A A A
  • 1926 - Jökull Sigtryggsson
  • 1946 - Katrín Eiríksdóttir
  • 1979 - Sólveig Eirný Sveinsdóttir
29.07.2015 - 06:28 | Hallgrímur Sveinsson

Svakaleg umferð um Vesturleið

Um daginn voru 15 þýskir húsbílar á ferð í einni halarófu utan við Dýrafjarðarbrú. Í forgrunni er merkilegt, gamalt hringlaga sauðahlað innan við Ketilseyri, eins og segir í Kjartansbók. Sauðkindurnar eru nátturlega þaðan. Ljósm.: H. S.
Um daginn voru 15 þýskir húsbílar á ferð í einni halarófu utan við Dýrafjarðarbrú. Í forgrunni er merkilegt, gamalt hringlaga sauðahlað innan við Ketilseyri, eins og segir í Kjartansbók. Sauðkindurnar eru nátturlega þaðan. Ljósm.: H. S.
« 1 af 2 »

Svakalega mikil umferð hefur verið um Vesturleið frá Þingeyri í Vatnsfjörð í sumar eins og strákarnir myndu orða það. Og fer vaxandi ef eitthvað er. Ótal tegundir af farartækjum fara hér um fram og til baka. Má þar nefna drossíur, jeppa, vörubíla, húsbíla, mótorhjól og reiðhjól af öllum gerðum. Sennilega er helmingur eða meira allra þeirra sem eru undir stýri útlendingar. Og svo eru náttúrlega puttalingarnir á ferðinni. Bara býsna margir eins og í gamla daga.

   Það er gaman að nefna, að þegar maður sýnir útlendingum tilhliðrunarsemi í umferðinni, þá er veifað í þakklætisskyni. Sé um húsbíla að ræða, veifa þau stundum bæði hjónin, sem oftast sitja fammí hlið við hlið. Svo koma stóru „djommararnir“, íslensku vöruflutningabílarnir. Hefur einhver tekið eftir því að þeir veifi manni að fyrra bragði fyrir sýnda nærgætni? Sumir gera það með stæl. En flestum er sama.

En sannleikurinn er sá að það er bara mannbætandi að veifa hver öðrum þegar það á við. 

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30