A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
15.11.2009 - 23:05 | BB.is

Sameining prestakalla samþykkt

Sameining Staðarprestakalls og Þingeyrarprestakalls var samþykkt á kirkjuþingi, auk ýmissa annarra breytinga.
Sameining Staðarprestakalls og Þingeyrarprestakalls var samþykkt á kirkjuþingi, auk ýmissa annarra breytinga.
Staðarprestakall og Þingeyrarprestakall sameinast. Heiti hins sameinaða prestakalls verður Þingeyrarprestakall. Prestssetur verði á Þingeyri. Þetta var samþykkt á kirkjuþingi sem lauk í gær. Að auki var samþykkt sú breyting að Súðavíkur-, Vatnsfjarðar- og Ögursóknir munu héðan af tilheyra Holtsprestakalli og að Hólmavíkurprestakall færist frá Húnavatnsprófastsdæmi til Vestfjarðaprófastsdæmis. Séra Leifur Ragnar Jónsson, sóknarprestur á Patreksfirði, var fulltrúi presta á Vestfjörðum á kirkjuþinginu. Hann segir það hafa verið vonlausa baráttu að reyna að standa á móti breytingunum. Fjárhagslegur niðurskurður innan þjóðkirkjunnar sé svo gífurlegur að það hafi ekki verið möguleiki að bjarga þessu embætti.

Séra Agnes Sigurðardóttir, prófastur Vestfjarðaprófastsdæmis, vildi lítið tjá sig um breytingarnar. Sagðist hafa séð þetta á heimasíðu þjóðkirkjunnar rétt í þessu og væri ekki tilbúin til að tjá sig opinberlega um málið að svo stöddu. Á kirkjuþingi voru samþykktar átta sameiningar prestakalla, sameiningar fimm prófastsdæma í tvö og tilfærslur þriggja prestakalla milli prófastsdæma. Samþykktir um sameiningu prestakalla taka gildi 30. Nóvember, en aðeins tvær koma til framkvæmda þá þar sem sóknarprestar í öðrum prestaköllum sem sameinast eiga hafa látið af störfum.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31