A A A
10.01.2009 - 11:46 | Hallgrímur Sveinsson

Hugleiđing dagsins: Röng ađferđafrćđi?

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Þess er að minnast, að Ragnar nokkur Arnalds var
fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen 1980-1983. Einn góðan veðurdag var gefið út dírektív að ofan um það að spara ætti í menntakerfinu um eitt og hálft prósent eða svo vegna erfiðleika í ríkisbúskapnum. Er skemmst frá því að segja að það varð allt brjálað. Man ég ekki betur en Arnalds hafi orðið að lúffa með þennan sparnað sinn, eins og sagt er.
...
Meira
30.12.2008 - 11:48 | Hallgrímur Sveinsson

Ţrír leigubílstjórar í Washington

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Síðla á síðasta sumri átti undirritaður þess kost að ferðast til Bandaríkjanna í fyrsta sinn, sem er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi. Hitt mundi þykja nokkurrar frásagnar vert að við félagarnir hittum á tveimur dögum þrjá afríska leigubílstjóra undir stýri í höfuðborginni Washington D. C. sem allir höfðu komið til Bandaríkjanna á s. l. 20-25 árum beint úr svörtustu Afríku eins og sagt er. Til gamans skal þess getið, að í þessari stórkostlegu höfuðborg virðast margir leigubílar vera ekki undir 10 til 15 ára gamlir japanskir bílar, Toyota o. s. frv. og þaðan af eldri og þætti ekki boðlegt í henni Reykjavík í dag. Þetta eru hálfgerðar druslur eins og sagt er. En það er önnur saga....
Meira
02.12.2008 - 11:50 | Hallgrímur Sveinsson

Íslenskir sjómenn héldu lífinu í Bretum

Hallgrímur Sveinsson
Hallgrímur Sveinsson
Hinn frjálsi heimur stendur í ævarandi
þakkarskuld við Breta fyrir það hversu staðfastir þeir stóðu gegn nazistum og fylgifiskum þeirra í seinni heimsstyrjöldinni. Á ögurstund, 13. maí 1940, í fyrstu ræðu sinni í neðri málstofu breska þingsins, sem
nýkjörinn forsætisráðherra þeirra, sagði Winston S. Churchill að hann hefði ekkert að bjóða þeim annað en blóð, þrældóm, svita og tár ef sigur ætti að vinnast á mestu myrkraöflum sögunnar. Þessa sögu þekkja flestir og hvernig Bandaríkjamenn lögðust svo á árarnar með Bretum, Rússum og bandamönnum þeirra í þeim ógnvænlega hildarleik svo sigur
vannst að lokum....
Meira
16.11.2008 - 14:23 | Hallgrímur Sveinsson

Frelsi og agaleysi

Jón Sigurđsson
Jón Sigurđsson
Við lifum á þeim undarlegu tímum, þegar allt virðist leyfilegt. Ekkert má banna og helst má aldrei má segja nei. Sumir vilja halda því fram að við séum á fallanda fæti meðal annars af þessum ástæðum. Hvað sem um það er, sýnist vel við hæfi í dag að rifja upp hvað Jón Sigurðsson sagði um frelsið og agaleysið....
Meira
Ţórhallur Arason.
Ţórhallur Arason.
Nú eru uppi umræður um val á flugvelli til hugsanlegs millilandaflugs til og frá Vestfjörðum. Hugmyndin er vafalaust tímabær og skynsamleg þegar horft er til framtíðar. Nýlega kom ferðamálafrömuður af norðanverðum Vestfjörðum að máli við mig og tjáði mér að eftir ítarlega skoðun teldi hann sjálfgefið að flugvöllurinn á Þingeyri við Dýrafjörð hentaði best til að sinna þessu hlutverki. Hann benti á ýmis rök því til staðfestingar og hér eru þau helstu:...
Meira
15.10.2008 - 14:30 |

