A A A
  • 1943 - fæddist Ólafur Ragnar Grímsson Forseti Íslands
  • 1950 - Gunnar G Sigurðsson
  • 1956 - Jóna Björg Kristjánsdóttir
  • 1959 - Davíð Davíðsson
  • 1977 - Iwona Motycka
  • 1998 - Sindri Þór Hafþórsson
  • 2007 - Alvar Auðunn Finnbogason
16.06.2016 - 18:16 | Stjórnarráðið,Vestfirska forlagið

Sjóðurinn Gjöf Jóns Sigurðssonar

Jón Sigurðsson.
Jón Sigurðsson.

Í reglum frá árinu 1881 um Gjöf Jóns Sigurðssonar er kveðið á um að fé úr sjóðnum megi veita,


,,1. til verðlauna fyrir vel samin vísindaleg rit,


2. til að styrkja útgáfur slíkra rita annars kostar og


3. til þess að styrkja útgáfur merkilegra heimildarrita.“


Enn fremur segir: ,,Öll skulu rit þessi lúta að sögu Íslands, bókmenntum þess, lögum, stjórn eða framförum.“ Á árinu 1974 var bætt við ákvæði þess efnis ,,að þegar sérstök ástæða þyki til, megi verja fé til viðurkenningar á viðfangsefnum og störfum höfunda, sem hafa vísindarit í smíðum.“

...
Meira
16.06.2016 - 15:53 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Í tilefni sláttarbyrjunar í Mýrahreppi: - Það er nú betra að fljóti yfir ljáinn!

þórarinn Sighvatsson á Höfða.
þórarinn Sighvatsson á Höfða.

Nú hefur borist út um heimsbyggðina að Ómar á Ketilseyri sé búinn að slá á jörð sinni Grænanesi í Mýrahreppi. Var það mikil og góð slægja hjá kalli. Í tilefni af því er rétt að rifja hér upp eina góða af Þórarni bónda á Höfða. Hann var snillingur sagði Valdimar á Mýrum. Við tökum sterklega undir það.


“Þórarinn Sighvatsson bóndi á Höfða í Dýrafirði, einn af afkomendum Sighvats Grímssonar Borgfirðings, var einhver harðduglegasti bóndi á Vestfjörðum og rak stórbú á eignarjörð sinni í áratugi af mikilli hagsýni. Þórarinn var með orðheppnustu mönnum og er löngu orðinn þjóðsagnapersóna hér vestra fyrir óborganleg tilsvör sín í önn dagsins.

...
Meira
16.06.2016 - 15:39 | Vestfirska forlagið,bb.is

Guðni Th. og Eliza á ferð um fjórðunginn

Hér eru Guðni Th. og Eliza í Húsasmiðjunni á Selfossi á -dögunum. Ljósm.: BIB
Hér eru Guðni Th. og Eliza í Húsasmiðjunni á Selfossi á -dögunum. Ljósm.: BIB
« 1 af 2 »

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi heimsækir Vestfirði líkt og greint var frá í frétt á bb.is-vefnum í gær, en það er aldeilis ekki bara Bolungarvík sem heimsótt verður líkt og greint var frá þar. 
Hann og eiginkona hans Eliza Reid verða bókstaflega á ferð og flugi um fjórðunginn um helgina.
Fyrsti fundur þeirra verður í Hömrum sal tónlistarskólans á Ísafirði klukkan 11 á laugardag. 
Þaðan liggur leið þeirra í Bolungarvík þar sem þau verða með opinn fund í Einarshúsi kl. 14:30. Eftir fundinn ætla þau að horfa á leik Íslands og Ungverjalands í Einarshúsi.
Um kvöldið verða þau á Vagninum á Flateyri þegar leikur Austurríkis og Portúgal verður leikinn, þar gefst fólki tækifæri á að eiga við Guðna orð eftir leikinn. 


Á sunnudag klukkan 9:30 verða þau á Fisherman á Suðureyri.
Þaðan fara þau til Þingeyrar og verða með opinn fund á Hótel Sandafelli klukkan 13. 

...
Meira
16.06.2016 - 09:10 | Vestfirska forlagið,Björn Ingi Bjarnason

Vestfirska forlagið vökvar víða upprunaþrá

F.v.: Hjörleifur Snær Arnarsson, Sólveig Arndís Hilmarsdóttir og Arnar Sverrisson frá Þingeyri.
F.v.: Hjörleifur Snær Arnarsson, Sólveig Arndís Hilmarsdóttir og Arnar Sverrisson frá Þingeyri.
« 1 af 3 »
Vestfirska forlagið hefur staðið að metnaðarfullri bókaútgáfu í nær fjórðung aldar og gefið út rúmlega 300 titla.

