A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
Blaðamaður Morgunblaðsins tók Sigríði Ó. Kristjánsdóttur, sem nýlega var ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðarstofu, tali á dögunum vegna væntanlegra sveitastjórnarkosninga. Þar segir hún það vera stóru málin sem skilji á milli feigs eða ófeigs.  Greinina má finna hér að neðan en einnig beinn hlekkur með því að smella hér.

Það kom Sig­ríði Ó. Kristjáns­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Vest­fjarðastofu, alls ekki á óvart að heyra að í sam­töl­um blaðamanns við Vest­f­irðinga um stærstu mál­in fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar hefðu mál sem frem­ur heyra und­ir rík­is­valdið en sveit­ar­fé­lög­in ít­rekað verið nefnd.

Sam­göngu­mál­in, orku­mál­in og at­vinnu­mál­in eru það sem brenn­ur á Vest­f­irðing­um og að sögn Sig­ríðar fer mik­il orka sveit­ar­fé­lag­anna í að fylgja þess­um mál­um eft­ir, jafn­vel svo mik­il orka að það bitni á getu sveit­ar­fé­lag­anna til að sinna öðrum mál­um eins og best væri á kosið.

„Það sjá all­ir sveit­ar­stjórn­ar­menn á Vest­fjörðum að ef við ekki vinn­um þessi stóru mál og náum fram þess­um úr­bót­um sem virki­lega þarf, þá erum við í tapaðri bar­áttu, ef svo má segja. Mál­in eru ekki á for­ræði sveit­ar­fé­lag­anna en sveit­ar­fé­lög­in þurfa samt að vinna mjög hart að þessu,“ seg­ir Sig­ríður.

„Þessi stóru mál eru það sem eru skil­ur á milli feigs og ófeigs í því að við get­um vaxið og dafnað. Það er svo­lítið stóra málið. Ef sam­göng­ur, raf­orka og netteng­ing­ar eru á pari við aðra lands­hluta, þá get­ur svæðið plummað sig.“

Sömu áhersl­urn­ar hjá öll­um

Hún seg­ir sveit­ar­fé­lög­in á at­vinnusvæðunum þrem­ur á Vest­fjörðum að mestu leyti vera að hugsa um svipaða hluti. Í sömu bar­átt­unni, ef svo má segja.

„Fyr­ir suðurf­irðina er verið að horfa á Teigs­skóg­inn og fyr­ir allt svæðið, bæði norður og suður er verið að horfa á Dýra­fjarðargöng­in og Dynj­and­is­heiðina sem eina ein­ingu, því það skipt­ir gríðarlega miklu máli fyr­ir þessi sveit­ar­fé­lög að geta kom­ist nær hvert öðru, þannig að það verði betri sam­göng­ur á milli, meira flæði fólks fram og til baka.“

Nán­ar er rætt við Vest­f­irðinga um stærstu mál­in fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í Morg­un­blaðinu 26. apríl 2018. 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31