A A A
  • 1940 - Jóna María Vagnsdóttir
  • 1953 - Magnús Sigurđsson
  • 1980 - Dađína Rós Hreinsdóttir
22.09.2014 - 13:36 |

Frá Frćđslumiđstöđ Vestfjarđa

Námsvísir Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða fyrir veturinn 2014 – 2015 var að koma út og hefur honum verið dreift á heimili og fyrirtæki á Vestfjörðum.

 

Í námsvísinum eru auglýst um 70 námskeið og námsleiðir í 7 flokkum. Er námið sem boðið er mjög ólíkt að innihaldi og lengd. Með því vill Fræðslumiðstöðin koma til móts við sem flesta, enda kappkostar hún að þjóna öllum íbúum Vestfjarða hvar sem þeir búa og hvaða menntun sem þeir hafa.

  • Í tungumálaflokkum er íslenska fyrir útlendinga auk ensku, pólsku, spænsku og þýsku.
  • Í tölvum eru námskeið svo sem Tölvur ekkert mál, sem er hugsað fyrir fólk með litla reynslu af tölvum og Nand2Tetris sem er fyrir þá sem vilja læra forritun.
  • Af tómstundum má nefna vefnað og víravirki og matargerð og málmsuða.
  • Í flokknum Endur- og símenntun kennir ýmissa grasa svo sem bókhald og lestur ársreikninga, brunaþéttingar, gæðakerfi fyrir einyrkja og undirverktaka, hugræna atferlismeðferð, sálrænan stuðning, fundarsköp og lög og reglur á vinnumarkaði.
  • Réttindanám verður með hefðbundnar greinar í  skipsstjórn og vélgæslu, en einnig svæðisleiðsögunám og þjónustunámskeið.
  • Af námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins má nefna Grunnmenntaskólann og Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, Starfsnám á samgagna- umhverfis- og framkvæmdasviði og Sterkari starfsmann.
  • Í námi fyrir fatlaða er m.a. boðið uppá sund, dans, söng, matreiðslu  og handavinnu.

 

Auk kennslu námskeiða og námsleiða veitir Fræðslumiðstöðin fólki yfir tvítugt náms- og starfsráðgjöf því að kostnaðarlausu. Er fólk hvatt til að nýta sér það.

 

Frekari upplýsingar eru í Námsvísi Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, á vefnum frmst.is, á facebook undir Fræðslumiðstöð Vestfjarða, í einblöðungum sem gefnir eru út á nokkra vikna fresti eða með því að hringja í síma 456 5025.

22.09.2014 - 10:40 | bb.is

Starfsmönnum Byggđasafnsins fjölgađ

Vélsmiđja Guđmundar J. Sigurđssonar á Ţingeyri.
Vélsmiđja Guđmundar J. Sigurđssonar á Ţingeyri.
« 1 af 3 »
Föstum starfsmönnum Byggðasafns Vestfjarða verður fjölgað um einn og verða þeir því framvegis þrír. 
Ákvörðun þessa efnis var tekin á síðasta stjórnarfundi safnsins. Fjölgunin kemur til vegna yfirtöku safnsins á Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar á Þingeyri. 
Meira

Fleiri fréttir

21.09.2014 - 07:25 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hćttuástand í Dýrafirđi!

Vegurinn út ađ Núpi var lagđur bundnu slitlagi í sumar. Ljósm.: BIB
Vegurinn út ađ Núpi var lagđur bundnu slitlagi í sumar. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Þess er að minnast að eitt sinn fyrir um þrjátíu árum var ástand vegarins  fyrir Dýrafjörð alveg hrikalegt. Það var hola, hola, hola.
Gunnar Sigurðsson, meistari og kaupmaður í Hlíð á Þingeyri, er einn af þessum óborganlegu, orðheppnu Vestfirðingum. Þegar þetta var þurfti Gunnar nauðsynlega að skreppa út að Núpi. Þegar þangað kom hitti hann Kára skólastjóra á hlaðinu. Þá tók Gunnar meistari og arkitekt svo til orða:


„Vegurinn er svo svakalegur að ég varð að taka út úr mér fölsku tennurnar svo þær brotnuðu ekki uppi í mér.“


Meira

Fleiri greinar


« September »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        
Fjölkunnugir forðum nýttu sér
Ferðamönnum einkar gagnlegt þý
Fjölda af því finna muntu hér
Finnst það gjarna hurðar götum í
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Eldri spurningar & svör