A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
22.02.2018 - 15:31 | Vestfirska forlagið

Úr sagnabanka Vestfirska forlagsins

Neikvætt eigið fé


Bændur á Ingjaldssandi og í norðanverðum Dýrafirði hafa frá upphafi byggðar á þessum slóðum þurft að búa við það að fé þeirra lenti í sjálfheldu í Barðanum. Svo nefnist núpurinn á norðanverðum skaganum milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar. Oft er erfitt að ná fénu úr sjálfheldu í klettum Barðans og stundum hefur það alls ekki náðst og hrapað fyrir björg. Einnig hafa kindur verið á útigangi í klettasyllum Barðans vetrarlangt.

Eitt sinn voru bændur í Mýrahreppi á námskeiði í búreikningahaldi á Núpi. Eitthvað bögglaðist það fyrir sumum þegar í niðurstöðum búreikninganna var talað um neikvætt eigið fé. Torfi Bergsson, bóndi á Felli, kom með þessa tilgátu:

-Neikvætt eigið fé? Er það ekki féð sem Elísabet á Sæbóli og Helgi í Alviðru eiga í Barðanum allt árið?

 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31