A A A
  • 1981 - Berglind Hrönn Hlynsdóttir
14.01.2017 - 10:02 | Vestfirska forlagið,Jónshús í Kaupmannahöfn,Björn Ingi Bjarnason

Úthlutun fræðimannsíbúðar Húss Jóns Sigurðssonar

Við hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.
Við hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.

Úthlutunarnefnd fræðimannsíbúðar, samkvæmt reglum um Hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn, lauk störfum í desember 2016 störfum og úthlutað íbúð fræðimanns á 4. hæð hússins árið 2017.

Nefndinni bárust að þessu sinni umsóknir um dvöl til að sinna 23 verkefnum.

Úthlutað var dvalartíma til að vinna að 10 verkefnum:

 

  • Auður H. Ingólfsdóttir, til að vinna verkefni um sjálfbærni á Norðurlöndum;
  • Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Á vindanna vængjum. Jarðreisa Sæmundar Magnússonar Hólm“;
  • Haukur Þorgeirsson, til að vinna verkefni sem snýr að handriti Snorra Eddu;
  • Hjörleifur Stefánsson, til að vinna verkefni um torfhúsabæinn Reykjavík, híbýli leiguliða og tómthúsmanna;
  • Hörður Geirsson, til að vinna verkefni um ferðir ljósmyndarans Johan Holm-Hansen á Íslandi 1866 og 1867;
  • Illugi Jökulsson, til að vinna verkefni sem ber heitið „Maðurinn sem vildi vera biskup. Sjálfsævisaga Ólafs Gíslasonar“;
  • Íris Ellenberger, til að vinna verkefni um mót innlendrar og erlendrar menningar í Reykjavík 1900-1920;
  • Jónína Einarsdóttir, til að vinna verkefni um sumardvöl barna í sveit;
  • Sverrir Jakobsson, til að vinna verkefni um Væringja í Austurvegi;
  • Þórunn Sigurðardóttir, til að vinna að rannsóknum á handritinu „Rask88a“.

 

Í úthlutunarnefndinni eiga sæti dr. Ágúst Einarsson, prófessor og fyrrverandi rektor við Háskólann á Bifröst, sem er formaður nefndarinnar, dr. Anna Soffía Hauksdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor við Háskólann á Akureyri. Ritari nefndarinnar er Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.


Um Jónshús

Jónshús

























Jónshús í Kaupmannahöfn
hefur verið í eigu Alþingis frá árinu 1967 er Carl Sæmundsen stórkaupmaður gaf það í minningu Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þau hjón bjuggu í húsinu frá árinu 1852 allt til dauðadags, 1879.
Húsið er við Øster Voldgade 12. 
 

Árið 1970 hófst rekstur í húsinu. Þar er nú félagsheimili Íslendinga í Kaupmannahöfn, minningarsafn um Jón Sigurðsson og Ingibjörgu og bókasafn í kjallara hússins.

Einnig hafa Íslendingafélagið, íslenski söfnuðurinn, íslenski skólinn, kórar og margir fleiri aðstöðu í húsinu. Þá er íbúð umsjónarmanns í húsinu, en þar var áður íbúð sendiráðsprests sem gegndi þá jafnframt stöðu umsjónarmanns hússins.

Sýning um Jón Sigurðsson er opin sem hér segir: Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 11–17, laugardaga og sunnudaga kl. 10–16 og á öðrum tímum í samráði viðforstöðumann Jónshúss.

Í húsinu eru tvær íbúðir fyrir íslenska fræðimenn.


 

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30