A A A
  • 1935 - Soffía Einarsdóttir
21.02.2015 - 22:19 | Á vettvangi dagsins:

Réttur til sjósóknar

Sigurbjörn Svavarsson.
Sigurbjörn Svavarsson.
« 1 af 2 »

Í Mogganum 19. febrúar 2015 skrifar Sigurbjörn Svavarsson fyrrv. útgerðarstjóri Granda hf merkilega grein sem hann kallar Gallar kvótakerfisins - Opið bréf til alþingismanna. Þessi ágæti maður veit nákvæmlega um hvað hann er að tala. Fólk hér fyrir vestan ætti að halda því á lofti sem hann segir. Ekki veitir af.

Sigurbjörn skrifar m. a.:

 

„Í umræðunni er sjaldnar rætt um það að skapa trausta atvinnu og byggð eins og skýrt er tekið fram í lögunum (Lög um stjórn fiskveiða). Í mörgum smærri sjávarþorpum víða um land hafa aflaheimildir horfið og eftir standa verðlitlar fasteignir og horfin atvinnutækfæri íbúa sem engan þátt áttu í að aflaheimildir voru seldar burt. Alþingi hefur algjörlega litið fram hjá þeim rétti sem íbúar þessara staða hafa til lífsviðurværis með sjósókn. Þessi sjávarþorp byggðust upp á sjávarnytjum af grunnslóð og voru undirstaðan að aukinni velmegun þjóðarinnar á tuttugustu öld. Allar aðgerðir stjórnvalda til að skapa trausta atvinnu og byggð í smærri sjávarbyggðum samkvæmt 1. gr. laganna hafa verið í skötulíki, í byggðakvóta og sértækum aðgerðum. Þau eiga rétt til veiða fyrir minni báta sem ekki verður frá þeim tekinn svo að eðlileg nýliðun geti átt sér stað fyrir þann lífsmáta sem þessi sjávarþorp standa fyrir.“

   Svo mörg voru þau orð fagmannsins og miklu fleiri. Þetta er maður sem greinilega veit hvað hann syngur!

 

Hallgrímur Sveinsson.

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31