Orðsending frá Vestfirska forlaginu
Meira
„Þegar ég settist fyrst á þing, hélt ég í bjartsýni minni, að ég gæti gert eitthvert gagn með því að vera á móti því, sem vitlaust var. En eftir að hafa gegnt þingmennsku í sextán ár, var mér orðið ljóst, að ekki er hægt að ráða við vitleysuna, það hefur enginn getað og mun enginn geta.“ Svo sagði Björn Pálsson bóndi á Löngumýri.
Við Íslendingar, 320 þúsund manns, hvorki kunnum, viljum né getum forgangsraðað þegar fjármunir eru annars vegar. Með öðrum orðum: Við kunnum ekkert með peninga að fara. Það sýnir sig glöggt og sárlega þessa dagana þegar við erum að glopra úr höndum okkar besta heilbrigðiskerfi í heimi.
...Vestfirska forlagið á Brekku í Dýrafirði hefur starfað frá árinu 1994 en það var stofnað af Hallgrími Sveinssyni á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar.
Vestfirska forlagið einbeitir sér að útgáfu á vestfirsku efni undir samheitinu Bækurnar að vestan og er fjöldi bóka frá upphafi orðinn um 300.
...