A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
10.05.2013 - 17:11 | bb.is,BIB

Hátíðardagskrá á Ítalíu vegna Skrúðs

Brynjólfur Jónsson, formaður Skrúðsnefndar, við eitt af þeim fjölmörgu skiltum sem sett hafa verið upp í borginni Treviso á Ítalíu. Ljósm: Daníel Jakobsson.
Brynjólfur Jónsson, formaður Skrúðsnefndar, við eitt af þeim fjölmörgu skiltum sem sett hafa verið upp í borginni Treviso á Ítalíu. Ljósm: Daníel Jakobsson.
Sjóður á vegum Benetton fjölskyldunnar á Ítalíu hefur ákveðið að veita skrúðgarðinum Skrúði að Núpi í Dýrafirði hin virtu Carlo Scarpa hönnunarverðlaun. Verðlaunaafhendingin fer fram í borgarleikhúsinu í Treviso á Ítalíu á morgun. Mikil hátíðarhöld fylgja verðlaunaafhendingunni og er í mikið í hana lagt. Hátíðarhöldin hefjast í kvöld með opnun sýningar um Skrúð í húsnæði Benetton sjóðsins. Mikið er lagt í sýninguna þar sem sýnt verður efni m.a. frá Skrúði. Samhliða opnun sýningarinnar mun Reynir Vilhjálmsson, landslagsarkitekt, flytja fyrirlestur um landmótun í kringum snjóflóðavarnargarða. Viðstaddur opnunina verður m.a. Luciano Benetton, höfuð Benetton fjölskyldunnar. 

Á morgun verður síðan efnt til ráðstefnu þar sem íslenskir fyrirlesarar eru í fyrirrúmi. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor Jóns Sigurðssonar fjallar um sögulega þýðingu Skrúðs, Magnús Tumi Guðmundsson fjallar um jarðfræði Íslands, Þráinn Hauksson fjallar um áskoranir á íslenskum ferðamannastöðum, Aðalsteinn Eiríksson um sögu Skrúðs og svæðisins í heild og Einar Sæmundsen fjallar um íslenskan landslagsarkitektúr. Að lokum mun Daníel Jakobsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar kynna Vestfirði og Ísafjarðarbæ. 

Annað kvöld munu Brynjólfur Jónsson formaður Skrúðsnefndar og Aðalsteinn Eiríksson varaformaður veita verðlaununum viðtöku í Borgarleikhúsinu í Trevisio að viðstöddu fjölmenni. Daníel Jakobsson segir ótrúlegt að sjá hversu mikla umfjöllun Skrúður hefði fengið í tengslum við viðurkenninguna. „Skrifaðar hafa verið fréttir í yfir 30 ítölsk blöð þar sem fjallað hefur verið um málið. Sjóðurinn hefur jafnframt látið þýða bók um Skrúð á ensku og ítölsku og svo eru merki hér út um allan bæ þar sem fjallað er um Skrúð. Nú þurfum við bara að nýta okkur þennan meðbyr,“ segir Daníel. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31