A A A
  • 1902 - fæddist Halldór Laxness
  • 1950 - Ólafía Sigurjónsdóttir
  • 1965 - Kristbjörg Bjarnadóttir
  • 1989 - Harpa Sjöfn Friðfinnsdóttir
  • 1990 - Snorri Karl Birgisson
  • 1998 - Magnús Freyr Jónasson
16.03.2009 - 00:58 | bb.is

Vestfjarðahlaupin fá góðar einkunnir

Frá Óshlíðarhlaupinu 2008. Mynd: bb.is.
Frá Óshlíðarhlaupinu 2008. Mynd: bb.is.
Hlaupin á Vestfjörðum fá góðar einkunnir á hlaupavefnum hlaup.is þar sem metin eru þau almenningshlaup sem haldin voru á Íslandi árið 2008. Þátttakendur í hlaupunum gefa einkunnir á sérstöku formi sem aðgengilegt er á vefnum. Vesturgatan, sem hlaupin er um Svalvoga á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, er í fimmta sæti í flokknum „Gefnar einkunnir" með aðal einkunnina 9,5 en flestar undireinkunnir eru upp á 10. Óshlíðarhlaupið, sem hlaupið er á milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar, kemur í 28. sæti með aðal einkunnina 7,0 en flestar undireinkunnir upp á 10. Í undireinkunnum er lagt mat á hlaupaleiðina, drykkjarstöðvar, verðlaun, brautarvörslu, marksvæði, skipulag o.fl. Í flokknum „Útreiknaðar einkunnir" er Vesturgatan í þriðja sæti af öllum hlaupum landsins og Óshlíðarhlaupið kemur þar á eftir í fjórða sæti....
Meira
13.03.2009 - 01:06 | bb.is

Framkvæmdir við Salthúsið að hefjast

Myndin er tekin á Þingeyri um 1880. Stóra húsið, þar sem fáninn blaktir, er verslunarhús sem kaupmaðurinn N. Chr. Gram lét reisa og stendur enn. Lengst til vinstri er gamla beykishúsið og pakkhúsið
Myndin er tekin á Þingeyri um 1880. Stóra húsið, þar sem fáninn blaktir, er verslunarhús sem kaupmaðurinn N. Chr. Gram lét reisa og stendur enn. Lengst til vinstri er gamla beykishúsið og pakkhúsið
Framkvæmdir við Salthúsið á Þingeyri hefjast eftir helgi á vegum G.Ó.K. húsasmíði ehf. Jón Steinar Guðmundsson, annar eigenda G.Ó.K., segir fyrirtækið hafa unnið við endurbætur á húsinu síðastliðin 10 ár. „Við erum búnir að vinna að þessu verki í tíu ár með hléum, mislöngum, og við munum fylgja þessu verki í höfn með sumrinu," segir Jón Steinar sem segir mikla sérfræðikunnáttu nauðsynlega til að vinna að svo gömlu húsi. „Það á eftir að smíða þakið og raða húsinu saman," segir Jón Steinar. Salthúsið var reist á 18. öld. Sagan segir að húsið sé jafn gamla pakkhúsinu á Hófsósi, þar sem Vesturfarasetrið er til húsa þótt umdeilt sé hvenær húsið hafi verið byggt....
Meira
Frá heimsókninni í grunnskólann. Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir
Frá heimsókninni í grunnskólann. Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir
Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu heimsóttu Grunnskólann á Þingeyri á dögunum. Sjálfboðaliðarnir sem heita Sulayman og Amie fræddu nemendur og kennara um Gambíu, land og þjóð. Þau fjölluðu sérstaklega um þær hefðir og venjur sem skapast hafa í Gambíu við hátíðarhöld og ýmsar uppákomur. Nemendurnir lærðu meðal annars um hefðir við skírnir, brúðkaup, jarðarfarir og umskurð drengja. Nemendur voru áhugasamir og spurðu margra spurninga. Samræðurnar fóru fram á ensku og sýndu eldri nemendur við þetta tækifæri að þeir eru nokkuð færir um að halda uppi samræðum á ensku.
13.03.2009 - 01:02 | JÓH

Vel heppnað námskeið í bogasmíði

Borgný Gunnarsdóttir við bogasmíðina
Borgný Gunnarsdóttir við bogasmíðina
Víkingar á Vestfjörðum stóðu fyrir námskeiði í boðasmíði um nýliðna helgi. Góð þátttaka var á námskeiðnu og voru allir mjög ánægðir með hvernig til tókst. Kennari á námskeiðinu var Eric Zehmke en hann er höfðingi víkingahóps á Ulfsborg á Sjálandi. Bogarnir sem smíðaðir voru á námskeiðinu voru gerðir úr nýhöggnum hesliviði, mældir út eftir því hvernig lá í viðnum; höggnir til, tálgaðir og pússaðir. Að sjálfsögðu var allt unnið með handverkfærum. Strengurinn í bogann var síðan snúinn úr hörþræði og borið á hann bývax. Svansfjarðir voru síðan festar á örvarnar. Eric hefur áður kennt á námskeiði á Þingeyri, en þá í skógerð á tímum víkinga.
12.03.2009 - 01:28 | HS

