A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Í vikunni bárust þær fréttir að Ríkisstjórn Íslands hefði samþykkt að veita fé í til uppbyggingar á þjónustumiðstöð á Þingeyri. En um er að ræða þróunarverkefni um samfélagsmiðstöð eða þjónustukjarna, sem verið hefur í bígerð frá því um mitt ár 2015. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir hugmyndina þá að í miðstöðinni geti íbúar og gestir á Þingeyri sótt sér aðstoð og þjónustu í ýmsum daglegum verkefnum, svo sem aðstoð í rafrænum samskiptum á opinberum netsíðum, útprentunarþjónustu og skammtímavinnuaðstöðu. Einnig geti fólk átt þarna stað til að koma saman og hittast og er þjónustunni ætlað að þróast í samræmi við þarfir og notkun íbúanna. 

„Ætlunin er að finna leið til að smærri þorpum allstaðar á landinu verði bættur sá þjónustuskortur sem algengur er á Íslandi í dag. Það er einlægur vilji Ísafjarðarbæjar og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, sem upphaflega fóru af stað með þetta verkefni, að niðurstaðan verði lausn sem getur verið fyrirmynd lausna fyrir staði sem standa frammi fyrir sambærilegum vanda um allt land. Ef vel tekst til þá viljum við innleiða slíkar lausnir á Flateyri og Suðureyri, en fyrst munum við þróa verkefnið á Þingeyri. Til stendur að gefa verkefninu þrjú ár og sjá með hvaða hætti má þróa það á þeim tíma, þannig að verði til hagsbóta fyrir samfélagið á Þingeyri.“ Segir Gísli Halldór um hvatann að baki verkinu. 

„Þjónustukjarninn var kynntur fyrir ríkisstjórn fyrir um ári síðan og svo var verkefnið tilgreint í skýrslu Vestfjarðanefndarinnar svokölluðu, sem lögð var fram í september síðastliðnum. Það er mikið fagnaðarefni að stjórnvöld hafi tekið ákvörðun um aðkomu að verkefninu, sem þegar er í tillögu að fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2017.“ 

Gísli segir að í ársbyrjun hafi ekki verið búið að tryggja fjármagn í verkefnið en þá tóku Alain De Cat og Marij Colruyt það upp á arma sína, vegna áhuga á samfélagsmálum á Þingeyri, og hafa síðan leitt þróun verkefnisins frá hugmynd til framkvæmdar í samvinnu við Ísafjarðarbæ, 

Nýsköpunarmiðstöð, Landsbankann og Simbahöllina á Þingeyri. Landsbankinn hefur frá upphafi boðist til að leggja verkefninu lið með húsnæði, en til stendur að miðstöðin verði í húsnæði bankans á Þingeyri. 
Stofnuð verður sjálfseignarstofnun utan um starfsemina sem sjá mun um daglegan rekstur og vonast er til að hægt verði að opna í febrúar næstkomandi. Ætlunin er að Isobel Grad veiti þjónustukjarnanum forstöðu í 50% stöðu og að jafnframt verði ráðið í 50% stöðu á móti hennar starfi. Isobel hefur unnið með öðrum að undirbúningi verkefnisins allt yfirstandandi ár. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31