A A A
  • 1949 - Guðberg Kristján Gunnarsson
  • 1962 - Unnur Cornette Bjarnadóttir
Garðurinn Skrúður í Dýrafirði.
Garðurinn Skrúður í Dýrafirði.
« 1 af 2 »
„Það var mjög ánægjulegt. Kannski verður þetta til þess að við getum byrjað á þessu langþráða verkefni. Mér skilst að það komi þarna 3000 ferðamenn á ári, bara úr farþegaskipunum sem koma við á Ísfirði. Þetta er fyrir utan aðra Íslendinga sem koma þarna,“ segir Brynjólfur Jónsson formaður stjórnar framkvæmdasjóðs Skrúðs en sjóðurinn fékk fimm milljóna króna styrk til hönnunar og framkvæmda við þjónustuhús fyrir ferðamenn við Skrúð í Dýrafirði. 

„Það er ekki fullklárað en deiliskipulag var gert fyrir nokkrum árum og að hluta til var búið að ákveða staðsetninguna og hanna frumdrög að húsi. Það á að falla vel inn í landslagið og ekki mikið að bera á því. Þetta kostar sitt og samkvæmt áætlunum kostar bygging hússins um 30 milljónir króna en við erum mjög ánægir með að byrja á þessu. Við lögðum upp með að klára þetta á þremur árum,“ segir Brynjólfur um verkefnið en vonast er til að þetta verði fullfrágengið og klárað árið 2016. „Það væri samkvæmt okkar óskum og plönum og ekki veitir af þar sem sífellt eykst ferðamannastraumur til landsins og við þurfum að geta tekið vel á móti fólki. Umsjónarmaður garðsins hefur ekki haft neina aðstöðu á svæðinu og það verður bætt úr því með þessari aðstöðu,“ segir Brynjólfur. 

Séra Sigtryggur Guðlaugsson sem stofnaði Núpsskóla og Skrúð, var mikill hugsjónamaður og byrjaði á garðinum 1904 með fyrstu hleðslunum í vesturhluta garðsins. Einn af þessum vinsælu ferðamannastöðum á Vestfjörðum og sker sig svolítið úr umhverfinu. 

„Garðurinn er einn elsti garðurinn á landinu og var stofnaður með formlegum hætti árið 1909. Skrúður er lang merkastur af öllum görðum á landinu þar sem hann er stofnaður sem kennslugarður og það eru ekki aðrir garðar á Íslandi og þótt víðar sé leitað í Evrópu. Hlutverk garðsins var m.a. að kenna okkur Íslendingum betri neysluvenjur, t.d. að borða grænmeti. Á þessum tíma var fæði frekar fábreytt og skyrbjúgur vandamál,“ segir Brynjólfur en það virðist vera orðið tímabært að koma upp aðstöðu þar fyrir ferðamenn sem geta þá notið garðsins án þess að vera án nauðsynlegs þjónustuhúss. 
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31