A A A
  • 1983 - Borgný Skúladóttir
  • 1989 - Elín Björg Ragnarsdóttir
  • 2004 - Valur Örn Ellertsson
  • 2004 - Ernir Elí Ellertsson
13.04.2017 - 06:51 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagiđ

Vestfirskar sagnir: - Fjórđa heftiđ vćntanlegt eftir páska

« 1 af 2 »

Á árunum 1933-1937 kom út í mörgum heftum sagnabálkurinn Vestfirskar sagnir. Helgi Guðmundsson safnaði og skráði. Útgefandi Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar. Þessi merki vestfirski sagnaarfur hefur verið ófáanlegur í áratugi. Vestfirska forlagið gefur hann nú út á nýjan leik í heiðursskyni við þá félaga. Þrjú hefti eru þegar komin út hjá forlaginu fyrir nokkru. Fjórða heftið kemur svo í bókaverslanir eftir páska.


Gunnhildur Sumarliðadóttir á Sveinseyri í Dýrafirði kemur mikið við sögu í 4. heftinu. Gunnhildur var uppi á 18. öld. Harmsaga hennar er mörgum hugleikin. En þjóðtrúin gerði hana að frægustu afturgöngu í Vestur-Ísafjarðarsýslu um langt skeið og þó víðar væri leitað.

...
Meira
22.02.2017 - 22:11 | Vestfirska forlagiđ,Hallgrímur Sveinsson

Kafli úr bókinni gamlar Glefsur og nýjar eftir Gunnar B. Eydal

Guđný Ţórdís Magnúsdóttir.
Guđný Ţórdís Magnúsdóttir.

„Ég upplifði ömmu mína Guðfinnu alltaf sem svolítið skass. Hún talaði mest við mig um praktíska hluti, vinnu og sparnað. Ég vissi ekki þá hversu merkileg kona hún var. Hún studdi Alþýðuflokkinn alla tíð, þrátt fyrir stjórnmálaskoðanir afa sem hann lifði og barðist fyrir. Eitt var það sem aldrei var talað um í æsku minni. Hún veiktist af þunglyndi og var sjúklingur á Kleppi í rúmlega eitt ár, 1923. Ég tel að þetta hafi verið sjúkdómur sem nú er kallaður manio depresiv. Á þessum tíma var ekki  rætt um geðsjúkdóma. Átti það bæði við um sjúklingana sjálfa og aðstandendur þeirra. Þá skrifuðu konur ekki oft í blöð undir eigin nafni. Amma birti hins vegar grein, þremur árum eftir að dvölinni lauk, sem hún nefndi „Geðveikrahælið á Kleppi“. Þar réðst hún harkalega gegn þeim aðferðum sem þar voru notaðar í lækningaskyni.  Greinin birtist upphaflega í Alþýðublaðinu. Á þessum tíma tíðkuðust bæði svokallaðar vatnslækningar, þar sem sjúklingar voru baðaðir eða haldið í köldu vatni, og föstur þar sem sjúklingar fengu ekki næringu dögum saman, svo sem segir hér á eftir.“


Guðný Þórdís Magnúsdóttir:
GEÐVEIKRAHÆLIÐ KLEPPUR

...
Meira
Bjarni Georg Einarsson.
Bjarni Georg Einarsson.
« 1 af 4 »

Bjarni Georg Einarsson á Þingeyri hefur lagt gjörva hönd á margt um dagana, enda óvenju vel verki farinn maður. Hann hefur stundað sjóinn, verið vörubílstjóri, verkstjóri í frystihúsinu, útgerðarstjóri og unnið í þeirri frægu Vélsmiðju Guðmundar J. Sigurðssonar og co. hf hvers hróður barst víða um Evrópu á sinni tíð.


    Hann var ekki hár í loftinu þegar hann byrjaði að taka til hendinni. Við hittum Bjarna og báðum hann segja okkur nokkuð frá afrekum sínum í æsku.

...
Meira
Lárus Hagalínsson og frú. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.
Lárus Hagalínsson og frú. Ljósm.: Björn Ingi Bjarnason.

Í Hvammi í Dýrafirði var ævafont gamalgróið bændasamfélag allt fram yfir miðja síðustu öld. Gamli Hvamms-ættbálkurinn hafði þá búið þar öldum saman. Að Hvammi bárust þó af og til utanaðkomnir menn.   


