01.08.2016 - 20:18 | Veðurstofa Íslands,Hallgrímur Sveinsson
		
	Til hamingju með daginn, verzlunarmenn!
Vestfirska forlagið sendir öllum verzlunarmönnum, nær og fjær, baráttukveðjur með ósk um að allt megi ganga þeim í haginn.
   Og er nú rétt að rifja upp hvað Jón Sigurðsson sagði um verslunina 1866:
 
   „Þú heldur að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okkur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frelsið er ekki í því að lifa einn og sér og eiga ekki viðskipti við neinn.“
   
      (Jón Sigurðsson í ræðu og riti)


 
		 
		
















