A A A
  • 1922 - Guðmundur Magnússon
  • 1942 - Sigurður Jónsson
09.10.2018 - 17:01 | Hallgrímur Sveinsson

Eru Færeyingar ekki bestu vinir okkar?

Tingnes í Færeyjum þar sem Landsþing þeirra hefur aðsetur.
Tingnes í Færeyjum þar sem Landsþing þeirra hefur aðsetur.

Þessa afmælisdaga er því ekki mikið hampað í fjölmiðlum hverjir reyndust okkur vinir í raun þegar allt fór á hliðina. Hverjir voru það? Jú, það voru engir aðrir en frændur vorir, Færeyingar. Á þetta hefur margoft verið bent á Þingeyrarvefnum. 


Bandaríkin hafa oft reynst Íslendingum vel í gegnum tíðina, enda landið á áhrifasvæði þeirra. Og haukur í horni reyndist Roosevelt forseti okkur þegar við vorum að basla við að stofna lýðveldið. Sama má segja um Breta og fleiri svokallaðar vinaþjóðir okkar.


En korteri fyrir hrun neituðu Bandaríkin að rétta okkur hjálparhönd yfir hafið með nokkurra dollara lánalínu. Sem voru bara strætópeningar fyrir þá. Og hvað gerðu Bretar. Settu á okkur hryðjuverkalög! Og hinar Norðurlandaþjóðirnar? Það fer best á því að vera ekkert að tala um það. En það má vel glugga í skýrsluna hans Hannesar Hólmsteins.


Aftur á móti Færeyingar


Þeir skröpuðu hverja krónu sem þeir áttu út um allar eyjar og sendu okkur sjö milljarða króna til ráðstöfunar í beinhörðum gjaldeyri. Áttum bara að endurgreiða eftir hentugleikum sögðu sumir. Þetta gerði það að verkum, að sögn kunnugra, að við gátum lifað frá degi til dags.  Greitt til dæmis kortareikninga fyrir mat og allt. Og Grænlendingar? Þeir hefðu örugglega gert það sama og Færeyingar. Þeir áttu bara ekki fimmeyring til! Þetta og fleira í okkar sögu, segir skýrum stöfum að þessir næstu nágrannar okkar eru bestu vinir Íslands, sé litið á heilar þjóðir. Það er ekki margbreyttara en það. Við ættum hreinlega að stofna ríkjabandalag með þessum kæru vinum okkar!

26.09.2018 - 15:44 | Sigmundur Fríðar þórðarson

Flugvöllurinn á Þingeyri í stanslausri notkun

Kuðungahrúga eftir
Kuðungahrúga eftir
« 1 af 6 »
Undirritaður hefur tekið eftir því að nú í sumar hefur verið mikið af fugli við Þingeyrarflugvöll. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að fulginn er að nýta þetta frábæra mannvirki við að brjóta kuðunga. Hann flýgur með kuðunguna í þó nokkurri hæð yfir flugvöllinn og lætur hann detta á flugbrautina. Við það brotna kuðungarnir og þá á fuglinn auðvelt með að ná sér í fiskinn sem er í kuðungunum....
Meira
10.09.2018 - 15:54 | Hallgrímur Sveinsson,Guðmundur Ingvarsson,Bjarni Georg Einarsson

100 milljarðar í almennar aðgerðir á ári í 5 ár munu gjörbreyta Íslandi!

Okkar góða land þarf nýjar uppfærslur í byggðamálum. Gamla byggðastefnan, hver sem hún var, er löngu gengin sér til húðar. Út af fyrir sig ber ekki að vanþakka það sem gert hefur verið á liðnum árum til endurreisnar. Menn voru í góðri trú eins og oftast þegar ákvarðanir eru teknar. En nú hafa menn aðra sýn. Endalausar smáskammtalækningar eru vonlitlar þegar á heildina er litið. Þær eru meira og minna atkvæðaveiðar á röngum forsendum. En hvað á að koma í staðinn?

Við sveitamennirnir gerumst svo djarfir að benda á, að stjórnvöld þurfa að standa að nokkrum stórtækum, almennum aðgerðum fyrir byggðir landsins nú þegar. Ef þau bera gæfu til þess, mun flest annað koma sjálfkrafa í kjölfarið. Gömlu góðu frumatvinnuvegirnir, sjávarútvegur, landbúnaður og iðnaður hverskonar ásamt ferðaþjónustu verða áfram kjölfestan. Atvinnumál eru undirstaða alls mannlífs í landinu. En það er lífsnauðsyn fyrir þjóðina að hún líti á Ísland sem eina heild. Ef við höldum jafnvæginu í byggðinni með almennum aðgerðum, þurfa stjórnvöld ekkert að skipta sér af hvar fólkið vill búa.