Oft er ţörf, en nú er nauđsyn

Guđjón Ţorsteinsson.
Guđjón Ţorsteinsson.
Að undanförnu hef ég hugsað æ meira um það hvað ég get gert til að bæta mig og mitt umhverfi. Það þarf ekki að eyða mörgum orðum um það sem gerst hefur undanfarna daga. Það eiga margir um sárt að binda og eitt er víst að kreppan kemur víða við og spyr ekki um stöðu fólks í skattframtali. Allir finna fyrir þessu og er undirritaður einnig í vandræðum. Ég hef ákveðið að taka á þessu með jákvæðnina að vopni. Það er mikið mun auðveldara að falla í gryfju neikvæðni og þunglyndis....
Meira
Jón Bjarnason
Jón Bjarnason
Þær eru metnaðarfullar sparnaðaraðgerðir Sparisjóðs Keflavíkur sem birtast okkur þessa dagana. Skera skal niður 3,5 stöðugildi á Vestfjörðum og stytta opnunartíma í útibúum í fjórðungnum og loka alveg afgreiðslunni á Borðeyri! Ekki veit ég hvað það starfsfólk hefur í laun sem hér er verið að segja upp, en varla hafa þau laun sett sparisjóðinn á slig. Hinsvegar munar um hvert starf á Vestfjörðum og þjónustustigið skiptir miklu máli. Ég varaði við samruna Sparisjóðs Vestfjarða við Sparisjóð Keflavíkur og taldi hann óráðlegan....
Meira
Sigurđur Pétursson.
Sigurđur Pétursson.
Hugmyndir um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og áfram yfir í Barðastrandarsýslu hafa lengi verið til umræðu og fyrir mörgum árum tókst að koma á samgönguáætlun fyrri hluta þeirrar framkvæmdar, jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Dýrafjarðargöng koma í staðinn fyrir einn hæsta og hrikalegasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um nálægt 30 kílómetra. Þessi mikilvæga samgöngubót hefur æ ofan í æ orðið fyrir niðurskurðarhnífi framkvæmdavaldsins og verið frestað og færð afturfyrir aðrar samgöngubætur. Á meðan hefur svæðið allt liðið fyrir....
Meira
21.08.2008 - 00:48 |

Eigum viđ ađ trúa ţessu?

Ólafur B. Halldórsson.
Ólafur B. Halldórsson.
Það er ekki laust við að okkur Vestfirðingum berist kyndugur boðskapur frá hæstvirtum samgönguráðherra þessa dagana. Hann ber ,,ónefnda sveitarstjórnarmenn" og ,,ónefndan almúga" fyrir því að þeir kæri sig lítt um að rofin sé einangrun byggða á Vestfjörðum sem einar mega búa við það að hafa ekki árssamgöngur á vegum á tuttugustu og fyrstu öld. Að minnsta kosti á þetta ekki að vera forgangsmál. Það er enginn að bera á móti því að það hafi komið upp tímabundin vandamál vegna veðurs og vályndrar náttúru á leiðinni milli Súðavíkur og Ísafjarðar en það vandamál á ekki að leiða til þess að samgönguráðherra geti farið að hrófla við löngu ákveðinni áætlun um samgöngubætur til handa þeim byggðarlögum sem verst eru sett á Íslandi hvað varðar samgöngur á vegum....
Meira
Sigurđur Pétursson, bćjarfulltrúi  Ísafjarđarbć.
Sigurđur Pétursson, bćjarfulltrúi Ísafjarđarbć.
Hugmyndir um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar og áfram yfir í Barðastrandarsýslu hafa lengi verið til umræðu og fyrir mörgum árum tókst að koma á samgönguáætlun fyrri hluta þeirrar framkvæmdar, jarðgöngum milli Dýrafjarðar og Arnarfjarðar. Dýrafjarðargöng koma í staðinn fyrir einn hæsta og hrikalegasta fjallveg landsins, Hrafnseyrarheiði, og stytta leiðina milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar um nálægt 30 kílómetra. Þessi mikilvæga samgöngubót hefur æ ofan í æ orðið fyrir niðurskurðarhnífi framkvæmdavaldsins og verið frestað og færð afturfyrir aðrar samgöngubætur. Á meðan hefur svæðið allt liðið fyrir....
Meira
Eldri fćrslur
« Júní »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30