A A A
  • 1973 - Guðrún Íris Hreinsdóttir
  • 1990 - Sigríður Edda Steinþórsdóttir
24.03.2011 - 23:56 | Tilkynning

Sundleikfimi

Nadia og Martin Jones eru leiðbeinendur námskeiðsins
Nadia og Martin Jones eru leiðbeinendur námskeiðsins
Sundleikfimin byrjaði aftur í fyrrakvöld eftir smá hlé vegna óviðráðanlegra orsaka. Þátttakendur sem eru af báðum kynum, ýmsum aldri og þyngd, voru himinsælir eftir æfinguna og fundu vel hvað þetta gerir skrokknum gott (ekki bara fyrir unga, granna, í góðu formi.) Fleiri komast að og hvetjum við þig til að athuga hvort þetta hentar þér ekki líka. Verðum á þriðjudögum kl. 20:00.
Sundlaugaverðir.
23.03.2011 - 18:20 | Tilkynning

Árshátíð Grunnskólans á Þingeyri 2011

Frá Vestfjarðakeppni Samféss. Mynd: Strandir.is
Frá Vestfjarðakeppni Samféss. Mynd: Strandir.is
Árshátíðarsýningar nemenda verða í Félagsheimilinu á Þingeyri á morgun, fimmtudaginn 24. mars. Á morgunsýningu, kl. 10:00, munu börn af leikskólanum Laufási einnig skemmta. Á kvöldsýningu kl.19:30 mun „Samfés" hópurinn flytja atriðið sitt.

Að vanda eru allir velkomnir að koma og gleðjast með okkur!
Aðgangseyrir er kr. 600 fyrir 16 ára og eldri. Dagskráin tekur u.þ.b. tvær klukkustundir.
Skólastjóri
23.03.2011 - 12:38 | bb.is

Vilja áfram reka upplýsingamiðstöð

Koltra vill halda áfram að reka upplýsinga- miðstöð á Þingeyri.
Koltra vill halda áfram að reka upplýsinga- miðstöð á Þingeyri.
Handverkshópurinn Koltra hefur óskað eftir því að samningur hópsins og Ísafjarðarbæjar um rekstur upplýsinga- miðstöðvar á Þingeyri verði endurnýjaður. Koltra hefur rekið upplýsingamiðstöð á Þingeyri mörg undanfarin ár og hefur fengið fjárstyrk frá Ísafjarðarbæ til þess. Samningur Koltru við Ísafjarðarbæ rann út á síðasta ári og vill hópurinn að hann verði framlengdur með svipuðu sniði og verið hefur. Bæjarráð tók erindið fyrir á síðasta fundi og fól bæjarstjóra að afgreiða málið.
20.03.2011 - 21:23 | Tilkynning

Nýtt námskeið í sunderóbikki

Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Sundlaugin á Þingeyri. Mynd: JÓH
Nú er að hefjast nýtt námskeið í sunderóbikki í sundlauginni á Þingeyri. Fyrsti tíminn er á þriðjudagskvöld, 22. mars. kl. 20:00 og leiðbeinendur eru sem áður Nadia og Martin Jones. Mikil ánægja hefur verið með námskeiðin og eru nýliðar sérstaklega hvattir til að mæta.


Þátttakendur í Ungfrú Vestfirðir 2011. Mynd: bb.is/Árný Herbertsdóttir
Þátttakendur í Ungfrú Vestfirðir 2011. Mynd: bb.is/Árný Herbertsdóttir
Tvær stúlkur frá Dýrafirði eru meðal þátttakenda í Ungfrú Vestfirðir 2011 en það eru þær Karen Lind Richardsdóttir og Erla Sighvatsdóttir. Alls taka 10 stúlkur þátt í ár, sem er metþátttaka, en keppnin fer fram í Félagsheimilinu í Hnífsdal þann 26. mars. Hægt er að kjósa Netstúlkuna 2011 hér, en netkosningu lýkur tveimur dögum fyrir keppnina. Miðasala fyrir keppnina er ekki hafin en hægt er að fylgjast með á Facebooksíðu keppninnar.
06.03.2011 - 12:36 | bb.is

„Þingeyri í öndunarvél“

Dýrafjörður
Dýrafjörður
Fólk á Þingeyri sem og víða í öðrum sjávarbyggðum veit oft ekki hve marga mánuði á ári það hefur vinnu. Þorgerður Gunnlaugsdóttir, starfsmaður í frystihúsi Vísis á Þingeyri, segir í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins, að fólk þurfi að reyna að vera bjartsýnt á að það haldist atvinna á staðnum. Atvinnan sé lykilatriði fyrir því að hægt sé að búa á stað eins og Þingeyri og það eigi raunar við um alla landsbyggðina. Á Þingeyri var einu sinni blómlegt samfélag. Þá voru tveir togarar sem lönduðu hátt í 8000 tonnum á hverju ári, en þá var ekkert kvótakerfi. Í fréttum Ríkissjónvarpsins á dögunum var Þingeyri tekin sem dæmi um hvaða áhrif það hafði á byggðir í landinu. Árið 1984 bjuggu 456 manns á Þingeyri. Núna eru íbúarnir 260. Valdimar Elíasson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, segir að verið sé að tala um 20 eða 25 ár og á þeim tíma hafi 200 til 250 manns flutt burt....
Meira
22.02.2011 - 13:45 | JÓH

Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins

Frá 30. Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson
Frá 30. Kaffidegi Dýrfirðingafélagsins. Mynd: Davíð Davíðsson
Kaffidagur Dýrfirðingafélagsins verður sunnudaginn 13. mars í Fella- og Hólakirkju. Hann hefst með messu kl. 14:00 en strax að henni lokinni, kl. 15:00, verður kaffi og dýrindis meðlæti til sölu í safnaðarheimili kirkjunnar. Kynning á stofnun og starfsemi Dýrfirðingafélagsins verður á veggspjöldum. Aðstaða verður fyrir yngri kynslóðina til afþreyingar.

Biðjum ykkur að hvetja alla ættingja, vini og kunningja til að mæta á Kaffidaginn.
Hlökkum til að sjá ykkur;
f.h. stjórnar
Bergþóra
Gunnlaugur Dan skólastjóri tekur við sjónaukanum
Gunnlaugur Dan skólastjóri tekur við sjónaukanum
Á alþjóðlegu ári stjörnufræðinnar 2009 tók hópur stjarnvísindamanna, stjörnuáhugamanna og raunvísindakennara sig til og útbjó sérstakan stjörnusjónauka með það í huga að gera undur alheimsins aðgengileg fyrir sem flesta. Sjónaukinn er nefndur Galíleósjónaukinn eftir ítalska vísindamanninum Galíleó Galílei sem beindi sínum heimasmíðaða sjónauka til himins fyrstur manna.


Nú þegar hafa allir skólar á norðanverðum Vestfjörðum fengið sjónaukann afhentan en það var Jón Sigurðsson áhugamaður og félagi í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness sem afhenti sjónaukana hér vestra, Gunnlaugur Dan skólastjóri í Grunnskólanum á Þingeyri tók við sjónaukanum á sal Grunnskólanns. Að lokinni afhendingu fengu svo nemendur að virða fyrir sér sjónaukann og kíkja í hann. Sjónaukinn  er gjöf frá Stjarnvísindafélagi Íslands, Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness og landsnefnd um ár stjörnufræðinnar 2009. Tilgangurinn með gjöfinni er að auka áhuga nemenda á vísindum.  Frekari upplýsingar má finna á stjörnufræðivefnum.

...
Meira
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31