A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
„Kolbeinn“ kapteinn undir stýri. Eins og klipptur út úr Tinnabókunum. Vantar bara Tinna sjálfan og Tobba! Ljósmynd: Sigþór Gunnarsson.
„Kolbeinn“ kapteinn undir stýri. Eins og klipptur út úr Tinnabókunum. Vantar bara Tinna sjálfan og Tobba! Ljósmynd: Sigþór Gunnarsson.
« 1 af 2 »

Laugardaginn 17. ágúst bauð Rauðakrossdeild Dýrafjarðar heiðursfélögum í firðinum í ferðalag í Perluna Vigur í Ísafjarðardjúpi. Alls voru þetta 32 borgarar og spekingar miklir sem fóru í umrædda ferð. Farið var í stórri hvítri rútu sem Ástþór Ágústsson, fyrrum bóndi í Múla, stýrði styrkri hendi. Jónína Símonardóttir, formaður Dýrafjarðardeildarinnar ávarpaði liðið og bauð borgarana velkomna. Skipaði hún öllum í bílbeltin og að vera stilltir og prúðir á leiðinni. Bergur Torfason og Þorbjörg Gunnarsdóttir stóðu  svo heldur betur við hlið hennar í fararstjórninni ásamt fleirum. Fór ekkert úrskeiðis, enda undirbúningur allur eins og hjá fagfólki. Bergur las svo nokkrar gamansögur á leiðinni norður úr bókinni sem hann var með. Þar sagði meðal annars frá bóndanum hér fyrir vestan sem seldi sóffann, frekar en að reka vinnumanninn og skilja við konuna. Förum ekki nánar út í það. 

...
Meira
Þorp verður til á Flateyri 3. bók eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur
Þorp verður til á Flateyri 3. bók eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur

Út er komin hjá Vestfirska forlaginu Þorp verður til á Flateyri 3. bók eftir Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur. Með þessari þriðju bók um Flateyri hefur Jóhanna Guðrún lokið frásögn sinni af mönnum og málefnum á heimaslóðum í árdaga byggðar þar á mölinni.
Flateyri varð til sem þorp á síðari hluta 19. aldar. Eins og í öðrum þorpum við sjávarsíðuna allt í kringum landið, voru fiskveiðar og vinnsla aflans, ásamt þjónustu við nærliggjandi sveitir, grundvöllur byggðarinnar.  


Undirstaða verksins er fréttaefni úr sendibréfum sem rituð voru um aldamótin 1900. Þau eru hluti tveggja bréfasafna sem hafa legið í ferðakofforti og kommóðuskúffu á Flateyri allar götur síðan. 

...
Meira

Í fréttum Rúv um helgina sagði m. a. svo:


„Plastefni fundust í nærri öllum blóð- og þvagsýnum sem tekin voru úr 2.500 börnum á milli áranna 2014 til 2017. Alls fundust agnir 11 af 15 plastefnum sem leitað var eftir í rannsókn þýska umhverfisráðuneytisins. Greint er frá niðurstöðum rannsóknarinnar í þýska tímaritinu Der Spiegel. Tekin voru sýni úr börnum frá þriggja upp í sautján ára aldur.

Vísindamennirnir sem gerðu rannsóknina hafa mestar áhyggjur af magni perflúoroktan sýra, PFOA sem fannst í sýnum barnanna. Efnið er mikið notað í vatnsheld föt og viðloðunarfríar pönnur. PFOA verður bannað í Evrópusambandsríkjum á næsta ári, en það er meðal annars hættulegt fyrir kynfæri og lifrina. Eins er talið að nokkur plastefni trufli hormónastarfsemi, og geti þannig leitt til offitu, krabbameins eða seinþroska meðal barna.


