A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
13.04.2017 - 06:51 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Vestfirskar sagnir: - Fjórða heftið væntanlegt eftir páska

« 1 af 2 »

Á árunum 1933-1937 kom út í mörgum heftum sagnabálkurinn Vestfirskar sagnir. Helgi Guðmundsson safnaði og skráði. Útgefandi Bókaverslun Guðmundar Gamalíelssonar. Þessi merki vestfirski sagnaarfur hefur verið ófáanlegur í áratugi. Vestfirska forlagið gefur hann nú út á nýjan leik í heiðursskyni við þá félaga. Þrjú hefti eru þegar komin út hjá forlaginu fyrir nokkru. Fjórða heftið kemur svo í bókaverslanir eftir páska.

Gunnhildur Sumarliðadóttir á Sveinseyri í Dýrafirði kemur mikið við sögu í 4. heftinu. Gunnhildur var uppi á 18. öld. Harmsaga hennar er mörgum hugleikin. En þjóðtrúin gerði hana að frægustu afturgöngu í Vestur-Ísafjarðarsýslu um langt skeið og þó víðar væri leitað.

Nú má það vera að sumum finnist hinar vestfirsku sögur og sagnir ekki merkilegar bókmenntir. En er það svo? Hér er um að ræða reynsluheim forfeðranna í harðbýlum landshluta. Margar af þeim frásögnum færir Helgi í fyrsta skipti til bókar eftir skilgóðum heimildarmönnum. Það hlýtur að vera nokkurs virði. Margir telja þjóðsögur og sagnir einn af fjársjóðum Íslands sem við megum ekki gleyma og týna.


« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30