Jafnréttisumræða

Mýrarfell. Mynd: Davíð Davíðsson
Mýrarfell. Mynd: Davíð Davíðsson
Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er nauðsyn

Sá nýjasti úr Mýrahreppi í Dýrafirði: Mýrhreppingar eru félagslynt fólk og notar hvert tækifæri sem gefst til að koma saman og blanda geði hvert við annað, að önnum dagsins loknum. Ekki þarf stórafmæli til að menn komi saman til að drekka kaffi og spjalla og ræða málin, skepnuhöld, veðurfar og dægurmál almennt. Ef vel viðrar er Valdimar á Mýrum viss með að ávarpa hópinn svohljóðandi: "Hann stangar ekki hart í dag."

...
Meira
Myndin er frá Skólahreysti í fyrra. Mynd: bb.is
Myndin er frá Skólahreysti í fyrra. Mynd: bb.is
Keppni í Skólahreysti fór fram í síðasta mánuði á Ísafirði en þrjú lið af Vestfjörðum tóku þátt. Grunnskóli Þingeyrar stóð sig mjög vel í keppninni og hafnaði í 2. sæti, aðeins hálfu stigi á eftir sigurliðinu sem var frá Grunnskóla Ísafjarðar. Sigríður Halla Halldórsdóttir, nemandi í 9. bekk í Grunnskólanum á Þingeyri, sigraði í Hreystigreip en hún hékk í 4:22 mínútur. Metið í Hreystigreip er 05:29 mínútur en það setti Vogaskóli árið 2006. Síðan þá hefur engum tekist að komast svo nálægt metinu og því er þetta alveg frábær árangur hjá Sigríði Höllu. Aðspurð segist Sigríður Halla ekki hafa æft sig sérstaklega mikið í Hreystigreipinu en hún tekur virkan þátt í skólaíþróttunum. Við á Þingeyrarvefnum óskum Sigríði Höllu að sjálfsögðu til hamingju með glæsilegan árangur!...
Meira
Setið yfir spilum í höfuðstöðvunum. Eins og sjá má er hausinn rauðglóandi á spilamönnunum í Gosa, jafnt gestum sem heimamönnum, enda um að ræða íþrótt sem þarfnast svakalegrar einbeitingar og athygli, eigi árangur að nást. Mynd: HS.
Setið yfir spilum í höfuðstöðvunum. Eins og sjá má er hausinn rauðglóandi á spilamönnunum í Gosa, jafnt gestum sem heimamönnum, enda um að ræða íþrótt sem þarfnast svakalegrar einbeitingar og athygli, eigi árangur að nást. Mynd: HS.
Eins og eiginlega allir vita, er Bridgefélagið Gosi á Þingeyri elsta starfandi bridgefélag á Vestfjörðum. Í gegnum tíðina hefur verið spilað þar af miklum þrótti og margir Gosamenn gert garðinn frægan. Heldur hefur þó hallað undan fæti á síðustu misserum og hafa menn verið að hökta þetta á tveimur til þremur borðum, það er að segja hafi verið spilafært á annað borð. Á þessu blessaða ári hefur þó borið nokkuð nýrra við. Haldið þið ekki að Ísfirðingar, Súðvíkingar og fleiri norðanmenn hafi komið til Þingeyrar einu sinni í viku til að spila bridge! Og það ekki bara tveir eða þrír, heldur allt upp í 15 til 20 manns. Þetta er ótrúlegt en samt satt. Nánast ekkert hefur verið spilað á Ísafirði síðastliðin tvö ár og er það bæði synd og skömm því þeir norðanmenn eru miklir keppnismenn í bridge og gefa ekkert eftir fyrr en í fulla hnefana, enda hafa þeir oft náð gífurlegum árangri, jafnvel á landsmælikvarða! Eftir þessu verður að álykta sem svo að miðstöð bridgeíþróttarinnar á Vestfjörðum sé nú á Þingeyri í Dýrafirði (Eftir því sem hinum bestu mönnum er kunnugt).
Einnig má álykta, að bridgemenn þar nyrðra telji að það sé jafn langt frá Ísafirði til Þingeyrar eins og frá Þingeyri til Ísafjarðar, eða þannig!
...
Meira
Það er vægast sagt undarlegt fyrir okkur landkrabbana, sem sumir okkar hafa aldrei migið í saltan sjó, að heyra það að nú eigi að draga úr öryggisþjónustu við sjómennina okkar. Fjárveitingar til þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar á að skerða vegna fátæktar. Þetta eru slæmar fréttir, einhverjar þær verstu sem maður hefur heyrt lengi. Einkum og sér í lagi vegna þess að þetta er algjörlega út úr korti. Á árinu 2009 er áætlað að verja samkvæmt fjárlögum mörgum milljörðum króna í alls konar vitleysu á vegum ríkisins. Menn þurfa ekki annað en renna augum yfir þann lagabálk til að sjá það. Svo ætla menn að leyfa sér að draga úr öryggi sjómanna, sem aldrei er of mikið....
Meira
Eldri færslur
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30