A A A
  • 1950 - Margrét Guđjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
24.03.2014 - 17:29 | Hallgrímur Sveinsson

Sigurlína Rúllugardína Langsokkur slćr í gegn á Ţingeyri

« 1 af 2 »

  Fyrsta uppfærsla á leikverki sem vitað er um á Þingeyri í Dýrafirði var Ævintýri á gönguför. Rataði það á fjalirnar um aldamótin 1900  í svokölluðu Versthúsi, sem er þekkt hús í sögu í staðarins. Þar ráku Björn Magnússon, vert  og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir, sem einnig var nefnd vert, greiðasölu. Hún hét því virðulega nafni Hótel Niagara. Sú nafngift var eflaust í tengslum við amerísku lúðuveiðarana, sem bækistöð höfðu á Þingeyri frá 1884-1897. Jóhannes Ólafsson, hreppstjóri og lengi mikill forystumaður í Þingeyrarhreppi, rak svo Hótel Niagara um nokkurt skeið frá 1890. Heimildir eru fyrir því að mörg leikrit hafi verið sýnd þar á tíma Jóhannesar. Kvenfélagið Von hélt svo lengi vel uppi leikstarfseminni á Þingeyri. Voru leiksýningar á þess vegum meðal annars í svokölluðu Þinghúsi, sem er áfast við gamla barnaskólann og svo í Félagsheimilinu eftir að það kom til sögunnar 1939. Þá voru leiksýningar á vegum Íþróttafélagsins Höfrungs og mikið var leikið á vegum templara í Templarahúsinu. Leikfélag Þingeyrar starfaði svo af miklum krafti á sínum tíma.


   Og nú er frá því að segja að Leikdeild Íþróttafélagsins Höfrungs á Þingeyri er enn komin á stúfana.


Meira
19.03.2014 - 18:14 | BIB, Bergţóra Valsdóttir

,,KYNNINGARFUNDUR UM KORTLAGNINGU FORNLEIFA Á VESTFJÖRĐUM 23. MARS Í HOLTI ÖNUNDARFIRĐI KL. 13:00-15:00

Eins og margir vita þá er eftir að skrá, kortleggja og rannsaka meginhluta þeirra fornleifa sem til eru á Íslandi. Á Vestfjörðum er gríðarlega mikið af áhugaverðum fornleifum og sumar þeirra eru frá fyrstu tíð í landinu og líklega meira en þúsund ára gamlar. Margar af þessum fornminjum eru í góðu ástandi, aðrar hafa skemmst eða verið eyðilagðar og sumar eru að skemmast m.a. vegna ágangs sjávar eins og sjóbúðirnar á Ingjaldssandi og í Keravík í Súgandafirði. Ekkert fær staðist tímans tönn og það á við um fornleifar eins og annað. Ábyrgð okkar allra er að vernda og varðveita sögu og minjar liðinna kynslóða sem liggja í jörðu á okkar heimaslóðum.
Meira

Fleiri fréttir

31.03.2014 - 06:50 | Ađsendar greinar - Hallgrímur Sveinsson og Bjarni Georg Einarsson

Hvađ sagđi Steingrímur Hermannsson?

Steingrímur Hermannsson.
Steingrímur Hermannsson.
 „Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri landssambands íslenskra útvegsmanna, var eitt sinn að því spurður hvers vegna útgerðarmenn sæktu svo stíft eftir heimildum til að kaupa nýrri og stærri togara fyrst þeir væru reknir með bullandi tapi. Kristján svaraði, og eflaust af hreinskilni, að það gerðu þeir vegna þess að þeir þyrftu ekki að hætta sínu eigin fé við fjárfestingarnar. Þeir fengju lánað nær til fulls fyrir kaupunum úr opinberum sjóðum og veðin væru aðeins í skipunum sjálfum. Útgerðarmenn hefðu því engu að tapa. Mér þótti þetta heldur vafasamt siðferði þótt skýringin ætti eflaust við rök að styðjast.
Meira

Fleiri greinar


« Apríl »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Fjölkunnugir forðum nýttu sér
Ferðamönnum einkar gagnlegt þý
Fjölda af því finna muntu hér
Finnst það gjarna hurðar götum í
Höf: Líni Hannes Sigurðsson
Eldri spurningar & svör