07.10.2009 - 11:13 | Hallgrímur Sveinsson
“Það fóru að minnsta kosti 20 kindur fyrir ofan þig”
Stend ég uppi á högginu
je, je, je.
Þarna kemur hún Gunna mín,
me, me, me.
Þetta er upphafið á löngum brag sem ortur var fyrir hönd Félags fyrirstöðukvenna-og manna í Auðkúluhreppi hinum forna, á högginu fyrir neðan Þorbjarnardal, utan Gljúfurárdals í Arnarfirði. fyrir mörgum árum. Þá vorum við þar í fyrirstöðu Leifur heitinn Þorbergsson, skipstjóri og undirritaður og gekk bara furðu vel hjá okkur.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, skal tekið fram að þeir sem veljast í fyrirstöður eiga að sjá til þess að féð sem stórsmalar reka á undan sér niður dali og út fjallahlíðar fari ekki út í buskann á ákveðnum stöðum, þegar minnst varir. Er þetta oft þar sem dalir og hlíðar mætast, við girðingarhorn lengst upp í hlíð eða bara fyrir ofan bæinn....
Meira
je, je, je.
Þarna kemur hún Gunna mín,
me, me, me.
Þetta er upphafið á löngum brag sem ortur var fyrir hönd Félags fyrirstöðukvenna-og manna í Auðkúluhreppi hinum forna, á högginu fyrir neðan Þorbjarnardal, utan Gljúfurárdals í Arnarfirði. fyrir mörgum árum. Þá vorum við þar í fyrirstöðu Leifur heitinn Þorbergsson, skipstjóri og undirritaður og gekk bara furðu vel hjá okkur.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, skal tekið fram að þeir sem veljast í fyrirstöður eiga að sjá til þess að féð sem stórsmalar reka á undan sér niður dali og út fjallahlíðar fari ekki út í buskann á ákveðnum stöðum, þegar minnst varir. Er þetta oft þar sem dalir og hlíðar mætast, við girðingarhorn lengst upp í hlíð eða bara fyrir ofan bæinn....
Meira