska grafreitins á Saltnesi í Haukadal umtalsvert og er nú aftur orðin sá fallegi minningarreitur um franska sjómenn, sem honum var ætlað að vera og minnisvarði um samskipti Frakka og Íslendinga í Dýrafirði.


Þessar tvær vikur eru vonandi einungis upphafið af áframhaldandi fransk-íslenskri samvinnu og vináttu milli Dýrafjarðar, Paimpol og Gravelines og annarra bæja sem deila sömu menningar- og sögulegu tengslum. Nú þegar er farið að líta til næsta sumars og undirbúa komu sjálfboðaliða til Dýrafjarðar og hugsanlega för sjálfboðaliða til Frakklands.

21.07.2014 - 22:31 |

Vinnu viđ franska grafreitinn ađ ljúka.

Nú er vinnu við franska grafreitinn á Saltnesi við mynni Haukadals alveg að ljúka og óhætt að segja að mikið hafi unnist síðust daga. Þrjátíu og fimm litlar reyniviðarplöntur voru gróðursettar í dag í stað reynitrjáanna, sem þurfti að fjarlægja og búið er að tyrfa garðinn. Nýr stígur var lagður og búið er að mála garðvegginn.


Á morgun verða plöntur og blóm gróðursett og lokið við að skreyta garðinn, sem hefur tekið á sig aðra mynd á síðustu tíu dögum. Þá er verið að legga loka hönd á nýtt sögu- og upplýsingaskilti um franska sjómenn í Haukadal og franska grafreitinn, sem verður vonandi sett upp nú í vikunni.


Hér til hægri eru nokkrar myndir frá vinnu sjálfboðaliðanna í dag og af grafreitnum í lok vinnudags.

Fleiri fréttir

27.07.2014 - 19:30 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson

Ćvintýriđ um Kjaransbraut

Feđgar tveir, Elís og Ragnar, staddir í Hrafnholum í Ófćruvík undir Helgafelli ţegar hćst stóđ. Ljósm. Elín Pálmadóttir, Mbl.
Feđgar tveir, Elís og Ragnar, staddir í Hrafnholum í Ófćruvík undir Helgafelli ţegar hćst stóđ. Ljósm. Elín Pálmadóttir, Mbl.
« 1 af 2 »
Þessa dagana er allt á ferð og flugi í Vestfirsku Ölpunum. Akandi menn, ríðandi, gangandi, hjólandi og hlaupandi svokallað Vesturgötuhlaup. Því  er rétt að rifja upp að vegurinn milli Keldudals í Dýrafirði og Stapadals í Arnarfirði hlaut á sínum tíma nafnið Kjaransbraut. Var það að vonum að vegur þessi væri nefndur svo í höfuðið á skapara sínum, Elísi Kjaran (1928-2008) frá Kjaransstöðum í Dýrafirði, brautryðjandanum vestfirska. Að fá veg heim í hlað var stórkostleg framför fyrir bændur og búalið á svæðinu. Og Kjaransbraut  gerði að verkum að ævintýraheimur landslags og sögu opnaðist fyrir gestum og gangandi. Það áttu menn Elísi Kjaran að þakka. Hann  var einhver mesti vegagerðarkappi sem Vestfirðingar hafa átt og eru þó ýmsir góðir sem fylla þann flokk.
Meira

Fleiri greinar


« Ágúst »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Fjölkunnugir forðum nýttu sér
Ferðamönnum einkar gagnlegt þý
Fjölda af því finna muntu hér
Finnst það gjarna hurðar götum í
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Eldri spurningar & svör