A A A
  • 1982 - Eva Dögg Jóhannesdóttir
26.08.2016 - 17:04 | Vestfirska forlagiđ, bb.is

Gamanmyndahátíđin á Flateyri á helginni: - Nú mega allir syngja og dansa međ myndinni -Međ allt á hreinu-

« 1 af 4 »
Gamanmyndahátíð Flateyrar fór vel af stað er húsfyllir var og mikið fjör er uppistandararnir Hugleikur Dagsson og Bylgja Babýlons skemmtu á Vagninum í gærkvöldi. Í kvöld verður dagskrá hátíðarinnar þétt og væn. Hefjast leikar á hláturjóga fyrir framan kirkjuna klukkan 18, þar sem gestir geta byrjað að æfa hláturvöðvana undir handleiðslu fagmanneskju í efninu. Klukkan 19 verða svo sýndar vestfirskar stuttmyndir í samkomuhúsinu og klukkan 21 verður heimsfrumsýnd svokölluð sing-along útgáfa af einni af ástsælustu kvikmyndum Íslandssögunnar, sjálfri Stuðmannamyndinni Með allt á hreinu. ...
Meira
26.08.2016 - 16:44 | Morgunblađiđ, Vestfirska forlagiđ

LĆKNINGAMÁTTUR HLÁTURSINS: - Hló ekki mikiđ áđur fyrr en kennir nú hláturjóga

Ásta Valdimarsdóttir frá Núpi í Dýrafirđi.
Ásta Valdimarsdóttir frá Núpi í Dýrafirđi.
Dýrfirðingurinn Ásta Valdimarsdóttir frá Núpi kynntist hláturjóga árið 2001 í Noregi. Í kjölfarið gerðist hún hláturjógakennari og hefur síðan þá kennt fólki að hlæja og gleðjast. Hún segir hláturjóga geta haft mikil og jákvæð áhrif á líkama og sál og því hefur hún kynnst af eigin raun.
Árið 2001, þegar ég var búsett í Noregi, rakst ég á auglýsingu þar sem var verið að leita eftir einstaklingum til að læra að þjálfa fólk í hláturjóga. Mér þótti þetta áhugavert og hafði strax samband,“ segir Ásta sem kveðst ekki hafa hlegið mikið sjálf frá barnsaldri....
Meira
26.08.2016 - 10:49 | Vestfirska forlagiđ, HB - Grandi

Trausti Egilsson - KOMINN Í LAND EFTIR FARSĆLAN FERIL

Trausta var fćrđ gjöf frá HB Granda í kveđjusamsćti sem honum var haldiđ til heiđurs. Hér er Trausti međ Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra félagsins. Mynd/HB Grandi: Kristín Helga Waage Knútsdóttir.
Trausta var fćrđ gjöf frá HB Granda í kveđjusamsćti sem honum var haldiđ til heiđurs. Hér er Trausti međ Vilhjálmi Vilhjálmssyni forstjóra félagsins. Mynd/HB Grandi: Kristín Helga Waage Knútsdóttir.
Frystitogarinn Örfirisey RE kom til hafnar í Reykjavík að kvöldi 10. ágúst sl. eftir velheppnaða veiðiferð. Líkt og svo oft áður var Trausti Egilsson skipstjóri í veiðiferðinni en þetta var hans síðasti túr fyrir HB Granda. Að baki er sjómennskuferill sem spannar hálfan fimmta áratug. Trausti hefur reynst farsæll skipstjóri og það verður sjónarsviptir af þessum hógværa og vinsæla Súgfirðingi nú þegar hann hefur ákveðið að setjast í helgan stein.
,,Ég held að þetta verði að teljast ágætur lokatúr. Við fórum víða og aflinn var 866 tonn af fiski upp úr sjó og aflaverðmætið var áætlað 248 milljónir króna,“ segir Trausti en aflinn var töluvert blandaður; karfi, ufsi, ýsa og grálúða og svo einhverjir þorsksporðar með. Veiðarnar voru stundaðar frá Fjöllunum í suðri norður á Halamið með viðkomu á Látragrunni og í Víkurálnum. Strax að lokinni löndun í Reykjavík sigldi Trausti skipinu norður til Akureyrar þar sem það verður í þriggja vikna slipp.
Byrjaði hjá Granda árið 1987...
Meira
26.08.2016 - 08:47 | Hallgrímur Sveinsson, Vestfirska forlagiđ

Ferđamennskan: - Mega Íslendingar ekki leggja á komugjöld vegna EES samningsins? 3. grein

Táknrćn mynd frá Hornströndum. Tekin í ferđalagi skáta úr Skátafélaginu Hamri í Grafarvogi 2006. Ljósm.: Einar Gunnarsson.
Táknrćn mynd frá Hornströndum. Tekin í ferđalagi skáta úr Skátafélaginu Hamri í Grafarvogi 2006. Ljósm.: Einar Gunnarsson.