Nokkur dæmi um bráðnauðsynlegar, almennar aðgerðir, sem þola enga bið:

  • Samgöngur á landi. Heilsárssamgöngur á landi eru grundvallaratriði fyrir allar byggðir landsins. Allir ættu að komast akandi þangað sem þeir vilja fara ef veður leyfir, hvenær sem er. Það myndi gjörbreyta flestu hér á landi. 
  • Öruggt rafmagn. Allir íbúar landsins geti stólað á rafmagn allan sólarhringinn árið um kring. Nýta þær vatnsvirkjanir sem fyrir eru eins vel og kostur er og reisa nýjar þar sem algjör nauðsyn krefur. Styrkja dreifikerfi raforku þar sem þörf er á. Allt samkvæmt ströngustu kröfum Lloyd‘s í umgengni við náttúruna og Náttúrulistasalinn Ísland. Langtímamarkmið að allar raflínur fari í jörð. 
  • Heilbrigðisþjónusta sem dugar. Allir geti fengið lækningu og fyrirbyggjandi heilsueftirlit í heimabyggð sé þess kostur. Hver einasti landsmaður hafi sinn heimilislækni líkt og var áður. Allir hafi beinan persónulegan aðgang að sínum lækni. Það mun koma í veg fyrir mörg mistök og þjáningar og spara heilbrigðisþjónustunni ómældar upphæðir sem hægt er að nota annarsstaðar í því kerfi. Um það var talað fyrir nokkrum árum, að virkt og rétt stillt heimilislæknakerfi geti sinnt 95 prósent þess vanda sem leitað er með til heilsugæslu. Spara þannig heilbrigðiskerfinu í heild umtalsverðar fjárhæðir. Er þetta ekki ennþá grunnurinn? Eða eigum við að horfa endalaust upp á að menn verði úti á hverjum degi í okkar góða heilbrigðiskerfi? „Greiður aðgangur að heimilislækni, þekking á sjúklingi og fjölskyldu hans, ásamt trausti og samfellu í meðferð, er það mikilvægasta í þjónustu heilsugæslunnar og skiptir höfuðmáli. Slíkt verklag sparar mikla fjármuni.“ Svo skrifaði Halldór Jónsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, í Læknablaðinu fyrir nokkrum árum. Vituð ér enn eða hvat?
  • Örugg nettenging um land allt. Menn geti unnið við tölvuna sína hvar sem er og hvenær sem er á mesta mögulega hraða. Ljúka verkinu strax!


Hvar á að taka peningana?

  • Ríkissjóður gefi út 50-75 milljarða skuldabréf á ári næstu fimm ár með sæmilegum vöxtum. Verkefni fyrir lífeyrissjóði og aðra sem hafa mikið fé undir höndum. Lánið endurgreiðist með sköttum sem lagðir eru á umferðina næstu 40 ár. Og því ekki happdrættisskuldabréf líka fyrir almenning?
  • Vegtollar lagðir á þar sem nauðsyn krefur. 
  • Hlutur ríkins í Íslandsbanka verði seldur. Raunhæft verð, varlega áætlað, 130-140 milljarðar.
Alls ca. 500 milljarðar í 5 ár, sem komi til viðbótar núverandi framlögum. Kannski stór upphæð, en hvað kosta allar hótelbyggingarnar sem við höfum byggt á liðnum árum? 


Þegar þetta er allt komið í kring innan örfárra ára, getur landsstjórnin minnkað stórlega allt byggðavesen. Landsins þegnar velji sér búsetu þar sem þeim þóknast. Sveitarstjórnir verði raunverulega gerðar ábyrgar fyrir sem flestum málum, hver á sínu svæði. Fjárveitingar til þeirra verður þá að stórauka. Ríkið dragi saman seglin þar á móti og fækki starfsmönnum verulega. Margar ríkisstofnanir lagðar niður, eða sameinaðar. Punktur og basta!

