31.05.2011 - 12:17 | JÓH
		
	Reiðnámskeið fyrir börn og unglinga
	
		
		Hestamannafélagið Stormur stendur fyrir reiðnámskeiðum fyrir börn og unglinga í sumar. Námskeiðin eru ætluð börnum á aldrinum 7 - 16 ára og eru fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Farið verður í reiðtúra í nánasta umhverfi Sanda í Dýrafirði en kennt verður í Reiðhöll Hestamannafélagsins Storms og í kennslugerði á Söndum. Skráning á námskeiðin eru hjá Nönnu Björk í s. 895-0711 og á nannabjork@simnet.is en nánari upplýsingar eru að finna á heimasíðu Hestamannafélagsins Storms.
		
	
	
	
	
	


 
		 
		
















