03.11.2016 - 06:53 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið
Hörður Bjarnason.
Skálholtskirkja.
Hörður Bjarnason, húsameistari ríkisins, fæddist í Reykjavík 3.11. 1910 og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Bjarni Jónsson, forstjóri Nýja Bíós í Reykjavík, og s.k.h., Sesselja Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja.
Hörður var í föðurætt af miklum listamannaættum. Föðursystkini Harðar voru Einar myndhöggvari; Guðný, amma Sveins Björnssonar sendiherra, og Valgerður, amma Nínu Tryggvadóttur listmálara.
Bjarni var sonur Jóns, b. á Galtarfelli, bróður Helga, langafa Alfreðs Flóka, teiknarans frábæra. Jón var sonur Bjarna, bónda í Bolafæti Jónssonar og Helgu Halldórsdóttur, systur Guðfinnu, langömmu Gests Þorgrímssonar myndlistarmanns. Sesselja var dóttir Guðmundar Guðmundssonar, bónda í Deild á Akranesi.
Eiginkona Harðar var Katla Pálsdóttir húsfreyja og eignuðust þau tvö börn, Áslaugu Guðrúnu og Hörð.
...
Meira