A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
08.10.2015 - 20:27 | bb.is,BIB

Þjónustumiðstöð opni á Þingeyri

Þingeyri við Dýrafjörð.
Þingeyri við Dýrafjörð.
Ísafjarðarbær vinnur nú að tilrauna- og þróunarverkefni að þjónustumiðstöðvum fyrir minni byggðir á landinu. Þetta kemur fram í frétt sem birtist á ruv.is í morgun 

„Þetta yrði einkonar hjarta í þessum þorpum,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar en Ísafjarðarbær vinnur að verkefninu í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Byggðastofnun og Fjórðungssamband Vestfirðinga. 

„Hugmyndin byggir á því að skilgreina þjónustuþörf á litlum stöðum, Þingeyri, Suðureyri, Flateyri eða á hvaða litla stað sem er á landinu,“ segir Gísli Halldór. „Útbúa svo einskonar miðstöð eða aðstöðu sem sveitarfélög eða ríki halda uppi en byðu svo jafnvel fyrirtækjum að taka þátt, eins og póstinum, bönkum eða lyfjasölu. Þetta yrði miðpunktur þar sem íbúar gætu komið saman og leitað lausna, hitt hvort annað.“ 

Ætlunin er að hefja verkefnið á Þingeyri. Þá verður leitast við að opna þjónustumiðstöð til þriggja ára. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31