A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
28.09.2017 - 17:18 | Hallgrímur Sveinsson

Vilhjálmur Bjarnason og sauðfjárræktin

 Hallgrímur Sveinsson.  Höf­und­ur er bóka­út­gef­andi og létta­dreng­ur á sauðfjár­búi eig­in­konu sinn­ar.
Hallgrímur Sveinsson. Höf­und­ur er bóka­út­gef­andi og létta­dreng­ur á sauðfjár­búi eig­in­konu sinn­ar.
Mogg­inn væri snöggt­um þurr­ari af­lestr­ar ef ekki nyti við smell­inna greina Vil­hjálms Bjarna­son­ar alþing­is­manns. Hann fer oft á kost­um á síðum blaðsins. Nú síðast á veg­um sauðkind­ar­inn­ar og sauðamann­anna sem snú­ast í kring­um hana. Með bein­greiðslur en samt svo til kaup­laus­ir. Allt sem Vil­hjálm­ur skrif­ar um þetta mál er satt og rétt. Ann­ar eins maður og Oli­ver Lod­ge fer ekki með neina lygi eins og þar stend­ur. Og Skáldið sem hann hef­ur að jafnaði sér til fullting­is stend­ur fyr­ir sínu. En skrif Vil­hjálms okk­ar um sauðkind­ina eru ekki nema hálf­ur sann­leik­ur. Hálf­kveðin vísa....
Meira
05.09.2017 - 21:19 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Vestfirðingar ættu að framleiða sitt rafmagn sjálfir!

Með öðrum orðum: Eiga einhverjir strákar og stelpur, sem sjaldan hafa komið austurfyrir Elliðaár, að stjórna því leynt og ljóst hvernig Vestfirðingar haga sínum málum?


"Vesturlína, aðalorkuflutningslína Landsnets til Vestfjarða, bilaði aðfaranótt föstudags og er hún enn biluð. Búist er við að viðgerð á henni ljúki í kvöld. Síðastliðna nótt varð bilun í Mjólkárvirkjun sem veldur því að þar er nú engin orka framleidd. Í morgun bilaði díselvél á Þingeyri og í kjölfar þeirrar bilunar hefur þurft að skammta rafmagn á norðanverðum Vestfjörðum. Búast má við rafmagnsleysi í 1-2 tíma í senn þar sem skammtað er. Skorað er á íbúa á norðanverðum Vestfjörðum að spara rafmagn sem kostur er.“

Svo segir í Morgunblaðinu 24. janúar 2009.

...
Meira
11.08.2017 - 07:44 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Vegagerð á Vestfjörðum: - Mörg afrek voru unnin en eyðilögðu brautryðjendurnir landið?

Upp úr síðari heimsstyrjöld hófst uppbygging nútíma vegakerfis á Vestfjörðum. Þá komu til sögunnar þeirra tíma nýtísku vélar, jarðýtur, vörubílar, gröfur og nefndu það bara. Flestar ættaðar frá Bandaríkjunum. En það var ekki nóg að eignast vélar og tæki. Það þurfti menn til að stjórna þessum græjum. Og menn sem lögðu á ráðin og kunnu að leiðbeina svo vel færi. Þessir menn voru brautryðjendur. Á ótrúlega skömmum tíma ruddu þeir brautir svo til að hverjum einasta bæ á Vestfjörðum. Það var torsótt vegagerð, mold, grjót og sandur í bland. 

Mörg afrek voru þar unnin í þjóðarþágu. Þeir fóru yfir mela og móa, ár og læki, fjallahlíðar og grundir, eftir fjörum og yfir firði, yfir fjöll, yfir skriður og fyrir nes. Og jafnvel í gegnum vestfirska skóga og kjörr. Þetta voru snillingar sem lögðu hönd á þennan plóg. En eyðilögðu þessir brautryðjendur landið?


Án vega hefðu Vestfirðir verið óbyggilegir

...
Meira
03.08.2017 - 16:14 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Efst á baugi fyrir vestan 1. - Hundur að sunnan er ekki nóg fyrir Vestfirðinga!

