A A A
  • 2011 - Frķša Katla Kristensen
26.06.2008 - 00:21 | bb.is

Vķkingaskip smķšaš į Žingeyri

Vķkingaskipiš er glęsilegt aš sjį. Mynd: Valdimar Elķasson.
Vķkingaskipiš er glęsilegt aš sjį. Mynd: Valdimar Elķasson.
Víkingaskip hefur litið dagsins ljós á Þingeyri en stefnt er að því að sjósetja það um helgina. „Báturinn er klár en við eigum eftir að setja upp mastur og stýri. Segl fáum við ekki fyrr en í næstu viku og það á eftir að ganga frá ýmsu varðandi haffæri. En báturinn verður vonandi kominn í nothæft stand áður en langt um líður", segir Valdimar Elíasson skipamiður. Skipið er smíðað í tengslum við Víkingaverkefnið á Þingeyri og er ætlunin að bjóða fólki upp á siglingar á því í Dýrafirði. „Hugmyndin er að bjóða ferðafólki upp á siglingar og við munum gera prufu á því í sumar ef allt gengur eftir. Svo verður líklega farið í einhverjar ferðir á skipinu en það á eftir að ákveða það allt betur", segir Valdimar. Báturinn er 12 metra langur og þriggja metra breiður. Að sögn Valdimars tekur hann um 6 árar á hvort borð. Mun hann rúma 15-18 manns....
Meira
24.06.2008 - 00:25 | Fréttablašiš

Hemmi hefur įhyggjur af safninu į Hrafnseyri

Hrafnseyri.
Hrafnseyri.
Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, hefur áhyggjur af fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, Hrafnseyri. En 200 afmæli Jóns er rétt handan við hornið. „Safnið á Hrafnseyri er barn síns tíma," segir Hermann Gunnarsson - Hemmi Gunn. Senn líður að 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar og hefur Hemmi áhyggjur af því að safnið á fæðingarstað Jóns, Hrafnseyri, verði ekki í nægilega góðu ástandi þegar afmælið gengur í garð hinn 17. júní 2011. „Það hefur alltaf staðið til að gera þetta upp. Davíð Oddsson var ákafur um að þetta yrði gert þegar hann var forsætisráðaherra. Síðan var skipuð nefnd og hún á að skila hugmyndum fyrir árslok. Ég bíð bara spenntur að sjá hvað kemur út úr því," segir Hemmi....
Meira
Vinnuskólakrakkarnir verša į feršinni um Sušureyri og Žingeyri ķ nęstu viku.
Vinnuskólakrakkarnir verša į feršinni um Sušureyri og Žingeyri ķ nęstu viku.
Vinnuskóli Ísafjarðarbæjar mun í næstu viku fara um Suðureyri og Þingeyri. Ásamt því að lífga upp á útlit bæjarins munu þau sinna tilfallandi verkefnum ef þess er óskað. Að sögn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur, yfirflokkstjóra Vinnuskólans, geta íbúar Suðureyrar og Þingeyrar pantað garðavinnu. „Við getum séð um slátt og létta umhirðu í görðum. Við verðum svo á ferðinni einhver tímann í næstu viku, en nákvæm tímasetning það fer eftir því hvernig gengur með pantanir", segir Helga.

Áhugasamir geta haft samband við Helgu Margréti í síma 892-7051.

