A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
22.03.2015 - 21:41 | Úr daglega lífinu:,Hallgrímur Sveinsson

Ýmislegt er nú hægt að gera hérna fyrir vestan!

Dýrafjörður.
Dýrafjörður.

Gunnlaugur Sigurjónsson, fiskeldisbóndi á Bakka í Dýrafirði, sannprófaði og notaði til þess ellistyrkinn sinn meðal annars, að hægt er með ótrúlegum árangri að rækta bleikju og regnbogasilung í hinu ískalda vestfirska vatni sem hvarvetna rennur lítt notað til sjávar.
Oft voru 20-30 ferðamenn við veiðar hjá kallinum í einu. Svo keypti hver það sem hann veiddi. Hér gæti orðið um vistvæna vestfirska stóriðju að ræða ef menn vilja.

Menn þurfa ekki annað en fletta Bændablaðinu og sjá þar ótal dæmi um alla þá grósku og tækifæri sem felast í sveitum þessa lands. Hvað sagði ekki Jón Sigurðsson 1838: „Sérhverri þjóð vegnar vel sem hefir lag á að sjá kosti lands síns og nota þá eins og þeir eiga að vera notaðir.“ Tækifærin blasa við öllum sem vilja sjá. En það þarf að opna landið fyrir fólki og veita því aðgang að „þolinmóðu“ fjármagni. Hvað gæti ekki skynsamur vestfirskur fiskeldisbóndi gert ef hann hefði þó ekki væri nema 100 milljónir í höndunum? En viljinn verður að vera fyrir hendi.

Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30