A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
25.05.2018 - 11:39 | Hallgrímur Sveinsson

Húmorslítil kosningabarátta

Guðmundur G. Hagalín: Teikning Ómar Smári Kristinsson
Guðmundur G. Hagalín: Teikning Ómar Smári Kristinsson
« 1 af 2 »
Mörgum finnst kosningabarátta seinni ára, bæði til Alþingis og sveitarstjórna svo til húmorslaus. Þrautleiðinleg. Það eru peningar, peningar og aftur peningar. Hvað sagði ekki Björn á Löngumýri: „Það gildir á kosningafundum að koma mönnum í gott skap. Sá, sem veldur leiðindum, hlýtur að tapa, þurrspeki gengur ekki, og rætni og rótarskapur getur verið neikvæður, gamansemin er beittasta vopnið.“ Þeir gömlu vissu hvað þeir sungu. Tökum dæmi héðan að vestan til upplyftingar....
Meira
09.05.2018 - 12:32 | Hallgrímur Sveinsson

Krían er komin í Arnarfjörð!

Þau ánægjulegu tíðindi urðu í dag í æðarvörpunum á Eyri í Arnarfirði og Auðkúlu, að stór hópur af kríum mætti á svæðið. Frú Guðrún  (og frú Grelöð ábyggilega líka) varð vitni að þessum atburði.

Í fyrra mætti frú kría og kallinn hennar 3. maí, en það var líka óvenju snemmt. Árin þar áður mætti þessi orustuþota meðal fugla 8. og 9. maí í Arnarfjörð. Og má nú vargurinn eins og lágfóta, minkur, krummi gamli, hettumáfur, veiðibjalla og assa fara að vara sig. Krían ver nefnilega æðarvörpin með kjafti og klóm, en þar verpir hún nefnilega sjálf líka. Enginn er ábyggilega fegnari komu hennar en æðarfuglinn, fyrir nú utan mannskepnuna sem er að basla við að verja æðarvörpin.

Semsagt: 35,000 kílómetra flug frá Suðurskautslandinu ef að líkum lætur. Þessi litli fugl. Ótrúlegt.


02.05.2018 - 11:31 | Hallgrímur Sveinsson

Hvenær kemur krían?

Mynd:  Krían. Ljósm. Davíð Davíðsson.
Mynd: Krían. Ljósm. Davíð Davíðsson.

Hópur af kríum mætti í Arnarfjörðinn 3. maí í fyrra kl. 11 fyrir hádegi. Frúin á Eyri tók þá sjálf á móti þessum aufúsugesti. Vorið 2016 sást þessi stórkostlegi fugl fyrst í æðarvörpunum á Eyri og Auðkúlu Arnarfirði 8. maí og vorið 2015 lét hún sjá sig þar 9. maí. Það verður spennandi að sjá hvenær frú kría og bóndi hennar koma á þessu frekar kalda vori það sem af er.  

Krían er einstakur fugl eins og allir vita. Þegar hún er mætt á svæðið er eins og allt breyti um svip. Sérfræðingar segja reyndar að krían sé stundvísasti farfuglinn. Öll náttúran lifnar er þessi langföruli farfugl kemur fljúgandi af Suðurskautslandinu og bætist í hóp hinna sem komnir eru. 

Enginn fugl í heiminum ferðast jafnlanga leið á milli varp- og vetrarstöðva og krían, eða 35 þúsund km. Og þessa vegalengd fer hún tvisvar á ári!


 

 
Ómótmælanleg staðreynd er að við Íslendingar erum einhverjir mestu bruðlarar í heimi hér. Til dæmis hefur plastið tekið völdin og vex okkur yfir höfuð nema við gáum að okkur. ...
Meira
17.04.2018 - 09:59 | Hallgrímur Sveinsson

Fyrir þremur árum á Þingeyrarvefnum: Plastruglið

Mynd: Plastpoki undan tvíbökum. Hann rifnar eins og skæni um leið og hann er opnaður. Svo þarf að setja tvíbökurnar í annað ílát ef þær eiga að geymast eitthvað. Til dæmis bréfpoka!!!
Mynd: Plastpoki undan tvíbökum. Hann rifnar eins og skæni um leið og hann er opnaður. Svo þarf að setja tvíbökurnar í annað ílát ef þær eiga að geymast eitthvað. Til dæmis bréfpoka!!!

Kenyamenn banna plastpoka, en hvað með okkur Íslendinga?


Nú berast fréttir af því frá Afríku, af öllum stöðum nánar tiltekið frá Kenya, að þeir hafi bannað plastpoka þar með harðri hendi. Við skrifuðum nokkrar greinar hér á Þingeyrarvefinn fyrir nokkrum árum um plastruglið í okkur Íslendingum. Rifjum það nú lítils háttar upp af þessu gefna tilefni frá Afríku.

