Vestfirðingurinn Ragnar Bjarnason hefur orðið: - Guðmundur skóari dansaði hvern einasta dans frá kl. 9 til 2
2. grein
„Í Alþýðuhúsinu var nokkuð sukksamt – eins og kallað er – og ekki verður sagt að það hafi orðið til þess að auka tiltrú mína á fullorðna fólkinu nema síður væri. Einhverjir höfðu áhyggjur af því að það væri óhollt fyrir mig svo ungan sem ég var að hrærast í þessu andrúmslofti. En ég er viss um að það hefur fremur þroskað mig. Maður sá lífið í víðara samhengi en áður. Í hléunum var það til dæmis aðal skemmtun mín að fara upp á svalirnar, sem voru í húsinu, til að fylgjast með því sem þar fór fram. Karlar og konur stunduðu þar margvíslegar þreifingar í myrkrinu.
Alþýðuhúsið hafði sína föstu gesti.
...Meira