A A A
17.07.2016 - 21:06 | ruv.is,Vestfirska forlagið

Hlaupahátíð 2016 lokið með hlaupi um Vesturgötu

Frá Vesturgötuhlaupinu. Ljósmynd: Halla Ólafsdóttir.
Frá Vesturgötuhlaupinu. Ljósmynd: Halla Ólafsdóttir.
Fjöldi fólks hljóp í dag Vesturgötu á síðasta degi Hlaupahátíðar
á Vestfjörðum.
Þetta var í ellefta sinn sem keppt var í hlaupi um Vesturgötu,
sem er þekktur ýtuvegur fyrir skagann á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar, oft kenndur við Svalvoga.
...
Meira
17.07.2016 - 21:01 | Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason,Vestfirska forlagið

Merkir Íslendingar - 100 ára afmæli Kristjáns frá Djúpalæk fagnað í gær - 16. júlí 2016

Kristján Einarsson frá Djúpalæk.
Kristján Einarsson frá Djúpalæk.
Í gær, 16. júlí 2016,  hefði ljóðskáldið Kristján Einarsson frá Djúpalæk orðið hundrað ára, en hann lést 15. apríl 1994. 
Af því tilefni var opnaður pakki sem Kristján færði Héraðsskjalasafninu á Akureyri, en í honum voru sendibréf hans og Guðmundar Böðvarssonar frá árunum 1943-1974.

Aðalheiður Einarsdóttir, systir Kristjáns, opnaði pakkann í Héraðsskjalasafninu ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra en þegar Kristján færði safninu pakkann snemma árs 1979 mælti hann svo fyrir að hann yrði ekki opnaður fyrr en 16. júlí 2016. Í bréfi til safnsins skrifaði Kristján að bréfin hefðu „aldrei [verið] skrifuð með geymslu fyrir augum né öðrum ætluð. Þau kunna því að vera full af sleggjudómum um menn og málefni samtímans og má í fæstum tilfellum taka það mjög alvarlega. [...] Þegar leið á bréfasamband okkar fórum við að ræða um að bréfin skyldu geymd í allt að hálfa öld ef einhverjir skyldu þá hafa gaman af að sjá hvernig menn hugsuðu á þessum árum. Fjarlægð í tíma ætti þá og að vera orðin svo mikil að sársaukalaust sé öðrum mönnum.“

...
Meira
16.07.2016 - 20:49 | Vestfirska forlagið,Ólafur V. Þórðarson

Veiðiskýrsla úr Hafnarfirði um gang veiða í Dýrafirði í júlí 2016

Ólafur V. Þórðarson.
Ólafur V. Þórðarson.

Þar sem búið er að stöðva strandveiðar á svæði A í júlí mánuði er rétt að senda yfirlit yfir afla þeirra báta sem stunduðu þær veiðar í júlí:


Bibbi Jóns 3527 kg í 6 sjóferðum


Hulda        3607 kg í 6 sjóferðum


Imba         3665 kg i 6 sjóferðum.


Þeir bátar sem  eru með kvóta og róið hafa fram að þessu í mánuðinum, síðasta löndun 11. júlí:


 

...
Meira
16.07.2016 - 07:03 | Vestfirska forlagið,Hrútavinafélagið Örvar,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Hafliði Magnússon

Hafliði Magnússon á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2009. Ljósm.: BIB
Hafliði Magnússon á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2009. Ljósm.: BIB
« 1 af 3 »

Hafliði Þórður Magnússon, listamaður frá Bíldudal, var fæddur þann 16. júlí 1935 og í dag eru því 81 ár frá fæðingun hans. Hafliði lést þann 25. júní 2011  á heimili sínu á Selfossi.


Hafliði var fæddur í Hergilsey á Breiðafirði. Hann fluttist þaðan 6 ára í Arnarfjörð þar sem fjölskyldan bjó á ýmsum stöðum en lengst af bjó hann á Bíldudal. Hann bjó einnig um tíma í Reykjavík.


Hafliði starfaði m.a. sem sjómaður og þá mest á síðutogurum, við fiskvinnslu og einnig kenndi hann sjóvinnu. Þá vann hann við uppbyggingu Mjólkárvirkjunar og endurgerð fæðingarbæjar Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð.


Frá árinu 1998 bjó Hafliði síðan á Selfossi ásamt sambýliskonu sinni Evu Þórarinsdóttur frá Suðureyri við Súgandafjörð. Á Selfossi vann hann ýmis störf, síðast hjá SG við trésmíðar þar sem hann lauk hefðbundinni starfsævi árið 2002.

