A A A
  • 1997 - Ragnhildur Anna Ólafsdóttir
  • 2000 - Andrea Sif Bragadótir
07.10.2009 - 11:13 | Hallgrímur Sveinsson

“Það fóru að minnsta kosti 20 kindur fyrir ofan þig”

Það er gott að fá sopann sinn! Ljósm H. S
Það er gott að fá sopann sinn! Ljósm H. S
Stend ég uppi á högginu
je, je, je.
Þarna kemur hún Gunna mín,
me, me, me.

Þetta er upphafið á löngum brag sem ortur var fyrir hönd Félags fyrirstöðukvenna-og manna í Auðkúluhreppi hinum forna, á högginu fyrir neðan Þorbjarnardal, utan Gljúfurárdals í Arnarfirði. fyrir mörgum árum. Þá vorum við þar í fyrirstöðu Leifur heitinn Þorbergsson, skipstjóri og undirritaður og gekk bara furðu vel hjá okkur.

Fyrir þá sem ekki þekkja til, skal tekið fram að þeir sem veljast í fyrirstöður eiga að sjá til þess að féð sem stórsmalar reka á undan sér niður dali og út fjallahlíðar fari ekki út í buskann á ákveðnum stöðum, þegar minnst varir. Er þetta oft þar sem dalir og hlíðar mætast, við girðingarhorn lengst upp í hlíð eða bara fyrir ofan bæinn....
Meira
21.09.2009 - 11:07 | Hallgrímur Sveinsson

Út á sextugt djúp

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Það var beinlínis sjokkerandi að lesa á visi.is
um daginn frásögn þeirra heiðurshjóna Jóns Baldvins og Bryndísar Schram
af bíóferð þeirra nýlega. Hann gekk út af miðri kvikmynd í mótmælaskyni
og hefur sennilega sagt Svei attan! Taldi höfund hennar geðveikan en
frúin sat sem fastast alla myndina, enda hugrökk kona. Þegar hún kom
heim var hún gjörsamlega miður sín og varð að fá sér einn gráan til að
halda sönsum.
...
Meira
16.08.2009 - 11:09 | Hallgrímur Sveinsson

Skynlausar skepnur?

Þetta er að vísu ekki hún Gul, en þau eru skrautleg lömbin hennar Móru.
Þetta er að vísu ekki hún Gul, en þau eru skrautleg lömbin hennar Móru.
Það var hérna einn góðan veðurdag á sauðburðinum í vor, að hún Gul mín eignaðist tvö lömb, grátt og hvítt, sem ekki er í frásögur færandi, komin af séra Guðmundarkyninu.

Jæja. Ég var nú eitthvað að snudda þarna í fjárhúsinu. Þá heyrði ég fekar ámátlegt jarm sem ég tók svo sem ekkert mark á. Svo fór ég að skoða þetta nánar. Þá sá ég að hún Gul stóð yfir öðru lambinu sínu kolföstu í grindunum. Þessu var reddað strax og ekki meira hugsað um það.

Svo skeður það síðar um daginn að sama ámátlega jarmið heyrist. Er þá ekki lambið henna Gular aftur fast í grindunum og á nákvæmlega sama stað. Þetta var auðvitað lagfært eins og skot.
Og þetta kalla sumir skynlausar skepnur. Um það má deila. En ætli mannskepnan sé ekki skynlausasta skepna jarðarinnar þegar allt kemur til alls?
16.07.2009 - 11:10 | Hallgrímur Sveinsson

Þórhallur Dýrfirðingur fer út og suður

Þórhallur Arason.
Þórhallur Arason.
Það kemur fyrir öðru hvoru að Sjónvarpið okkar
sýnir myndir og þætti sem hægt er að horfa á. Einn af þeim þáttum er Út
og suður sem Gísli Einarsson stýrir mjög laglega. Í þáttum hans koma oft fyrir persónur sem vel má kalla salt íslenskrar þjóðar.

Um nýliðna helgi ræddi Gísli Einarsson við Þórhall Arason, sem er með dýrfirskt blóð í æðum og getinn í Dýrafirði, að eigin sögn, en fæddur og upp alinn syðra. Bar þar margt á góma úr lífi Þórhalls á árum áður og úr Dýrafirði, einkum Þingeyri, en þar hefur hann verið búsettur s.l. 10 ár. Þórhallur Dýrfirðingur er greinilega maður óvílinn og
hispurslaus og hafði Gísli lag á að spyrja hann margra skemmtilegra
spurninga sem Þórhallur svaraði oft á athyglisverðan og afar
persónulegan hátt. Meðal annars var komið inn á störf Þórhalls við atvinnuuppbyggingu á Þingeyri, Víkingaverkefnið og betri nýtingu á sjávarfangi, en Þórhallur segir forráðamenn fiskvinnslu Vísis þar á
stað hafa tekið því verkefni sínu opnum örmum....
Meira
28.06.2009 - 11:16 | Hallgrímur Sveinsson

Hugleiðing dagsins: Allt landið og miðin

Það er vægast sagt undarlegt fyrir okkur landkrabbana, sem sumir okkar
hafa aldrei migið í saltan sjó, að heyra það að nú eigi að draga úr öryggisþjónustu við sjómennina okkar. Fjárveitingar til þyrlusveitar
Landhelgisgæslunnar á að skerða vegna fátæktar.


