18.02.2009 - 01:25 | JÓH
		
	Opinn borgarafundur í kvöld
	
		
		Bæjarráð Ísafjarðarbæjar heldur opna borgarafundi á Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði á miðvikudag og fimmtudag. Á fundunum verða kynntar hugmyndir að aðhalds- og hagræðingaraðgerðum og þær ræddar við bæjarbúa. Skorað er á áhugasama að mæta. Borgarafundurinn á Þingeyri verður í félagsheimilinu í kvöld, 18. febrúar kl. 20:30.
		
	
	
	
	
	


		
		
















