A A A
  • 1950 - Margrét Guðjónsdóttir
  • 1955 - Angantýr Valur Jónasson
07.07.2015 - 20:42 | Hallgrímur Sveinsson

Rúgbrauðið með reykta silungnum slær í gegn!

Ekki er annað að sjá en dömurnar séu lukkulegar í eldhúsinu hjá Eiríki hótelhaldara. Enda er aðstaða öll þar til fyrir myndar. Frá vinstri: Ágústa Pálína Guðjónsdóttir, Pálína Færseth og Natalía Snorradóttir. Ljósm. H. S.
Ekki er annað að sjá en dömurnar séu lukkulegar í eldhúsinu hjá Eiríki hótelhaldara. Enda er aðstaða öll þar til fyrir myndar. Frá vinstri: Ágústa Pálína Guðjónsdóttir, Pálína Færseth og Natalía Snorradóttir. Ljósm. H. S.
« 1 af 5 »

Hótel Sandafell í sókn -

Hann brá sér til Reykjavíkur í vor hann Eiríkur hótelhaldari á Hótel Sandafelli á Þingeyri. Sótti þangað tvær flottar konur til að sjá um reksturinn. Þetta eru þær Bergþóra Haukdal Hákonardóttir, sem er hótelstjóri og Pálína Færseth, sem er aðstoðarhótelstjóri. Bergþóra er ættuð úr Haukadal. Meira að segja frænka hennar Ólafíu okkar. Pálína er aftur á móti frá Siglufirði. Það er gott til þess að vita að atgervisflóttinn er ekki bara á annan veginn. Yfirleitt er það okkar fólk sem flytur burt og gerir garðinn frægan í höfuðborginni og víðar. Kemur svo varla til baka nema sem gestir.

   Það er ánægjulegt að koma á Hótel Sandafell. Gott viðmót. Þar er þrifnaður og húsakynni öll til fyrirmyndar eins og alltaf hefur verið. Þar er öll hótelþjónusta og hefur aðsókn verið mjög góð eins og víðar þessa dagana. Og heimabakaða rúgbrauðið hennar Pálínu er „spezialitet“ staðarins eins og sagt er. Slær sko aldeilis í gegn. Það er borið fram með reyktum silungi. Og þykir sælgæti. 


Hallgrímur Sveinsson.

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30