Hallgrímur Sveinsson, Guðmundur Ingvarsson, Bjarni G. Einarsson

03.08.2018 - 14:10 | Hallgrímur Sveinsson

Krydd í tilveruna: Að ganga á vatninu

Síra Baldur í stofu á Hrafnseyri fyrir mörgum árum. Trúlega að veita einhverjum góð kristileg ráð! Ljósm. Hallgr. Sveinsson.
Síra Baldur í stofu á Hrafnseyri fyrir mörgum árum. Trúlega að veita einhverjum góð kristileg ráð! Ljósm. Hallgr. Sveinsson.
Valdimar Gíslason, æðarbóndi á Mýrum og hreppstjóri Mýrahrepps, tilkynnti að loknum nokkrum sundtökum einn morguninn í Sundlauginni á Þingeyri, að nú væri hann hættur að synda í bili. Nú ætlaði hann þess í stað að ganga á vatninu í einhvern tíma.
Þessi yfirlýsing hreppstjórans gaf tilefni til að rifja upp lítilsháttar úr Djúpinu bláa. Þannig er að það er langt á milli kirkna í sóknum þar í sveitum. Hafa sóknarprestar í Vatnsfirði þurft að nota ýmis ráð og meðöl til að komast á útkirkjurnar til að embætta  í gegnum tíðina....
Meira
 Sigurður Hreinsson, Nanný Arna Guðmundsóttir og Kristján Andri Guðjónsson bæjarstjórnarmenn, færa Vilbergi Valdal Vilbergssyni blómvönd og útnefningarskjal sem heiðursborgari Ísafjarðarbæjar, fyrir utan heimili hans í vor. (bb.is)
Sigurður Hreinsson, Nanný Arna Guðmundsóttir og Kristján Andri Guðjónsson bæjarstjórnarmenn, færa Vilbergi Valdal Vilbergssyni blómvönd og útnefningarskjal sem heiðursborgari Ísafjarðarbæjar, fyrir utan heimili hans í vor. (bb.is)
Sumir menn varpa ljóma á umhverfi sitt. Jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því sjálfir. Þeir hreykja sér ekki. Oft er þetta listafólk. En megineinkenni góðra listamanna er hógværð og lítillæti. Nægjusemi og mannkærleikur áberandi. Að gera grín að sjálfum sér er þeim nauðsyn. Og græskulausar gamansögur um náungann ómissandi.
Um daginn sýndi sjónvarpið okkar þátt um einn slíkan mann, Vestfirðinginn, harmonikusnillinginn og rakarann Vilberg Vilbergsson, Villa Valla. Full ástæða er til að vekja athygli á því góða framtaki. Nefnist myndin Villi Valli á tónleikum. ...
Meira
10.07.2018 - 12:08 | Sigmundur Fríðar þórðarson

Bæta þarf umgengni á Söndum

« 1 af 2 »
Þingeyringar, Dýrfirðingar, sumarbústaðaeigendur og aðrir sem henda rusli á Söndum, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum er mikið af plasti og öðrum úrgangi í garðaúrgangs haugum á Söndum. Svona viljum við ekki hafa það. Verum öðrum góð fyrirmynd og gerum betur! Þarna á aðeins að losa garðagróður. 
09.07.2018 - 11:58 | Hallgrímur Sveinsson

Aflaskýrsla á Þingeyri fyrir júní

 Ólafur V. Þórðarson, fyrrum verslunarstjóri K. D. og útvegsbóndi á Þingeyri með meiru. Hér staddur í skógarreitnum í Parti á Auðkúlu, sem faðir hans, Þórður Njálsson, hafði veg og vanda af, en þar er hann skógarvörður. Ljósm. H. S.
Ólafur V. Þórðarson, fyrrum verslunarstjóri K. D. og útvegsbóndi á Þingeyri með meiru. Hér staddur í skógarreitnum í Parti á Auðkúlu, sem faðir hans, Þórður Njálsson, hafði veg og vanda af, en þar er hann skógarvörður. Ljósm. H. S.