Rannsóknin hefur enn ekki verið gerð opinber, en niðurstöður hennar voru birtar að beiðni Græningja á þýska þinginu. Alls fundust plastefni í 97% blóð- og þvagsýna sem tekin voru úr börnunum.“


Evrópusambandið ætlar sem sagt að banna eitt plasteiturefni á næsta ári! Það var og. Hreppsnefnd Auðkúluhrepps kom aftur á móti saman á fund á Rauðsstöðum í dag kl. 10:30. Sem kunnugt er hefur sú góða nefnd samþykkt að vera áfram langt á undan sinni nútíð líkt og verið hefur nú um sinn, hvað sem Evrópusambandið gerir. Ýmsar tillögur voru afgreiddar á fundi þessum. En í tilefni fréttar Rúv hér að ofan voru ítrekaðar samþykktir nefndarinnar frá 1. ágúst s. l. Þær hljóða svo:


Blátt bann við allri plastnotkun

„Nefndin samþykkir að leggja blátt bann við allri plastnotkun í hreppnum frá og með 15. ágúst. Felur hún hreppstjóra að fara nú milli bæja og leggja hald á allt plast sem hann kemst höndum undir. Setja það svo undir lás og slá í þinghúsi hreppsins undir Auðkúlubökkum, en þar fór fram Kúlubardaginn mikli 1956 sem kunnugt er. Það var mesta fólkorusta á Vestfjörðum allt frá Flóabardaga.“

Plastverksmiðjunni lokað!

„Þá verði settur slagbrandur fyrir plastverksmiðju hreppsins, Plastic Union. com í Hokinsdal og útibúið í Gíslaskeri frá og með Höfuðdegi 29. ágúst. Var þess farið á leit við gamla sýslumanninn að hann setji innsigli á útidyrnar.“

  
Það skal upplýst, að gamli sýslumaðurinn er væntanlegur í yfirreið í Auðkúluhrepp á næstunni. Verður nánar skýrt frá því ferðalagi þegar þar að kemur. 

    Grelöð Bjartmarsdóttir, jarls á Írlandi

       fundarritari

 

 
17.09.2019 - 15:36 | Hallgrímur Sveinsson

Í spegli tímans: „Skrifiði viðhald á Þingeyrarflugvöll!“

Þingeyrarflugvöllur
Þingeyrarflugvöllur

Þann 16. febrúar 2015 mátti lesa hér á Þingeyrarvefnum:

Ísafjarðarflugvöllur er hættulegasti flugvöllur í heimi. Þingeyrarflugvöllur í Dýrafirði er aftur á móti nýbyggður. Flottasti flugvöllur á Vestfjörðum. Þó víðar væri leitað. Enda segja sumir að hann sé varavöllur fyrir Ísafjörð. Hreint aðflug. Samt lítið sem ekkert notaður vegna viðhaldsleysis. Líkt og Róbert á Siglufirði segir um þeirra völl.

Skýrt merki um hnignandi byggð á vonarvöl, þar sem íbúarnir hafa veitt fisk, unnið í fiski, borðað fisk og talað um fisk frá upphafi byggðar í landinu. 

Margir muna enn þingmanninn sem kom hingað vestur til að sækjast eftir endurkjöri. Hann spurði fólkið á einu krummaskuðanna hvað það væri sem helst vantaði. „Okkur vantar nú eiginlega flugvöll“ heyrðist utan úr sal. „Skrifaðu flugvöll“ skipaði þingmaðurinn ritara sínum. Nú er óhjákvæmilegt að þingmenn skipi stjórnsýslunni: „Skrifið viðhald á Þingeyrarflugvöll!“

11.09.2019 - 12:54 | Hallgrímur Sveinsson

Skynlausar skepnur?

Og hver er hér kominn á miðjum sauðburði á Brekku hjá frú Guðrúnu nema Hemmi okkar Gunn heitinn! Ljósm. H. S.
Og hver er hér kominn á miðjum sauðburði á Brekku hjá frú Guðrúnu nema Hemmi okkar Gunn heitinn! Ljósm. H. S.

