A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
25.11.2016 - 12:50 | Vestfirska forlagið,Fréttablaðið

Þetta gerðist 25. nóvember 1865 - Nóbel fær einkaleyfi á DÍNAMÍTI

Svíinn Alfred Nobel.
(21. október 1833 - 10. desember 1896)
Svíinn Alfred Nobel. (21. október 1833 - 10. desember 1896)

Svíinn Alfred Nobel var allt í senn efnafræðingur, verkfræðingur, uppfinningamaður og vopnaframleiðandi og fékk einkaleyfi á sprengiefninu dínamíti á þessum degi fyrir rúmum 150 árum.

Það sem Nobel uppgötvaði var ný leið sem gerði sprengiefnið sem hann hafði fundið upp hættuminna og hentugra í meðferð og hann kallaði það dínamít. Hann kynnti það til sögunnar í fyrsta sinn árið 1867 í Surrey í Englandi. Alfred Nobel var verulega auðugur maður og í síðustu útgáfunni af erfðaskrá hans voru ákvæði um að stór hluti auðæva hans færu í stofnun sérstakra verðlauna.

Frá árinu 1901 hafa Nóbelsverðlaunin verið veitt þeim sem skara farm úr í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði, bókmenntum og þeim sem hafa stuðlað að friði í heiminum. Verðlaunin eru að öllu jöfnu afhent í Stokkhólmi við hátíðlega athöfn, nema friðarverðlaunin sem hafa frá upphafi verið afhent í Ósló. Þar er einnig Friðarsafn en það var vinkona Nobels, friðarsinninn Bertha von Suttner, sem átti frumkvæðið að þeim.

Fréttablaðið.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30