Sérlegur fréttaritari okkar í Hafnarfirði, Ólafur V. Þórðason, kvótagreifi frá Auðkúlu, sendir okkur meðfylgjandi skýrslu um landaðan afla á Þingeyri í júní:


Pálmi            2.705 kg

Hulda            2.206 kg


Imba                 941 kg


Bára               4,408 kg


Kalli Elínar     6.364 kg


Egill            209.053 kg

 




  Texti með mynd: Brúðkaupsmyndin af Nonna og eiginkonu hans frá 1845. Þá hafði hún setið í festum í 12 ár. Ein fyrsta ljósmynd sem tekin var af Íslendingum. Ekki er vitað um neina aðra mynd þar sem Jón situr fyrir með öðrum. Hér er hann dökkhærður, en varð hvítur fyrir hærum nokkru síðar. En það var ekkert Ingibjörgu að kenna! Það var ættareinkenni. Ljósmyndari ókunnur.
Texti með mynd: Brúðkaupsmyndin af Nonna og eiginkonu hans frá 1845. Þá hafði hún setið í festum í 12 ár. Ein fyrsta ljósmynd sem tekin var af Íslendingum. Ekki er vitað um neina aðra mynd þar sem Jón situr fyrir með öðrum. Hér er hann dökkhærður, en varð hvítur fyrir hærum nokkru síðar. En það var ekkert Ingibjörgu að kenna! Það var ættareinkenni. Ljósmyndari ókunnur.

Eftir lauslega athugun er hvorki að sjá að við Íslendingar höfum tekið okkur fyrir hendur að gera alþýðlegan né fræðilegan samanburð á Jóni Sigurðssyni og frelsishetjum annarra þjóða. Má það merkilegt kalla, jafnvel með ólíkindum. Má þó vera að einhver hafi komið því í verk.


Margar þjóðhetjurnar börðust fyrir frelsi landa sinna á vígvelli og síðan ekki söguna meir. Þegar því verki lauk fóru flestir þeirra heim og lögðu sig ef svo óvirðulega mætti komast að orði. En okkar maður, sem ekki var nein venjuleg þjóðhetja, heldur glæsilegur forystumaður og hversdagsmaður í senn, með báða fætur á jörðinni, hafði bæði lag og visku til að vísa mönnum leið í nánast öllum þjóðmálum sem einhverju skipta. Og nánast hvert sem litið er í íslensku þjóðlífi í dag má kenna áhrifa frá honum. En Íslendingar hafa nú aldrei verið neitt sérlega spenntir fyrir að kynna Jón Sigurðsson og ævistarf hans fyrir öðrum þjóðum og er það miður. Við það situr eftir því sem undirritaður best veit.

Væri ekki bara upplagt að kynna Jón Sigurðsson með hinu rómaða landsliði Íslands í knattspyrnu? Segja frá því að hann barðist með söguna að vopni en ekki sverði. Og hrósa Dönum um leið fyrir að aldrei var hleypt af einu skoti í frelsisbaráttu okkar. Og handritin. Maður lifandi!


Hallgrímur Sveinsson.


 

 
04.06.2018 - 14:50 | Blábankinn á Þingeyri

Lengi býr að fyrstu gerð

Margir eiga gott samband við ömmur sínar og afa og aðrir jafnvel hafa haft tækifæri til að þekkja vel langömmur sínar og langafa, en færri nú til dags hafa beinlínis alist upp í nánu sambýli með þeim. Þessi nánu samskipti kynslóða í gegnum sambúð, sem eitt sinn var eðlilegur hluti tilverunnar, hefur breyst og samskiptin fjarlægst. „Það voru fjórar kynslóðir í húsinu sem ég bjó í fram til 5 ára, ég átti tvær langömmur og fór mikið með þeim í heimsóknir um sveitina“ segir Hanna Jónsdóttir hönnuður, en hún er fædd og uppalin á Jaðri í Suðursveit. ...
Meira
01.06.2018 - 14:40 | Hallgrímur Sveinsson

Í tilefni af upphafi hægriumferðar á Íslandi 26. maí 1968

Frá Hrafnseyri árið 2000. Þá var þar meðal annars stundaður sauðfjárbúskapur.  Ljósm. H. S.
Frá Hrafnseyri árið 2000. Þá var þar meðal annars stundaður sauðfjárbúskapur. Ljósm. H. S.

26. maí 1968:


 


Lögreglustjóri Auðkúluhrepps stóð sína pligt!


 


Nokkrum dögum fyrir 26. maí 1968 barst stífasta valdamannabréf frá dómsmálaráðuneyti og Valgarð Briem til allra lögreglustjóra landsins. Efni máls var að þeir yrðu að fylgjast vel með umferðarlagabreytingunni frá vinstri til hægri. Þar yrði allt að fara skikkanlega fram og samkvæmt lagabókstafnum.

...
Meira
Eldri færslur
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31