A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
17.05.2015 - 06:15 | BIB,Blaðið - Vestfirðir

Vestfirskir tónlistarmenn: - Vestan 1

Forsíða Vestan - 1
Forsíða Vestan - 1
« 1 af 3 »

Tveggja diska safndiskur með 41 lagi er væntanlegur fyrir komandi sjómannadag.

Það eru vestfirskir tónlistarmenn sem standa að útgáfunni. Helstu hvatamenn eru Patreksfirðingarnir Sævar Árnason og Kristófer Kristófersson. Þeir sjá alfarið um alla vinnu varðandi undirbúning, samband við listamenn, prentun og masteringu og sendingar fram og til baka varðandi það allt, auk þess að leggja á sig óhemju vinnu við að aðstoða ýmsa listamenn.

Þeirra áhugi og athafnasemi er þess valdandi að þetta er hægt. Undirtektirnar eru líka frábærar frá vestfirskum tónlistarmönnum og í raun komust færri að en vildu. Þetta framtak er líklega einsdæmi, altént er ekki vitað til þess að tónlistarmenn af heilu landsvæði hafi gefið út slíkan disk.

Áður hafa komið út safndiskar með vestfirskum tónlistarmönnum, síðast var það Vesturljós, en þar áður Vestanvindar, en að þessari útgáfu koma mun fleiri tónlistarmenn hvaðanæva af Vestfjörðum.

Á disknum eru: BG, Grafík, Ýr, Gústaf Gústafsson, Siggi Björns, Krist ófer Kristófersson, Siggi Páls, Æfing á Flateyri, Davíð og Haukur Hafsteins, Gummi og Árni Hjalta, Þórunn & Halli, Jón Elísson, Kristinn Níelssar, Trap, Sævar Árna, Tryggvi Hubner, Villi Valli, Gunnar Þórðarsson, Hólmgeir Baldursson, Jón Kr. Ólafsson, Rúnar Þórisson, Rythmatik sem vann Músiktilraunir 2015, Rúnar Þór  og Rósi Sigurðsson sem býr á Nýja Sjálandi. Guti Guðjóns NZ spilar einnig í nokkrum lögum.

Sett var upp 100 daga áætlun og hafa allar dagssettningar staðist, en þó ekki átakalaust.

Margir tónlistarmenn hafa haft samband og vilja vera með ef gefinn verður út diskur nr 2 og reyndar er þegar hafinn undirbúningur að honum.

Blaðið Vestfirðir greinir frá.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31