19.06.2008 - 00:30 | bb.is

Fjölmenni į Hrafnseyri

Vind lęgši er į leiš. Mynd: Pįll Önundarson.
Vind lęgši er į leiš. Mynd: Pįll Önundarson.
Hátíðarhöld á Hrafnseyri við Arnarfjörð gengu ljómandi vel. Mikið fjölmenni lagði leið sína á fæðingastað Jóns Sigurðssonar forseta, en talið er að á fjórða hundrað gesta hafi verið á Hrafnseyri. Dagskráin hófst á messu þar sem séra Karl Sigurbjörnsson biskup predikaði. „Kapellan var yfirfull og fólk hlustaði á messu jafnt inni sem úti", segir Valdimar Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri. „Því næst flutti Sólveig Pétursdóttir hátíðarræðu. Þar á eftir lægði vindinn svo við gátum farið með skemmtiatriðin út á pall sem áhorfendur tóku mjög vel."...
Meira
Mikil įnęgja er meš reišnįmskeiš Storms.
Mikil įnęgja er meš reišnįmskeiš Storms.
Fyrra reiðnámskeiði sumarsins hjá Hestamannafélaginu Stormi lauk á sunnudag, en það er ætlað börnum og óvönum. Kennt var í reiðhöllinni á Söndum í Dýrafirði. Fullt var á námskeiðinu en alls voru þátttakendur 25 talsins og kennt í fimm hópum. Mikil ánægja var með námskeiðið og að því er fram kemur í tilkynningu er hægt að fullyrða að þarna hafi hestamenn framtíðarinnar verið á ferð. Síðasta daginn fóru allir knaparnir í útreiðartúr um Sanda og fengu hressingu á áningarstað. Seinna reiðnámskeiðið hefst 10. júlí og því lýkur 15.júlí en aðeins örfá pláss eru laus á það. Því má með sanni segja að mikill áhugi sé á hestamennskunni og bjartir tímar framundan. Kennari á námskeiðunum er Guðrún Astrid Elvarsdóttir.
16.06.2008 - 00:33 | Tilkynning

Fastir lišir į 17. jśnķ

Söngvarakeppnin fer fram ķ Félagsheimilinu annaš kvöld.
Söngvarakeppnin fer fram ķ Félagsheimilinu annaš kvöld.
Á morgun fara fram nokkrir fastir liðir á Þingeyri sem fylgja þjóðhátíðardegnium 17. júní.

Klukkan 09:30 fer fram gróðursetning á Þingeyrarodda.

Klukkan 11:00 hefst Víðavangshlaup Höfrungs. Hlaupið frá íþróttahúsinu um götur bæjarins. Skráning frá klukkan 10:30-10:50 við íþróttahúsið. Mislangar vegalengdir eftir aldri.

Klukkan 20:00 hefst Söngvarakeppni Höfrungs í Félagsheimilinu á Þingeyri. Krista Sildoja sér um undirleikinn. Skráning verður á staðnum en einnig er hægt að skrá sig hjá Guðrúnu Snæbjörgu í síma 866-4269

Allir þessir viðburðir eru fyrir konur og karla á öllum aldri og eru Dýrfirðingar og nærsveitungar hvattir til að fjölmenna.

Sjáumst á morgun!
Höfrungur

11.06.2008 - 00:34 | bb.is

Fyrsta söguskiltiš afhjśpaš

Į Gemlufallsheiši kl. 15:00.
Į Gemlufallsheiši kl. 15:00.
Fyrsta söguskiltið af ellefu sem byggt er á Gísla sögu Súrssonar verður afhjúpað í Dýrafirði kl. 15 á morgun. Skiltið verður afhúpað á Gemlufallsheiði á þeim stað er Vésteinn mælti þau fleygu orð „Nú falla vötn öll til Dýrafjarðar". Á næstu dögum og vikum verða önnur sambærileg skilti sett upp við þjóðveginn á Vestfjörðum, allt frá Önundarfirði suður í Reykhólasveit. Skiltunum sem eru myndskreytt og með texta á þremur tungumálum er ætlað að minna á staðbundna merka atburði úr sögunni. Við hvert skilti standa tréskúlptúrar í víkingastíl. Markmið þessa verkefnis, sem hefur verið í undirbúningi í nokkur ár, er að styrkja stöðu Vestfjarða sem sögusvæði á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu.
10.06.2008 - 00:35 | Tilkynning

Nś falla vötn öll til Dżrafjaršar

Víkingar eru nú að undirbúa sig fyrir Dýrafjarðardagana og er saumaskapur hafinn á víkingafatnaði. Víkingakonan Nille Glæsel frá Lófóten í Noregi er væntanleg 25. júní og verður með námskeið í skógerðinni. Ennþá eru laus sæti á námskeiðin og þurfa þeir sem ætla að nýta sér þau að skrá sig sem allra fyrst hjá Borgnýju í síma: 893-8653. Heimasíða Nille er www.vikingdrakt.no. Saumanámskeiðið er á mánudagskvöldum. Þar er einnig hægt að nálgast hörefni milli klukkan 20:00 og 22:00.
Með víkingakveðju

Borgný Gunnarsdóttir

Eldri fęrslur
« Febrśar »
S M Ž M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29