22.04.2012 - 15:10 | JÓH
		
	
		19.04.2012 - 09:50 | JÓH
		
	Gjöf fyrir soninn sem vatt upp á sig
		
 
		Svokallaðir Dúa-bílar eru nú fáanlegir aftur eftir langt hlé en ungur smiður úr Dýrafirði, Úlfar Már Sófusson, smíðar leikföngin í frímtíma sínum. Dúa-bílarnir eru dýrfisk hönnun og voru fyrst smíðaðir á 9. áratug síðustu aldar í leikfangasmiðjunni Öldunni á Þingeyri. Nafn bílsins er dregið af þeirri skemmtilegu fjörðun sem er í bílnum og gerir það að verkum að bíllinn „dúar". Foreldar Úlfars keyptu leikfangasmiðjuna Ölduna af Kaupfélagi Dýrfirðinga á 10.áratugnum og tóku þá við smíði bílanna. „Pabbi minn smíðaði bæði Dúabílana og Dúdú vagnana í nokkur ár. Eftir að hann lést hefur lítið sem ekkert verið smíðað af þessum bílum eða þar til ég tók mig til haustið 2009 og gerði nokkra bíla, meðal annars vegna þess að þá hafði ég sjálfur nýlega eignast strák og langaði til þess að hann fengi sinn bíl"....
Meira
	
	
	
	
	
Meira
		18.04.2012 - 13:09 | EMT
		
	Kaffihúsadagur í Simbahöllinni
Foreldrafélag Laufáss ætlar að vera með "kaffihúsadag" í Simbahöllinni fimmtudaginn 19. apríl frá klukkan 14:00-17:00. Þar verður hægt að koma saman og eiga notalega stund. Bæði verður kökubasar og hægt verður að kaupa sér kökusneið og kaffi til að njóta á staðnum. Fögnum sumri, hittumst og styrkjum gott málefni.
Stjórn foreldrafélagsins.
		12.04.2012 - 12:51 | Tilkynning
		
	Saumanámskeið á Þingeyri
		
 
		Annað 10 klukkustunda saumanámskeið hefst á laugardaginn kemur, þann 14. apríl. Námskeiðin fara fram í Grunnskólanum og eru saumavélar á staðnum. Farið verður í undirstöðuatriðin í saumaskap, eins og að taka mál, taka upp snið og sníða. Námskeiðið hentar bæði þeim sem eru að byrja að sauma og lengra komnum. Ýmis saumablöð eru staðnum og efnisprufur sem hægt er að skoða. Núna er líka hægt að versla einhver efni til sauma á Ísafirði.
	
	
	
	
	
Skráningar og nánari upplýsingar veitir Borgný Gunnarsdóttir í síma 893 8653
		11.04.2012 - 13:12 | Tilkynning
		
	Nýtt námskeið í sunderóbikk
		
 
		Nýtt námskeið í sunderobikk hefst í dag, miðvikudaginn 11. apríl. Tímarnir verða eins og áður á laugardögum frá kl. 9.00-10.00 og miðvikudögum frá kl. 19.30-20.30. Alls eru þetta 10 skipti og námskeiðsgjald er 6000.- Nýjir þátttakendur velkomnir! Einnig verða rólegir tímar í boði fyrir þá sem vilja á miðvikudagsmorgnum frá kl. 9.15-10.00. Alls 5 skipti og námskeiðsgjald er 3000.-
Skráning er í afgreiðslu í síma 450-8470 (Íþróttahús) eða 696-3213 (Signý)
						
	
	
	
	
	
	
Skráning er í afgreiðslu í síma 450-8470 (Íþróttahús) eða 696-3213 (Signý)
		10.04.2012 - 14:13 | JÓH
		
	Sjö umsækjendur um embætti sóknarprests
		
 
		Alls sóttu sjö um embætti sóknarprests í Þingeyrarprestakalli en umsóknarfrestur rann út þann 30.mars síðastliðinn. Eftirtaldir sóttu um stöðuna: Cand. theol.  Anna Eiríksdóttir, Cand. theol.    Gunnar Stígur Reynisson, Séra   Hildur Inga Rúnarsdóttir, Cand. theol.    Jóhanna Magnúsdóttir, Cand. theol.    Jón Pálsson, Cand. theol.    Salvar Geir Guðgeirsson, og Cand. theol.  Sigríður Rún Tryggvadóttir. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu og prófasturinn í Vestfjarðarprófastsdæmi. Í Þingeyrarprestakalli eru fimm sóknir: Hrafnseyrarsókn,  Mýrasókn, Núpssókn, Sæbólssókn og Þingeyrarsókn. Þetta kemur fram á www.kirkjan.is.
						
	
	
	
	
	
	
		04.04.2012 - 13:35 | JÓH
		
	Rödd þjóðarinnar í Félagsheimilinu
		
 
		Verkefni Halldórs Gunnars Pálssonar, og félaga hans í Fjallabræðrum, hefur gengið vel og nú hafa rúmlega 400 manns á Vestfjörðum tekið þátt. Halldór Gunnar ætlar að fanga rödd Dýrfirðinga í dag en hann verður í félagsheimilinu á Þingeyri kl. 17:30. Dýrfirðingar eru hvattir til að fjölmenna og má til gamans segja frá því að á heimasíðu verkefnisins stendur að búist sé við góðri mætingu á Þingeyri enda "Þingeyringar annálaðir söngmenn". Á heimasíðu verkefnisins, thjodlag.is, má jafnframt sjá bæði textann og nóturnar ef einhverjir vilja æfa sig áður en þeir halda af stað í félagsheimilið.
						
	
	
	
	
	
	
		04.04.2012 - 01:01 | JÓH
		
	Veistu hvað? á Veitingahorninu
		
 
		Spurningakeppnin Veistu hvað?? verður haldin á Veitingahorninu á morgun, skírdag, kl. 21:00. Keppnin verður með sama sniði og fyrri ár en þetta er þriðja árið í röð sem hún er haldin. Spyrillinn að þessu sinni er hann Malli Þóris, og að vanda eru veglegir vinningar í boði. Að keppni lokinni munu svo trúbadorar spila á Veitingahorninu. 
Dýrfirðingar og aðrir gestir eru hvattir til að fjölmenna og hafa gaman saman!
						
	
	
	
	
	
	
Dýrfirðingar og aðrir gestir eru hvattir til að fjölmenna og hafa gaman saman!


 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		 
		
