...
Meira
16.04.2018 - 11:39 | Blábankinn á Þingeyri,Arnar Sigurðsson

Tækni og vald: Handan Facebook skandala

Á Íslandi er lífseig saga um að bændur hafi árið 1905 riðið til Reykjavíkur til þess að mótmæla símanum. Yfirleitt er þessi saga sögð sem dæmi um hvernig alltaf séu til afturhaldsseggir sem mótmæli sjálfsögðum framförum. Raunveruleikinn var víst eitthvað flóknari eins og vill vera, og tengdust deilum um hvort leggja ætti ritsíma um streng eða nota loftskeyti, og sjáflsagt hafa sértækir og almennir hagsmunir litað afstöðu manna....
Meira
10.04.2018 - 09:10 | Blábankinn á Þingeyri

Óvissa, ekki áhætta

Fyrir örfáum árum var vörumerki filmuframleiðandans Kodak öllum þekkt. Í næstum hverri einustu sjoppu, hvar sem er í heiminum, var hægt að kaupa filmur í gulrauðum pökkum og sjaldan var langt í næstu framköllunarstofu, þar sem „Kodak augnarblik“ voru prentuð í búnka af litmyndum sem síðan var raðað inn í fjölskyldualbúm.
Það kom þó fáum á óvart þegar þessi áður alþjóðlegi risi sótti um gjaldþrotaskipti árið 2012. Öllum mátti vera þá ljóst að eftirspurn eftir filmum væri lítil þegar stafrænar myndavélar, jafnvel símar, gátu tekið og framkallað myndir, og svo deilt þeim með vinum og ættingjum gegnum netið á augabragði.

...
Meira

Sarah Maloney er hugmyndarík og ævintýragjörn ung listakona sem hefur síðustu vikur dvalið á Þingeyri og unnið að annari teiknimyndaskáldsögu sinni, en sú fyrsta kom út í desember 2017.


Teiknimyndaskáldsögur eru skáldverk sem eru teiknuð og bera mörg einkenni skáldsagna; hafa upphaf, ris og endi, eru novellur eða sögur í fullri lengd, og geta t.d. verið sagnfræðilegar eða sjálfsævisögulegar. Þær skera sig þannig á afgerandi hátt frá teiknimyndasyrpum eða blöðum sem eru framhaldssögur sem byggðar eru upp til krækja í lesandann og ýta undir áhuga fyrir framhaldi í næsta blaði.*

...
Meira
27.03.2018 - 09:25 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

Eru afturvirkar eingreiðslur bara fyrir þá sem við kjötkatlana sitja?


Í fréttum liðinnar viku var þetta meðal þess helsta:
Ríkisbankarnir Landsbankinn og Íslandsbanki greiða samtals tæpa 40 milljarða króna í arð vegna reksturs 2017.

Og verður nú ekki undan því vikist að rifja eftirfarandi upp:
Milli 1700 til 2000 eldri (heldri) borgarar hafa ekkert nema einfaldan lífeyri frá Tryggingastofnun til að lifa á segir Mogginn og ekki lýgur hann. Hvað ber til þess? Þetta er fólkið sem ásamt öðrum hefur lagt grunninn að velmegun landsins. Grunninn að bankakerfinu og fleiru. Það má lepja dauðann úr skel. En varðhundar kerfisins fá afturvirkar eingreiðslur upp á milljónir króna. Fastur liður. Fyrir utan alla bitlingana. Fyrir hvað? Forseti vor hefur svarað þeirri spurningu.


Hin nafnkunna Þingeyrarakademía ályktaði svo um daginn:
Ellilífeyrisþegar, sem ekkert hafa til að moða úr nema einfaldan ellilífeyri, fái strax tvær milljónir króna og það skattfrjálst úr sameiginlegum sjóði landsmanna, sem afturvirka eingreiðslu.

Hvar á að taka peningana? Af arði Landsbankans segir akademían. Reiknum með að þetta séu 2000 manns. Tvær milljónir á mann gera fjóra milljarða króna. Eins og dropi í hafið fyrir banka allra landsmanna! Sé Íslandsbanki tekinn með í þennan reikning, er þetta rúm 10% af arði beggja þessara ríkisbanka á liðnu ári.
Það þarf engan starfshóp eða nefnd í þetta mál segja mannvitsbrekkurnar í Þingeyrarakademíunni. Ekkert vesen! Skyldi fjárveitingavaldið hafa vit á að gera þetta? Varla. En hvers vegna ekki? Eru afturvirkar eingreiðslur bara fyrir varðhunda kerfisins sem við kjötkatlana sitja og vita ekki aura sinna tal?

08.03.2018 - 17:40 | Arna Lára Jónsdóttir

Dýrafjörður á tímamótum

Þingeyri hefur verið boðin þátttaka verkefninu Brothættar byggðir á vegum Byggðastofnunar að beiðni Ísafjarðarbæjar. Forsendur fyrir þátttöku í verkefninu er m.a. skökk aldursdreifing,  viðvarandi fólksfækkun og einhæft atvinnulíf.  Markmið Brothættra byggða er að fá fram skoðanir íbúanna á framtíðarmöguleikum byggðarinnar og leita lausna á þeirra forsendum í samvinnu við ríkisvaldið, landshlutasamtök, atvinnuþróunarfélag, sveitarfélagið, brottflutta íbúa og aðra. 


Árið 1998 bjuggu 371 íbúi á Þingeyri en árið 2017 voru íbúarnir orðnir 263.  Á tímabilinu hafa  dunið yfir nokkur áföll í fiskvinnslunni með tilheyrandi atvinnuóöryggi fyrir íbúa. Á sama tíma hefur opinber þjónusta sem og þjónusta einkaaðila dregist saman. Það var mat okkar í bæjarstjórninni að við yrðum að leita leiða til að bregðast við því ástandi sem upp er komið.

...
Meira
Eldri færslur
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30