Það eru skiptar soðanir um komugjöld ferðamanna. Sumir telja þau arfavond, einkum þeir sem maka krókinn í þjónustunni við erlenda ferðafólkið. Sumir landsþekktir ferðaþjónar fullyrða að 3000 – 5000 króna gjald sem ferðafólkið mundi greiða í aðgangseyri að náttúrulistasalnum Íslandi sé bara af hinu góða. Samkvæmt skoðanakönnunum er allt að helmingur erlendra ferðamanna hlynntur komugjöldum í einhverri mynd. Það þarf bara að vera klárt að fjármunirnir renni til uppbyggingar innviða.


 
...
Meira

Fleiri fréttir

24.08.2016 - 21:44 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson, Vestfirska forlagiđ

Ferđamennskan: - Hvernig á ađ nota Íslandsgjaldiđ í ţágu ferđamannanna sjálfra og landsins okkar? 2. grein

Á berjamó, á berjamó ađ tína! Hinn landsţekkti Vestfirđingur, Halldór Hermannsson, á berjamó á ćskuslóđum inni í Djúpi fyrir nokkrum árum. Mokađi upp berjunum. Sumir Vestfirđingar af eldri kynslóđ lifa ţađ bara ekki af ef ţeir komast ekki í ber síđla sumars. Auđvitađ á líka ađ fara međ ferđamennina á berjamó. Ljósm. H. S.
Á berjamó, á berjamó ađ tína! Hinn landsţekkti Vestfirđingur, Halldór Hermannsson, á berjamó á ćskuslóđum inni í Djúpi fyrir nokkrum árum. Mokađi upp berjunum. Sumir Vestfirđingar af eldri kynslóđ lifa ţađ bara ekki af ef ţeir komast ekki í ber síđla sumars. Auđvitađ á líka ađ fara međ ferđamennina á berjamó. Ljósm. H. S.
Til dæmis svona:

1.     Hreppstjórar. Embætti hreppstjóra verði endurrreist í þágu ferðamanna. Landinu skipt í umdæmi þar sem þeir bera vissa ábyrgð. Þeir verði 100 talsins, þaulkunnugir menn hver á sínu svæði, jafnt karlar sem konur. Hreppstjórar starfi undir stjórn lögreglustjóra og sýslumanna og fái sérstakt erindisbréf. Þeir verði í nánu samtarfi við lögregluna, hver á sínum heimaslóðum.  

2.     Hreinlætisaðstaða. Komið verði upp hreinlætisaðstöðu um land allt þar sem þörfin er brýnust og ekki eru hótel eða veitingastaðir. Þetta verði lagleg hús með kannski 10 salernum, sameiginlegu rými með vöskum, handklæðum, speglum, lítilli sölubúð með hreinlætisvörur og aðstöðu fyrir eftirlitsmann. Húsakostur verði boðinn út í heilu lagi. Rekstur einnig boðinn út. Ókeypis aðgangur fyrir alla, innlenda sem erlenda! 50 einingar til að byrja með. Rekstur allur verði undir eftirliti hreppstjóra.
...
Meira

Fleiri greinar


« Ágúst »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Jón Sigurðsson í hnotskurn

Veistu, hvílíkt afrek það var að halda úti Nýjum félagsritum í 30 ár?


Veistu, hvernig alls konar fyrirgreiðslustörf hlóðust á Jón?


Veistu, hvernig hann leysti þau af hendi og hvern þátt þau áttu í vinsældum hans með þjóðinni?


Veistu, hvenær Jón þurfti mest á fjárhagsstuðningi að halda heiman frá Íslandi?


Veistu hvernig Íslendingar og Danir brugðust þá við?

Eldri spurningar & svör