A A A
  • 1968 - Kristín Theodóra Hreinsdóttir
16.08.2019 - 15:27 |

Haldiđ í handverkiđ- fyrirlestrar og námskeiđ

Vefstóll
Vefstóll

Tveir spennandi viðburðir um gamalt handverk og vinnslu verða haldnir nú um helgina, 17.-18. ágúst. Eru það Gíslastaðir í Haukadal og Skálinn á Þingeyri sem standa að þessum viðburðum.

Gíslastaðir
Annars vegar er það námskeiðið Sútun á fiskroði, en þar bjóða Gíslastaðir uppá námskeið ásamt fyrirlestri um sögu roðvinnslu, hefðir og framtíð hráefnisins. Námskeiðið stendur yfir á laugardag og sunnudag þar sem kennd verður einföld og aðgengileg áferð í heimasútun og jurtalitun á roðunum. Kennarar námskeiðsins eru Kristín Áskelsdóttir og Sunneva Elfarsdóttir sem báðar eru nýútskrifaðir fatahönnuðir og ættaðar frá Dýrafirði.

Á föstudagskvöld verður haldin fyrirlestur á Gíslastöðum til upphitunar fyrir námskeiðið og er hann öllum opinn gegn vægu gjaldi en fylgir með námskeiðinu þeim sem ætla að sitja allt námskeiðið. Fullt gjald fyrir námskeiðið er 16.000.-kr og er þar allt efni innifalið. Fyrir allar frekari upplýsingar og skráning í síma: 848-5326. 


Kljásteinavefstaður
Á sunnudaginn stendur Skálinn á Þingeyri fyrir fyrirlestri og spjalli um Kljásteinavefstaðinn en það eru Hildur Hákonardóttir veflistakona og Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræðingur sem munu fjalla um vefstaðinn, vefnaðinn, fatnað og annað því tengdu. Fyrirlesturinn hefst kl. 14:00 og er opinn öllum gegn vægu gjaldi. 

Fleiri viðburðir framundan
Næstu helgi verður einnig mikið um að vera á Gíslastöðum en á laugardeginum verður í fyrsta sinn haldið Vestfjarðarmótið í Víkingasjómann. Á sunnudeginum mun Bjarki Bjarnason og halda erindi um Bárðar Sögu Snæfellsás.

14.08.2019 - 14:50 | Blábankinn á Ţingeyri

Alţjóđlegur sumarskóli um matvćlaframleiđslu og loftslagsmál á Ţingeyri í september

Fiskveiđar á Ţingeyri
Fiskveiđar á Ţingeyri
« 1 af 2 »
Sumarskóli um matvælaframleiðslu og loftslagsmál verður haldinn í Blábankanum á Þingeyri nú í september á vegum samtakanna Future Food Institute í samvinnu við FAO, matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna. Þrír slíkir skólar fara fram í ár. Sá fyrsti var haldinn í New York undir yfirskriftinni borgir, annar var haldinn fyrir skemmstu í Tókíó með þemað sveitir og hafa Vestfirðir á Íslandi verið valdir sem staðsetning fyrir þriðja skólann, sem mun fjalla um hafið. Skólinn fer fram í Blábankanum á Þingeyri 1. – 7. september næstkomandi en þar er von á frumkvöðlum og áhrifafólki á sviði matvælaframleiðslu og loftslagsmála alls staðar að úr heiminum....
Meira
14.08.2019 - 08:00 | Hallgrímur Sveinsson

Krían er farin úr Arnarfirđi

Kría
Kría

Krían blessuð, bæði hjónin, hefur nú kvatt okkur að sinni, alla vega í Arnarfirði í æðarvarpinu hjá Grelöðu Bjartmarsdóttur, jarls á Írlandi, sem þar býr búi sínu ásamt fleirum. Sama er hjá Hreini æðarbónda og hreppstjóra Þórðarsyni á Auðkúlu. Allar kríur farnar. Kríuvarpið gekk vel á umræddum slóðum í vor og fullt af ungum komust á legg. Að maður tali nú ekki um æðarvarpið: Það var bara heimsmet!  


   Hinn 18. ágúst er svokallaður kríudagur. Þá tekur þessi langföruli farfugl sig upp og flýgur alla leið til Suðurskautsins. Svo sögðu þeir gömlu hér fyrir vestan fyir nokkrum árum.


 
...
Meira
12.08.2019 - 14:04 |

Samantekt frá Dýrafjarđargöngum

Vegavinna í Dýrafirđi.
Vegavinna í Dýrafirđi.
« 1 af 6 »

Í göngunum var klárað að leggja frárennslis-, dren- og ídráttarlagnir ásamt brunnum í hægri vegöxl frá gegnumbroti og að munna í Arnarfirði. Einnig var haldið áfram með niðursetningu á drenlögn í vinstri vegöxl. Að auki var unnið við að koma fyrir tengibrunnum  fyrir rafmagn.


Vinnu við sprautusteypun í göngunum kláraðist 27. júlí og er allri vinnu við bergstyrkingar endanlega lokið í göngunum.

...
Meira

Fleiri fréttir

14.08.2019 - 15:09 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson, Guđmundur Ingvarsson, Bjarni Georg Einarsson

Ferđamannahreppstjórar myndu breyta miklu fyrir ferđafólkiđ

Sigurđur Ţ. Gunnarsson, síđasti hreppstjóri Ţingeyrarhepps, sem er eiginlega ennţá hreppstjóri af ţví honum var aldrei sagt upp. Og starfslokasmning fékk hann engan! Hann ţurfti sjaldan ađ setja upp embćttistákniđ. Ljósm. H. S.
Sigurđur Ţ. Gunnarsson, síđasti hreppstjóri Ţingeyrarhepps, sem er eiginlega ennţá hreppstjóri af ţví honum var aldrei sagt upp. Og starfslokasmning fékk hann engan! Hann ţurfti sjaldan ađ setja upp embćttistákniđ. Ljósm. H. S.

Sú var tíðin að hreppstjórar voru í hverjum hreppi á Íslandi. Var svo um aldir.  Þeir heyra nú sögunni til. Áður fyrr önnuðust hreppstjórarnir ýmis störf í hreppunum. Misvinsæl. Oft í þegnskylduvinnu. Þeir voru fulltrúar sýslumanns. Lögreglustjórar, eða sériffar á erlendu máli, hver í sínum hreppi. Þeir höfðu aldrei stjörnu í barmi, en hreppstjórahúfu áttu þeir sumir.
Nýlega komst sú hugmynd á kreik hjá nokkrum spekingum hér fyrir vestan að rétt væri að endurvekja hreppstjórana á landsbygggðinni. En til hvers? Jú, aðallega til að aðstoða og leiðbeina erlendum ferðamönnum. Ekki virðist nú veita af. Hvað þeir mega gera og hvað ekki. Verkefnin óteljandi.

...
Meira

Fleiri greinar


« Ágúst »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31