27.09.2011 - 22:25 | JÓH
		
	Samkoma um stjörnuskoðun í Félagsheimilinu
		
 
		Áhugamannasamkoma um stjörnuskoðun og himinngeiminn verður haldin í Félagsheimilinu miðvikudagskvöldið 28. september. Samkoman hefst kl. 20:00 og verða meðal annars sjónaukar af ýmsum stærðum og gerðum til sýnis. Sverrir Guðmundsson, félagi úr Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness, kemur í heimsókn og mun leiða gesti í sannleikann um geiminn, ásamt Jóni Sigurðssyni. Þá munu þeir einnig fræða gesti um stjörnumerkin og nokkur af þeim fyrirbærum sem hægt er að skoða á himninum. Ef veður leyfir, verður einnig farið í stjörnuskoðun. Allir eru velkomnir, hvort sem þeir hafa áhuga á stjörnum himinsins eða eru einfaldlega forvitnir um þetta annars skemmtilega áhugamál. 
Nánari upplýsingar gefur Jón Sig.
						
	
	
	
	
	
	
Nánari upplýsingar gefur Jón Sig.


 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		
