    Það var mikil tilhlökkun hjá börnunum í Hvammi, eins og börnum annarsstaðar í sveitum þessa lands, þegar kúnum var fyrst sleppt út á vorin. Og þá ekki síður hjá kúnum sjálfum sem fögnuðu frelsinu í orðsins fyllstu merkingu eftir sjö mánaða innistöðu. Þá var slett úr klaufunum og rassaköstin eftir því. 


     Það kom að þessari stund hjá kúnum í Hvammi, nú hjá kúnum á Neðribænum eins og hjá öðrum kúm í Hvammi, að þær fengju frelsi og þeim sleppt út í fyrsta sinn að vori. Það hefur verið ákveðið áður en farið var í fjósið um morguninn á Neðribænum, að eftir mjaltir skyldu kýr og kálfar sett út, og það kvisast milli bæja

...
Meira
22.12.2016 - 13:09 | Vestfirska forlagiđ,Jóhanna G. Kristjánsdóttir,Hallgrímur Sveinsson

Ađeins úr bókinni -Ţorp verđur til á Flateyri- eftir Jóhönnu G. Kristjánsdóttur, unniđ upp úr bréfasöfnum

Flateyri við Önundarfjörð varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og önnur þorp við sjávarsíðuna allt í kring um landið voru fiskveiðar og vinnsla aflans sá atvinnugrunnur sem gerði búsetu „á mölinni“ eftirsóknarverða fyrir þá sem voru að koma undir sig fótunum, eins og sagt er.


Á Flateyri hafa nú um 100 ára skeið verið geymd bréfasöfn Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar og Guðrúnar Torfadópttur. Þeim verður fundinn staður í opinberu safni, enda fyrir löngu kominn tími til. Bréfasöfnin tvö munu þá hverfa burtu af eyrinni þar sem þau hafa legið í ferðakofforti og kommóðuskúffu frá árinu 1913. Fyrir nokkrum árum fór sú löngun að láta á sér kræla hjá mér að gaman væri að gera þeim einhver skil áður en þau færu á betri geymslustað. Þannig vissu fleiri af þeim en heimilisfólkið á heimilinu þar sem þau hafa verið allan þennan tíma.

...
Meira
« 1 af 2 »
Fyrsta bílinn sem við eignuðumst keyptum við árið 1965. Það var Trabant, lítið ekinn, í eigu fullorðins manns á Akureyri. Það fylgdi honum að þetta yrði gæfubíll, svo margar bænir hafði móðir eigandans beðið fyrir bílnum að gæfan hlyti að fylgja honum þótt hann skipti um eigendur. Það gekk eftir og við áttum hann áfallalaust í mörg ár. Við áttum ekki krónu til bílakaupa, sem þá var enn litið á sem óþarfa lúxus. Því urðum við að fá víxillán og ég reyndi fyrst fyrir mér í ónefndum banka á Akureyri. Það lá við að bankastjórinn henti mér út fyrir að ónáða sig út af svona vitleysu. Ég fór þá með víxilinn í Landsbankann til Jóns Sólnes og reyndist auðsótt að fá lánið. En málið hafði smá eftirmála....
Meira
« 1 af 2 »

Miðbæjarskólinn


Úr Hveragerði lá leiðin í Miðbæjarskólann gamla, þar sem ég staldraði við einn vetur, en hóf síðan kennslu í Gagnfræðaskóla Verknáms, þar sem ég kenndi í sjö ár. Þessi viðkoma í miðbænum var frekar tíðindalítil. Á þessum árum var enn raðað í bekki eftir námsgetu og þessi skipting gerði alla vinnu mun auðveldari og um leið árangursríkari en raun bar vitni, þegar hin misskilda, sænska túlkun á hugtökum eins og lýðræði og mannréttindum var tekin upp og nemendum hrúgað í blandaða bekki, þeim til mikils skaða og kennurum til mikils ama og óþarfa erfiðis um ókomin ár.

