A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
23.09.2015 - 07:14 | BIB,Morgunblaðið

Vilborg segir frá Auði, ástinni, drekanum og dauðanum

Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.
Dýrfirðingurinn Vilborg Davíðsdóttir.
Bókakaffi í Gerðubergi í kvöld

Bókakaffið í Gerðubergi nýtur mikilla vinsælda enda skemmtilegt að heyra höfunda segja frá vinnu sinni við bækur og tilurð þeirra. Í kvöld, 23, september 2015 kl. 20, verður bókakaffi þar sem Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur og þjóðfræðingur kemur í heimsókn og segir gestum bókakaffisins frá skrifum sínum um Auði djúpúðgu í máli og myndum.

 

Þrjár bækur um landnámskonu

Vilborg hefur sent frá sér tvær skáldsögur um ævi landnámskonunnar og vinnur nú að þeirri þriðju og síðustu þar sem hún spinnur þráðinn út frá hinum þekktu orðum: „Þykjast menn varla dæmi til vita að einn kvenmaður hafi komist í brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti,“ en þannig farast sögumanni Laxdælu orð um ferð Auðar frá Skotlandi til Íslands í lok níundu aldar.

Vilborg mun einnig segja frá nýjustu bók sinni sem kom út í vor og ber titilinn Ástin, drekinn og dauðinn. Þar fjallar hún um vegferð sína og manns síns með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og deilir með lesendum því sem sorgin hefur kennt henni: mikilvægi þess að lifa til fulls, í núinu, í sátt og viðtekt og vanda sig við að elska, lifa og deyja.

 

Bókakaffið er öllum opið og er ævinlega ókeypis aðgangur.

 

Morgunblaðið miðvikudagurinn 23. september 2015.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30