Það er merkileg skepna sauðkindin og því merkilegri sem menn kynnast henni betur. Sama má segja um flest dýr merkurinnar á þessari jörð. Þau eru mun athyglisverðari en mannskepnan gerir sér oft grein fyrir í hroka sínum.

Þau Sigríður á Hrafnabjörgum og Sigurjón í Lokinhömrum töluðu við sínar kindur eins og við mann og annan og það hefur margur sauðamaðurinn og smalinn gert í gegnum tíðina. Og ásauðurinn sperrir eyrun og skilur fleira en margur hyggur.

Nú. Þannig var fyrir nokkrum árum að smalinn á Brekku í Dýrafirði fór yfir á Hrafnseyrardal í Arnarfirði í haustleitir og hitti þar fyrir 12 geldar veturgamlar gimbrar í einum hóp. Þetta var um 12-14 km leið og yfir Hrafnseyrarheiði að fara. Hann ávarpaði þær á máli sem þær skildu og sagði þeim að koma nú heim til sín því það væri orðið áliðið og allra veðra von á fjöllum. Og hvað skeði? Morguninn eftir stóð hópurinn við girðinguna á Brekku. Skynlausar skepnur? 

 


 

 
09.09.2019 - 15:13 |

Framvinda Dýrafjarðarganga

Vegskálinn í Dýrafirði
Vegskálinn í Dýrafirði
« 1 af 6 »


Vinna hélt áfram við lagningu frárennslis- dren- og ídráttarlagna ásamt brunnum í hægri vegöxl á leggnum frá munna ganganna í Dýrafirði og að hábungu og á nú eftir að leggja lagnir á um 1000 m kafla.


Sem fyrr var unnið við uppsetningu á einangrunarklæðingu til vatnsvarna í göngunum ásamt því að byrjað var að sprautusteypa yfir klæðingarnar. 


Fyrsta steypufæran í yfirbyggingu vegskálans í Arnarfirði var steypt. Þak var einnig steypt í einu tæknirými og gólfplata í öðru. Byrjað var að fylla að vegskálanum í Dýrafirði.

...
Meira

Boðað er til íbúafundar miðvikudaginn 11. september kl. 19.30 í Félagsheimilinu á Þingeyri.

Dagskrá fundarins:

  1. Verkefnisstjóri fer í stuttu máli yfir stöðu verkefnisins Öll vötn til Dýrafjarðar.
  2. Markmiðasetning og framtíðarsýn, hvernig hefur tekist til?
  3. Yfirferð, vangaveltur og endurgerð. Hvernig er staðan, hvað á að halda áfram með og hvað er ekki raunhæft eða hvað má fara út? Er eitthvað annað sem væri æskilegt að vinna að sem ekki er nú þegar í skjalinu?

Nú er liðið næstum eitt ár frá því að skjalið með markmiðasetningunni var unnið og tímabært að staldra við og skoða hvernig hefur gengið. Íbúar Þingeyrar og við Dýrafjörð eru hvattir til að fjölmenna. Það er mjög mikilvægt fyrir þetta verkefni að heyra sem allra flestar raddir og eiga samtal um framtíð svæðisins.

 

Allir velkomnir.

Fyrir hönd verkefnisstjórnar.

Agnes Arnardóttir

03.09.2019 - 11:22 |

Aflaskýrsla fyrir ágústmánuð

Aflaskýrsla fyrir þá báta sem gerðir eru út frá Þingeyri hljóðar svo: 

 

Egill 185.023 tonn 17 sjóferðir Dragnót
Viggó 2.448 tonn Handfæri
Matti V 1.440 tonn -
Ölver 1.194 tonn - /Landað á Flateyri
Bára 943 kg 4 -
Kalli Elínar 915 kg 2 -
Hulda 829 kg 2 -
Rakel 413 kg 3 -
Bibbi Jóns 304 kg 1 -

 

Þessar tölur er fengnar frá fiskistofu.

Fréttaritari úr Hafnarfirði.

Eldri færslur
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31