Vesturlína, aðalorkuflutningslína Landsnets til Vestfjarða, bilaði aðfaranótt föstudags og er hún enn biluð. Búist er við að viðgerð á henni ljúki í kvöld. Síðastliðna nótt varð bilun í Mjólkárvirkjun sem veldur því að þar er nú engin orka framleidd. Í morgun bilaði díselvél á Þingeyri og í kjölfar þeirrar bilunar hefur þurft að skammta rafmagn á norðanverðum Vestfjörðum. Búast má við rafmagnsleysi í 1-2 tíma í senn þar sem skammtað er. Skorað er á íbúa á norðanverðum Vestfjörðum að spara rafmagn sem kostur er.“


   Svo segir í Morgunblaðinu 24. janúar 2009.

...
Meira
17.05.2017 - 16:40 | Bjarni Georg Einarsson,Guðmundur Ingvarsson,Hallgrímur Sveinsson

Á útgerðaraðallinn að ráða því hvar lífvænlegar sjávarbyggðir skuli staðsettar á Íslandi?

Ný byggðastefna verður ekki mörkuð án þess að hafa það að leiðarljósi að ein meginforsenda lífvænlegrar byggðar er arðsamur sjávarútvegur og skilvirkur og frjáls landbúnaður.“


   Hvaða spekingur skildi nú skrifa svona fallegan texta? Þetta er ekki fært í letur hér fyrir vestan, heldur í sjálfri Reykjavíkinni! Það er Óli Björn Kárason, þáv. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og núv. þingmaður, sem tók svo til orða í Morgunblaðinu 9. júlí 2014.


   Svo við höldum okkur við sjávarsíðuna, þá var sú tíð að þróttmestu og arðsömustu sjávarútvegsfyrirtæki landsins voru staðsett á Vestfjörðum. Þar búa einhverjir harðsæknustu sjómen í heimi hér og stutt til fengsælla miða. Fiskurinn meira að segja oft uppi í kálgörðum þeirra þessi árin. Samt er það liður í hinum arðsama sjávarútvegi dagsins að hætta útgerð og fiskvinnslu að mestu hér fyrir vestan. En að því hefur verið stefnt leynt og ljóst sem kunnugt er. Svo talað sé tæpitungulaust: Það hefur beinlínis verið liður í atvinnustefnu stjórnvalda næstliðna áratugi að leggja niður sjávarútveg á Vestfjörðum. Það er að sjálfsögðu ný byggðastefna. Hvort hún hefur stuðlað að lífvænlegri byggð í landinu er aftur önnur saga.

...
Meira
01.05.2017 - 10:13 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Í tilefni dagsins 1. maí 2017: - Peningalausa þjóðin sem á allt til alls

Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
Frá 1. maí göngu á Ísafirði 2016. Ljósm.: Júlía Björnsdóttir.
Það er einkennilegt þetta sífellda peningaleysi á okkur Íslendingum. Því meira sem við eignumst af peningum, þess meira vantar okkur! Hér á landi virðist allt vera komið að þolmörkum eða jafnvel yfir þolmörk. Það vantar peninga til alls: Heilbrigðiskerfið, leikskólinn, grunnskólinn, háskólarnir, vegakerfið, innviðir ferðamennskunnar, lögreglan, Þjóðkirkjan. Bara nefndu það. Þetta er allt meira og minna að hruni komið segja margir spekingar. Allir að drepast úr peningaleysi!...
Meira
13.04.2017 - 06:51 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Vestfirskar sagnir: - Fjórða heftið væntanlegt eftir páska

« 1 af 2 »

Á árunum 1933-1937 kom út í mörgum heftum sagnabálkurinn Vestfirskar sagnir. Helgi Guðmundsson safnaði og skráði. Útgefandi Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar. Þessi merki vestfirski sagnaarfur hefur verið ófáanlegur í áratugi. Vestfirska forlagið gefur hann nú út á nýjan leik í heiðursskyni við þá félaga. Þrjú hefti eru þegar komin út hjá forlaginu fyrir nokkru. Fjórða heftið kemur svo í bókaverslanir eftir páska.