...
Meira
16.07.2016 - 06:40 | bb.is,Vestfirska forlagið

Dagskrá Hlaupa- og afmælishátíðanna í dag - 16. júlí 2016

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Hápunktur hátíðarhalda í tilefni 150 ára afmælis kaupstaðaréttina Ísafjarðar verður í dag, 16. júlí 2016. 
Kaupstaðarréttindin fengust 26. janúar 1866, en íbúar sveitarfélagsins kusu sína fyrstu bæjarstjórn þann 16. júlí sama ár. Dagskráin hefst kl. 10 við Edinborgarhúsið á Ísafirði þar sem Jóna Símonía Bjarnadóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður Safnahúss, fer með áhugasama í Sögugöngu um Eyrina. Þá er komið að hópmyndatöku af fólki í íslenska þjóðbúningnum kl. 12 í bæjarbrekkunni á Ísafirði en byrjað verður á að hittast í Safnahúsinu til að hitta aðra eða fá aðstoð við að reima á sig búningana. Skrúðganga leggur af stað frá Silfurtorgi kl. 13.30 en gengið er að íþróttahúsinu á Torfnesi með skáta og lúðrasveit í broddi fylkingar. Hátíðardagskráin fer síðan fram í íþróttahúsinu og hefst hún kl. 14...
Meira
15.07.2016 - 07:32 | Byggðasafn Vestfjarða,Vestfirska forlagið

Ávextir hafsins í Turnhúsinu á Ísafirði

Turnhúsið á Ísafirði. Ljósm.: BIB
Turnhúsið á Ísafirði. Ljósm.: BIB
Byggðasafn Vestfjarða efnir til veislu föstudaginn 15. júlí 2016 í Turnhúsinu í Neðstakaupstað. Að þessu sinni nefnist veislan Ávextir hafsins. Veislan verður með öðru sniði en hinar hefðbundnu saltfiskveislur safnsins og er tilefnið ærið svo ekki sé meira sagt. Það eru 230 ár frá því Eyri við Skutulsfjörð fékk kaupstaðarréttindi samkvæmt konunglegri tilskipun, svo því sé haldið til haga. 
Það eru 200 ár frá því að Eyri missir kaupstaðarréttinn í hráskinnsleik stjórnmálanna sem hrifsaði hann og flutti yfir til Grundarfjarða. Við það taldist Ísafjörður þeirra úthöfn sem íbúunum sárnaði og bjuggu við í hálfa öld, eða til ársins 1866 að Ísafjörður hlaut aftur kaupstaðaréttindi og að auki með eigin forráðum og bæjarstjórn. Upp á það er haldið ásamt því að 20 ár eru frá sameiningu sex sveitarfélaga og Ísafjarðarbær varð til....
Meira
15.07.2016 - 07:06 | Vestfirska forlagið,Slysavarnafélagið LANDSBJÖRG

Enn bætast við öflugir bakhjarlar við Safetravel verkefnið

Á myndinni má sjá þá Þóri Garðarson og Sigurdór Sigurðsson handsala samninginn við Jón Svanberg Hjartarson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Á myndinni má sjá þá Þóri Garðarson og Sigurdór Sigurðsson handsala samninginn við Jón Svanberg Hjartarson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg
Ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line Iceland hefur samið við Slysavarnafélagið Landsbjörgu um að styrkja Safetravel verkefnið um samtals 5 milljónir króna á næstu fimm árum.
Markmið Safetravel er að halda úti öflugum slysavörnum fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Safetravel er samvinnuverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, ferðaþjónustunnar, ýmissa fyrirtækja og stofnana og hins opinbera. Með stuðningi sínum er Gray Line orðið einn af helstu stuðningsaðilum verkefnisins.
Meðal aðgerða til að auka öryggi ferðamanna heldur Safetravel úti vefnum hálendisvakt björgunarsveita, www.safetravel.is. Ennfremur eru upplýsingar fyrir ferðamenn um færð og veður að finna á  um 70 skjám víða um land.
Stuðningur aðila á borð við Gray Line skiptir sköpum við að halda út verkefni eins og Safetravel....
Meira
15.07.2016 - 06:49 | Hallgrímur Sveinsson,Vestfirska forlagið

Saga dagsins: - Meistarinn varð að taka út úr sér fölsku tönnurnar!

Þessi mynd af meistaranum í Hlíð var tekin 16. 09. 2006. Þá var frábær kartöfluuppskera hjá þeim Hlíðarhjónum. Enda okkar maður hróðugur á svipinn! Ljósm. H. S.
Þessi mynd af meistaranum í Hlíð var tekin 16. 09. 2006. Þá var frábær kartöfluuppskera hjá þeim Hlíðarhjónum. Enda okkar maður hróðugur á svipinn! Ljósm. H. S.

Úr því við vorum að nefna hér tíðindamenn erlendra stórblaða í Dýrafirði í gær, þykir okkur rétt að rifja upp að þeir hafa verið hér um slóðir áður. Og kemur hér saga dagsins:


Þess er að minnast að eitt sinn fyrir um þrjátíu árum var ástand vegarins  fyrir Dýrafjörð alveg hrikalegt. Það var hola, hola, hola.


Gunnar Sigurðsson, meistari og kaupmaður í Hlíð á Þingeyri, er einn af þessum óborganlegu, orðheppnu Vestfirðingum. Þegar þetta var þurfti Gunnar nauðsynlega að skreppa út að Núpi. Þegar þangað kom hitti hann Kára skólastjóra á hlaðinu. Þá tók Gunnar meistari og arkitekt svo til orða:

...
Meira
Eldri færslur
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31