...
Meira
« 1 af 2 »


BRÆÐUR MÍNIR 


Albræður mínir voru Ingimar og Finnur Eydal. Ég var okkar yngstur, þremur árum yngri en Finnur. Þeir hafa komið við sögu öðru hverju hér að framan og reyndar einnig síðar, en hér ætla ég að fjalla um tónlistarferil þeirra. Báðir hófu þeir tónlistarnám á barnsaldri. Ingimar var við nám í klassískum píanóleik og það voru óneitanlega vonbrigði fyrir kennara hans þegar hann „datt í djassinn“ eins og það var orðað. Finnur lærði líka á píanó, en hann mun hafa verið um tíu eða ellefu ára þegar hann fann gamalt klarínett uppi á háalofti hjá afa okkar og ömmu. Það mun hafa verið í eigu Birgis föðurbróður míns, sem spilaði í Lúðrasveit Akureyrar. Það vantaði að vísu á það munnstykkið, en Finnur gafst ekki upp og tókst að bæta úr og var þá komið nothæft hljóðfæri. Hann hóf nám í tónlistarskóla Akureyrar og síðar í Reykjavík, m.a. hjá Agli Jónssyni og Gunnari Egilssyni. Finnur mun hafa verið þrettán ára gamall þegar hann kom fyrst fram sem klarínettleikari. Tónlist liggur oft í ættum. Indriði afi minn í móðurætt spilaði á harmoniku á dansleikjum á Austurlandi. Ingimar afi minn í föðurætt var stundum trallari á böllum í Eyjafirðinum, en þegar engin harmonikka var fyrir hendi var einfaldlega trallað undir dansinum. Ég var á unglingsárunum þegar stjarna bræðra minna tók að rísa á tónlistarsviðinu. Þeir fóru fyrir vinsælli danshljómsveit á Akureyri. Brátt bættist við góður liðsauki, söngkonan Helena Eyjólfsdóttir, sem síðar giftist Finni bróður mínum. Kona Ingimars, Ásta Sigurðardóttir, sá oft um textagerð, ásamt Kristjáni, skáldi frá Djúpalæk.

...
Meira
19.11.2016 - 10:30 | Vestfirska forlagiđ,Séra Guđrún Edda Gunnarsdóttir

Minningarorđ - Guđrún Nanna Sigurđardóttir prestsfrú á Ţingeyri

Guđrún Nanna Sigurđardóttir (1925 - 2015)
Guđrún Nanna Sigurđardóttir (1925 - 2015)
« 1 af 4 »

Þingeyrarvefurinn hefur alla tíð verið óhræddur við að taka upp nýjungar fyrir lesendur sína. Að þessu sinni er nýbreytnin fólgin í því að byrja að birta kveðjuorð eða útfararræður sem prestar hér vestra hafa flutt í kirkjum við útfarir. Prestar leggja oft mikla vinnu í minningarorð sem þeir flytja við hinstu kveðju. Í þeim er að jafnaði mikill fróðleikur sem hvergi er annarsstaðar að finna.  


   Við höfum rætt þetta við ýmsa presta, nú síðast þau hjón Guðrúnu Eddu, okkar ágæta fyrrum sóknarprest í Þingeyrarprestakalli og próf. Einar Sigurbjörnsson. Niðurstaða okkar er sú að hefja slíkar birtingar hér á Þingeyrarvefnum. Hversu oft slíkt gerist verður tíminn að leiða í ljós.


   Það er okkur mikill heiður að fá að hefja þennan þátt á minningarorðum sem séra Guðrún Edda flutti yfir okkar ástsælu prestsfrú á Þingeyri, Guðrúnu Nönnu Sigurðardóttur, í Hjallakirkju í Reykjavík 30. október 2015. Í dag, 19. nóvember er einmitt afmælisdagur hennar.


                                               Þingeyrarvefurinn.  

...
Meira
« 1 af 4 »

Monica Mary Mackintosh býr í Hnífsdal og hefur verið enskukennari við Grunnskólann á Ísafirði um langa hríð. Hún er gift Reyni Helgasyni starfsmanni Orkubús Vestfjarða og þau eiga þrjú börn, Tómas, Amy Melissu og Kristófer.Ég er fædd árið 1953 í Brisbane sem er stærsta borgin í Queensland fylki á austurströnd Ástralíu. Þar ólst ég upp fyrstu sjö eða átta árin í stórum systkinahópi. Við vorum sjö systkinin, fjórar stelpur og þrír strákar og aðeins tólf ára aldursmunur á því elsta og yngsta. Svo það var mikið fjör hjá okkur í uppvextinum og enginn skortur á leikfélögum, við vorum náin og lékum okkur mikið saman.  


Í kaþólskum nunnuskóla

...
Meira
Eldri fćrslur
« Júlí »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31