A A A
  • 1986 - varð kjarnorkuslysið í Tsjernóbyl
29.01.2016 - 08:30 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið

Sólin verður heiðursgesturinn í Edinborgarhúsinu

Edinborgarhúsið á Ísafirði sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Edinborgarhúsið á Ísafirði sem Dýrfirðingurinn Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
« 1 af 2 »
Sólarkaffi er gamall og góður siður en þá kemur fólk saman og gæðir sér á pönnukökum og kaffi í tilefni þess að sólin fer aftur að sýna sig í þröngum vestfirskum fjörðum eftir að hafa hvílt á bak við fjöllin yfir há veturinn. Sólin sýndi sig á Ísafirði 26. janúar sl. og verður af því tilefni haldið árlegt sólarkaffi Edinborgarhússins og kvenfélaganna í Edinborgarsal á morgun, laugardaginn 30. janúar 2016.

Sólin sjálf hefur lofað að koma aftur og doka lengur við en síðast. Hún verður heiðursgestur í firðinum þennan dag.

Tónlistaratriði verður frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar og opnun sýningarinnar Kaupstaðarréttindi í 150 ár á vegum Byggðarsafnsins og Safnahússins.

Kvenfélögin Hvöt og Hlíf selja kaffi og pönnukökur til styrktar góðum málefnum. Húsið verður opnað kl 15:30 og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 29. janúar 2016

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30