Hlaupahátíð 2016 lokið með hlaupi um Vesturgötu
á Vestfjörðum.
Þetta var í ellefta sinn sem keppt var í hlaupi um Vesturgötu,
sem er þekktur ýtuvegur fyrir skagann á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, oft kenndur við Svalvoga....
Meira
Aðalheiður Einarsdóttir, systir Kristjáns, opnaði pakkann í Héraðsskjalasafninu ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra en þegar Kristján færði safninu pakkann snemma árs 1979 mælti hann svo fyrir að hann yrði ekki opnaður fyrr en 16. júlí 2016. Í bréfi til safnsins skrifaði Kristján að bréfin hefðu „aldrei [verið] skrifuð með geymslu fyrir augum né öðrum ætluð. Þau kunna því að vera full af sleggjudómum um menn og málefni samtímans og má í fæstum tilfellum taka það mjög alvarlega. [...] Þegar leið á bréfasamband okkar fórum við að ræða um að bréfin skyldu geymd í allt að hálfa öld ef einhverjir skyldu þá hafa gaman af að sjá hvernig menn hugsuðu á þessum árum. Fjarlægð í tíma ætti þá og að vera orðin svo mikil að sársaukalaust sé öðrum mönnum.“
...Þar sem búið er að stöðva strandveiðar á svæði A í júlí mánuði er rétt að senda yfirlit yfir afla þeirra báta sem stunduðu þær veiðar í júlí:
Bibbi Jóns 3527 kg í 6 sjóferðum
Hulda 3607 kg í 6 sjóferðum
Imba 3665 kg i 6 sjóferðum.
Þeir bátar sem eru með kvóta og róið hafa fram að þessu í mánuðinum, síðasta löndun 11. júlí:
...
Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og í dag eru því 81 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011 á heimili sínu á Selfossi.
Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.
Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.
Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.
...Úr því við vorum að nefna hér tíðindamenn erlendra stórblaða í Dýrafirði í gær, þykir okkur rétt að rifja upp að þeir hafa verið hér um slóðir áður. Og kemur hér saga dagsins:
Þess er að minnast að eitt sinn fyrir um þrjátíu árum var ástand vegarins fyrir Dýrafjörð alveg hrikalegt. Það var hola, hola, hola.
Gunnar Sigurðsson, meistari og kaupmaður í Hlíð á Þingeyri, er einn af þessum óborganlegu, orðheppnu Vestfirðingum. Þegar þetta var þurfti Gunnar nauðsynlega að skreppa út að Núpi. Þegar þangað kom hitti hann Kára skólastjóra á hlaðinu. Þá tók Gunnar meistari og arkitekt svo til orða:
...