A A A
  • 2001 - Þorbjörg Lilja Sigmarsdóttir
Frá heimsókninni í grunnskólann. Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir
Frá heimsókninni í grunnskólann. Mynd: Bryndís Friðgeirsdóttir
Sjálfboðaliðar frá Rauða krossinum í Gambíu heimsóttu Grunnskólann á Þingeyri á dögunum. Sjálfboðaliðarnir sem heita Sulayman og Amie fræddu nemendur og kennara um Gambíu, land og þjóð. Þau fjölluðu sérstaklega um þær hefðir og venjur sem skapast hafa í Gambíu við hátíðarhöld og ýmsar uppákomur. Nemendurnir lærðu meðal annars um hefðir við skírnir, brúðkaup, jarðarfarir og umskurð drengja. Nemendur voru áhugasamir og spurðu margra spurninga. Samræðurnar fóru fram á ensku og sýndu eldri nemendur við þetta tækifæri að þeir eru nokkuð færir um að halda uppi samræðum á ensku.
« Ágúst »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31