Bækurnar hafa notið vinsælda og virðingar á heimaslóð vestra og ekki síður meðal hinna fjölmörgu brottfluttu Vestfirðinga sem dreifast víða um landið.
Einn þeirra er Þingeyringurinn Arnar Sverrisson sem býr ásamt fjölskyldu á Selfossi. 
Vestfirska forlagið frétti af Arnari í sumarfríi þessa dagana og sendi fulltrúa með vestfirskan sögu- og menningarglaðning sem var ein af bókum Vestfirska forlagsins í flokknum vinsæla –Frá Bjargtöngum að Djúpi-...
Meira
16.06.2016 - 08:45 | Vestfirska forlagið,Blaðið - Vestfirðir

Bryggjukaffi á Flateyri

Bryggjukaffi að Hafnarstræti 4 á Flateyri.
Bryggjukaffi að Hafnarstræti 4 á Flateyri.
« 1 af 6 »

Nýtt kaffihús hefur verið opnað að Hafnarstræti 4 á Flateyri. 
Það í eigu hjónanna Þorbjargar Sigþórsdóttur og Sigurðar Hafberg. Þorbjörg var bjartsýn á reksturinn í sumar og aðsóknin um sjómannadagshelgina var framar öllum vonum.


Vestfirska forlagið leit við í Bryggjukaffi á Flateyri á sjómannadeginum þann 5. júní 2016 og færði til myndar.

...
Meira
16.06.2016 - 05:22 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Hrós dagsins: - Það fær veghefilsstjórinn á Vesturleið

Veghefilsstjórinn galvaski undir stýri. Sér fram Brekkudal. Ljósm. : H. S.
Veghefilsstjórinn galvaski undir stýri. Sér fram Brekkudal. Ljósm. : H. S.

Sú var tíðin að Sigurður Friðrik Jónsson,núverandi útvegsbóndi á Þingeyri, stýrði veghefli hjá Vegagerðinni hér um slóðir. Hann var slíkur snillingur á heflinum að margir muna það enn. Þó lítið væri annað en grjót til að hefla, skilaði Sigurður veginum oft rennisléttum undan tönninni.


   Í gær, miðvikudaginn 15. júní 2016, var verið að sjósalta, rykverja og hefla á Vesturleið frá Hlíð upp á Brekkudal. Er skemmst frá því að segja að þar hefur verið grjót við grjót í slitlaginu undanfarnar vikur. En sá sem stjórnaði vegheflinum þar í dag minnir jafnvel bara á Siggja Friggja forðum. Ótrúlegt hvað hann gat sléttað úr grjótinu! Hvað þessi veghefilsstjóri heitir vitum við ekki. Það kemur bara seinna. En hann fær hrós dagsins hjá okkur.

...
Meira
15.06.2016 - 11:46 | bb.is,Vestfirska forlagið

Sláttur hafinn í Dýrafirði

Slægjan á Grænanesi
Slægjan á Grænanesi
« 1 af 2 »
Í gær hófst sláttur í Dýrafirði og er það með því allra fyrsta sem það er gert á þessu landshorni. 
Það var Ómar Dýri Sigurðsson bóndi á Ketilseyri sem bar út á Grænanesi norðan fjarðar en heimildir eru fyrir því að árið 1955 hafi verið borið út á Kirkjubóli í Þingeyrarhreppi 8. júní. 
Óstaðfestar heimildir eru fyrir því að í Dýrafirði hafi árið 1939 verið borið út fyrir miðjan júní....
Meira
Frá Álftamýri í dag. Endurbyggt íbúðarhús sveitarhöfðingjans Gísla G. Ásgeirssonar frá 1905-1906. Sannkölluð sveitarprýði.
Frá Álftamýri í dag. Endurbyggt íbúðarhús sveitarhöfðingjans Gísla G. Ásgeirssonar frá 1905-1906. Sannkölluð sveitarprýði.

Eins og margoft hefur komið fram hér á Þingeyrarvefnum, er nú þannig í pottinn búið þessa dagana hér í Vestfirsku Ölpunum, að melrakkinn gengur ljósum logum í náttúrunni. Hvarvetna þar sem bændur og búalið hittast og tala saman eru sagnir á lofti um tófu hér og tófu þar. Elstu menn muna ekki aðra eins tófugengd, þó sumir vilji nú kannski segja að þeir muni nú aldrei neitt! Trúlega er búið að fella upp undir 100 dýr á svæðinu. Samt sér ekki högg á vatni.


      Kvöld nokkurt í vikunni urðu þau hjónin á þeim fornfræga stað, Álftamýri á norðuströnd Arnarfjarðar, Gunnar Steinþórsson og Bryndís Baldursdóttir, heldur betur vör við þetta.

...
Meira
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31