Gunnhildur Sumarliðadóttir á Sveinseyri í Dýrafirði kemur mikið við sögu í 4. heftinu. Gunnhildur var uppi á 18. öld. Harmsaga hennar er mörgum hugleikin. En þjóðtrúin gerði hana að frægustu afturgöngu í Vestur-Ísafjarðarsýslu um langt skeið og þó víðar væri leitað.

...
Meira
22.02.2017 - 22:11 | Vestfirska forlagið,Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr bókinni gamlar Glefsur og nýjar eftir Gunnar B. Eydal

Guðný Þórdís Magnúsdóttir.
Guðný Þórdís Magnúsdóttir.

„Ég upplifði ömmu mína Guðfinnu alltaf sem svolítið skass. Hún talaði mest við mig um praktíska hluti, vinnu og sparnað. Ég vissi ekki þá hversu merkileg kona hún var. Hún studdi Alþýðuflokkinn alla tíð, þrátt fyrir stjórnmálaskoðanir afa sem hann lifði og barðist fyrir. Eitt var það sem aldrei var talað um í æsku minni. Hún veiktist af þunglyndi og var sjúklingur á Kleppi í rúmlega eitt ár, 1923. Ég tel að þetta hafi verið sjúkdómur sem nú er kallaður manio depresiv. Á þessum tíma var ekki  rætt um geðsjúkdóma. Átti það bæði við um sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra. Þá skrifuðu konur ekki oft í blöð undir eigin nafni. Amma birti hins vegar grein, þremur árum eftir að dvölinni lauk, sem hún nefndi „Geðveikrahælið á Kleppi“. Þar réðst hún harkalega gegn þeim aðferðum sem þar voru notaðar í lækningaskyni.  Greinin birtist upphaflega í Alþýðublaðinu. Á þessum tíma tíðkuðust bæði svokallaðar vatnslækningar, þar sem sjúklingar voru baðaðir eða haldið í köldu vatni, og föstur þar sem sjúklingar fengu ekki næringu dögum saman, svo sem segir hér á eftir.“


Guðný Þórdís Magnúsdóttir:
GEÐVEIKRAHÆLIÐ KLEPPUR

...
Meira
Bjarni Georg Einarsson.
Bjarni Georg Einarsson.
« 1 af 4 »

Bjarni Georg Einarsson á Þingeyri hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, enda óvenju vel verki farinn maður. Hann hefur stundað sjóinn, verið vörubílstjóri, verkstjóri í frystihúsinu, útgerðarstjóri og unnið í þeirri frægu Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar og co. hf hvers hróður barst víða um Evrópu á sinni tíð.


    Hann var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að taka til hendinni. Við hittum Bjarna og báðum hann segja okkur nokkuð frá afrekum sínum í æsku.

...
Meira
Lárus Hagalínsson og frú. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Lárus Hagalínsson og frú. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Í Hvammi í Dýrafirði var ævafont gamalgróið bændasamfélag allt fram yfir miðja síðustu öld. Gamli Hvamms-ættbálkurinn hafði þá búið þar öldum saman. Að Hvammi bárust þó af og til utanaðkomnir menn.   


    Það var mikil tilhlökkun hjá börnunum í Hvammi, eins og börnum annarsstaðar í sveitum þessa lands, þegar kúnum var fyrst sleppt út á vorin. Og þá ekki síður hjá kúnum sjálfum sem fögnuðu frelsinu í orðsins fyllstu merkingu eftir sjö mánaða innistöðu. Þá var slett úr klaufunum og rassaköstin eftir því. 


     Það kom að þessari stund hjá kúnum í Hvammi, nú hjá kúnum á Neðribænum eins og hjá öðrum kúm í Hvammi, að þær fengju frelsi og þeim sleppt út í fyrsta sinn að vori. Það hefur verið ákveðið áður en farið var í fjósið um morguninn á Neðribænum, að eftir mjaltir skyldu kýr og kálfar sett út, og það kvisast milli bæja

...
Meira
Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31