Þetta eru slæmar fréttir, einhverjar þær verstu sem maður hefur
heyrt lengi. Einkum og sér í lagi vegna þess að þetta er algjörlega út
úr korti. Á árinu 2009 er áætlað að verja samkvæmt fjárlögum mörgum
milljörðum króna í alls konar vitleysu á vegum ríkisins. Menn þurfa
ekki annað en renna augum yfir þann lagabálk til að sjá það. Svo ætla
menn að leyfa sér að draga úr öryggi sjómanna, sem aldrei er of mikið....
Meira
15.06.2009 - 11:19 | Hallgrímur Sveinsson

Enn um Íslandssjóðinn

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Sumir halda að hugmyndin um Íslandssjóðinn sé
fólgin í því að ríkissjóður leggi honum til 100 milljarða króna. Það er
auðvitað fjarri lagi. Hann þarf einungis að leggja blessun sína yfir
þennan fjárfestinga-og lánasjóð fyrir Ísland og koma honum af stað. Svo myndi hann njóta góðs af starfsemi sjóðsins í virðisauka og alls konar gjöldum, fyrir utan þúsundir fyrirtækja og peningarnir hrúgast í kassann til hagsbóta fyrir alla!

Hugmyndin er að Íslandssjóðurinn
fjármagni útlán sín með sölu ríkistryggðra verðbréfa og lántöku á
nákvæmlega sama hátt og Íbúðalánasjóður, með sömu útlánsvöxtum. Þar er
módelið, þrautreynt. Nefna má að á árinu 2008 nam lántaka Íbúðalánasjóðs á lánamarkaði tæpum 130 milljörðum króna. Framlag
ríkissjóðs til niðurgreiðslu vaxta 2008 nam 435 milljónum króna. Það væri ekki há fórnarupphæð fyrir Íslandssjóðinn.
...
Meira
21.05.2009 - 11:22 | Hallgrímur Sveinsson

Dýrfirðingurinn Jóhanna Guðrún Jónsdóttir

Jóhanna Guðrún í flotta kjólnum sínum.
Jóhanna Guðrún í flotta kjólnum sínum.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem þessa dagana yljar okkur um hjartarætur, er Dýrfirðingur, ættuð í föðurættina frá Múla í Þingeyrarhreppi. Fyrir utan sönghæfileikana er öll hennar framkoma svo hógvær og skemmtileg, að eftir er tekið. Hún vekur hamingju og gleði með þjóðinni eins og Morgunblaðið komst svo skemmtilega að orði um daginn.

Á fyrri hluta 20. aldar bjuggu á Múla í Þingeyrarheppi Jón Samsonarson og kona hans Ragnheiður Guðjónsdóttir. Þeirra dóttir er Jóhanna, sem giftist Sverri Helgasyni, ættuðum úr Arnarfirði. Einn bræðra hans var Júlíus Helgason í Neista á Ísafirði, sem margir muna enn eftir. Þeirra sonur er Jón Sverrir, faðir Jóhönnu.

Móðir Jóhönnu Guðrúnar er Margrét Steindórsdóttir. Hennar foreldrar Steindór Guðjónsson og Guðrún Guðjónsdóttir. Foreldrar Steindórs Guðjónssonar voru Guðjón Brynjólfsson frá Stykkishólmi og Sigríður Steindórsdóttir frá Ásgeirsá við Blönduós. Foreldrar Guðrúnar Guðjónsdóttur voru þau Guðjón Guðmundsson, sem var alinn upp í Kjós og Ólöf Bjarnadóttir frá Grundarfirði.

Þetta er heilmikil ættfræði, birt með fyrirvara.
10.05.2009 - 11:23 | Hallgrímur Sveinsson

Hroðvirkni og flumbrugangur á mbl.is og vísi.is

Mest lesna fréttavefsíða landsins er víst mbl.is. Skammt á eftir henni í lesendafjölda kemur visir.is. Það er með ólíkindum hvað hroðvirkni, flumbrugangur og subbuskapur er áberandi í vinnslu frétta þar á bæjum. Heita má að í hverri einustu frétt sé annaðhvort ásláttarvilla eða málvilla, nema hvort tveggja sé. Svo er allt morandi í efnisvillum....
Meira
29.04.2009 - 11:25 | Hallgrímur Sveinsson

Leikdómur

Frá sýningunni.
Frá sýningunni.
Ævintýri á vesturslóð: Dragedukken slær í gegn á Þingeyri. Sögulegt leikverk um Þingeyri í denn...
Meira
19.04.2009 - 11:28 | Hallgrímur Sveinsson

Íslandssjóðurinn

Í fyrra leyfði undirritaður sér að leggja fram tillögu um stofnun svokallaðs Vestfjarðasjóðs, í þágu uppbyggingar á Vestfjörðum í anda Roosevelts Bandaríkjaforseta og New Deal stefnu hans, með 20 milljarða króna stofnfé. Ýmsir sérfræðingar og fjármálaspekingar hlógu þessa tillögu að sjálfsögðu út af borðinu. En rétt áður stofnuðu þeir sömu spekingar eitt dularfyllsta eignarhaldsfélag landsins, Stím ehf. svo eitt lítið dæmi sé nefnt um heimsku sumra fármálaspekinga....
Meira
Eldri færslur
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30