A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
10.06.2015 - 06:53 | Landbúnaðarsafnið á Hvanneyri,BIB

Sumartími í Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri

Í Landbúbaðarsafninu. Bíla-Bergur rifjar upp gamla takta og smellir keðjum á gamlan willys frá Hofi í Dýrafirði. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
Í Landbúbaðarsafninu. Bíla-Bergur rifjar upp gamla takta og smellir keðjum á gamlan willys frá Hofi í Dýrafirði. Ljósm.: Guðmundur J. Sigurðsson.
« 1 af 3 »

Frá 1. júní er Landbúnaðarsafnið opið daglega kl.11-17 eins og Ullarselið en afgreiðsla er sameiginleg fyrir báðar stofnanir.

 

Safnleiðsögn er veitt eftir aðstæðum, en sé hennar sérstaklega óskað biðjum við ykkur að hringja í síma 844 7740.

 

Þetta er fyrsta sumar hinnar nýju grunnsýningar safnsins sem opnuð var 2. október sl. í Halldórsfjósi - gamla fjósinu á Hvanneyri.

 

Gestagangur hefur verið töluverður í safninu á þessu vori. Í dag voru t.d. á ferð liðlega 40 MR-ingar, og í gær nær 60 nemendur 8., 9. og 10. bekkjar Grunnskóla Borgarfjarðar sem unnu verkefni í safninu.

 

Þá væntum við kanadískra bænda á fimmtudaginn og um næstu helgi koma tvennir afmælisárgangar Hvanneyringa í heimsókn og þannig mætti fleira telja.

 

Nokkrir atburðir eru á dagskránni sem síðar verða kynntir.

 

Verið velkomin í Landbúnaðarsafn og Ullarsel.

 

Þá minnum við á Skemmuna kaffihús í næsta nágrenni safnsins (í elsta húsinu á staðnum) sem opnað var í gær, 1. júni. Kaffihúsið verður opið frá kl. 13.30 dag hvern. Þið finnið kaffihúsið m.a. á Facebook ..

 

Umsjónarmaður Landbúnaðarsafnsins á Hvanneri er Dýrfirðingurinn Bjarni Guðmundssn.

« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31