A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
06.03.2011 - 12:36 | bb.is

„Þingeyri í öndunarvél“

Dýrafjörður
Dýrafjörður
Fólk á Þingeyri sem og víða í öðrum sjávarbyggðum veit oft ekki hve marga mánuði á ári það hefur vinnu. Þorgerður Gunnlaugsdóttir, starfsmaður í frystihúsi Vísis á Þingeyri, segir í samtali við fréttastofu Ríkissjónvarpsins, að fólk þurfi að reyna að vera bjartsýnt á að það haldist atvinna á staðnum. Atvinnan sé lykilatriði fyrir því að hægt sé að búa á stað eins og Þingeyri og það eigi raunar við um alla landsbyggðina. Á Þingeyri var einu sinni blómlegt samfélag. Þá voru tveir togarar sem lönduðu hátt í 8000 tonnum á hverju ári, en þá var ekkert kvótakerfi. Í fréttum Ríkissjónvarpsins á dögunum var Þingeyri tekin sem dæmi um hvaða áhrif það hafði á byggðir í landinu. Árið 1984 bjuggu 456 manns á Þingeyri. Núna eru íbúarnir 260. Valdimar Elíasson, formaður íbúasamtaka Þingeyrar, segir að verið sé að tala um 20 eða 25 ár og á þeim tíma hafi 200 til 250 manns flutt burt.

 

Í frétt RÚV var sagt beinum orðum að Þingeyri væri í öndunarvél og hún væri í Grindavík, en það er Vísir hf., í Grindavík sem rekur frystihúsið á Þingeyri. Ein helsta ástæðan fyrir því að Vísir hf. er með frystihús á Þingeyri og eitt skipa sinna skráð þar er að eigendur fyrirtækisins eru ættaðir þaðan. Þó svo skip landi aflanum á Þingeyri er hann ekki endilega unninn á staðnum. Vísir starfrækir fjögur frystihús, á Húsavík, á Djúpavogi, í Grindavík og á Þingeyri og hvert frystihús er með sérhæfða vinnslu. Því er fiskinum stundum ekið frá Þingeyri til Húsavíkur eða Grindavíkur og öfugt.

 

Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis, segir að þegar fyrirtækið hafi komið til Þingeyrar hafi það verið byggt upp frá grunni. Fyrirtækið hafi það á samviskunni að hafa hætt vinnslu á Breiðdalsvík því ekki hafi verið hægt að halda rekstri gangandi á báðum stöðum. Pétur telur að allir sem séu í útgerð finni til þessarar ábyrgðar og finnist þar af leiðandi meira særandi þegar þeir séu sakaðir um annað.

Pétur segir einnig að mikilvægt sé að hægt verði að byggja upp færri en dýrari fiskvinnslur með betri tækni. Þess vegna sé mikilvægt að menn fái að halda því áfram. Ef farið væri kringum landið og kannaðar þær fiskvinnslur sem eru í rekstri í dag og þeir menn sem standa þar að baki, séu þetta eigendur sem finni alla þá ábyrgð sem þeir þurfi að finna fyrir á svona stað.

 

Nánari umfjöllun um málið má sjá á RÚV-vefnum.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31