A A A
  • 1993 - Ingunn Ýr Angantýsdóttir
27.05.2018 - 14:56 |

Havaii skyrta sem óvćnt stal senunni í kosningasjónvarpinu

Björn Davíðsson og græna havaii skyrtan hans stálu óvænt senunni í kosningasjónvarpinu er Björn las kosningatölur frá Ísafirði íklæddur skyrtunni í sjónvarpi allra landsmanna. Björn á margar slíkar skyrtur en í samtali við fréttamann RÚV sagði hann skyrtuna vera í hógværari kantinum af þeim fjölmörgu í hans. „Þessi er ein af hófsamari skyrtunum – maður vill ekki stuða landsmenn of mikið. Hún var valin með hliðsjón af því að ég væri að fara í sjónvarpið.“ Björn er fæddur og uppalinn á Þingeyri en búsettur á Ísafirði....
Meira
22.05.2018 - 15:12 |

Söngur Kanemu hlutskörpus á Skjaldborg

Hin árlega heimildarmyndahátíð á Patreksfirði, Skjaldborgarhátíðin, var haldin um nýliðna helgi og var það í 12. sinn sem hún er haldin. Átján íslenskar heimildarmyndir voru frumsýndar á hátíðinni en það var heimildamyndin Söngur Kanemu eftir Önnu Þóru Steinþórsdóttur sem var hlutskörpust og hlaut hún bæði Ljóskastarann, aðalverðlaun dómnefndar, og áhorfendaverðlaunin Einarinn. ...
Meira
22.05.2018 - 11:11 |

Auka fjárveitingu veitt til moksturs á veg ađ Ingjaldssandi í Önundarfirđi

Á Ingjaldssandi er lögbýlið Sæból þar sem Elísabet Anna Pétursdóttir býr árið um kring. Vegurinn að Ingjaldssandi liggur úr Dýrafirði og norður að Önundarfirði en á leiðinni er farið yfir Sandsheiði sem oft er ófær að vetri til og lítið mokuð. Elísabet hefur lengi barist fyrir því að fá mokað heim að Sæbóli en vegurinn er skilgreindur sem héraðsvegur vegna vegalengdar og hæðar og er því ekki mokaður sem skildi. Morgunblaðið fjallaði um málið árið 2017 en sonur Elísabetar, Þór Engholm nemandi við Menntaskólann á Ísafirði, hefur oft þurft að fara leiðina fótgangandi til að komast heim til móður sinnar, og þá gjarnan klyfjaður m.a. af pósti og matvöru....
Meira
22.05.2018 - 10:56 |

Vika 20 í gangnagerđ Dýrafjarđarganga

Vikuframvinda í Dýrafjarđargöngum
Vikuframvinda í Dýrafjarđargöngum

Lengd ganganna í lok viku 20 var 2.307,6 m sem er 43,5 % af heildarlengd ganganna. Framvinda vikunnar var því 100,6 m en alls voru sprengdar 20 færur.
Aðstæður í göngunum voru mjög góðar. Rautt setlag, sem kom í ljóst í síðustu viku og hefur verið á stafninum, hækkaði hratt upp stafninn og hvarf upp í þekjuna. Lagið sem er á stafninum núna er massíft stórstuðlað ólivín basalt, það er smá blöðruband efst undir karganum en annars heillegt og gott. 

...
Meira

Fleiri fréttir

25.05.2018 - 11:39 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson

Húmorslítil kosningabarátta

Guđmundur G. Hagalín: Teikning Ómar Smári Kristinsson
Guđmundur G. Hagalín: Teikning Ómar Smári Kristinsson
« 1 af 2 »
Mörgum finnst kosningabarátta seinni ára, bæði til Alþingis og sveitarstjórna svo til húmorslaus. Þrautleiðinleg. Það eru peningar, peningar og aftur peningar. Hvað sagði ekki Björn á Löngumýri: „Það gildir á kosningafundum að koma mönnum í gott skap. Sá, sem veldur leiðindum, hlýtur að tapa, þurrspeki gengur ekki, og rætni og rótarskapur getur verið neikvæður, gamansemin er beittasta vopnið.“ Þeir gömlu vissu hvað þeir sungu. Tökum dæmi héðan að vestan til upplyftingar....
Meira

Fleiri greinar


« Maí »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31