A A A
  • 2012 - Freyja Dís Hjaltadóttir
Flestir þeirra sem undirrituðu bréfið eru frá Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Flestir þeirra sem undirrituðu bréfið eru frá Þingeyri. Mynd: Davíð Davíðsson
Hópur Vestfirðinga hefur sent frá sér opið bréf til Alþingis, ríkisstjórnar og atvinnurekenda þar sem farið er fram á lækkun launa hjá þeim hæst launuðu í þjóðfélaginu. „Við undirritaðir skorum á alþingi, ríkisstjórn og alla einkaaðila í rekstri að sjá til þess að enginn hafi hærri laun en 1.000.000 kr. -eina milljón króna- á mánuði. Þá beinum við þeim eindregnu tilmælum til ykkar að byrja ekki á skúringakonunum, færibandafólkinu, öskuköllunum og þeim öðrum sem minnst mega sín í þjóðfélaginu þegar þið endurskoðið laun starfsfólks. Lækkið fyrst launin hjá þeim sem mest hafa. Við teljum þetta algjöra nauðsyn eins og málum háttar hjá þjóðinni í dag. Þá viljum við vara við of miklum erlendum lántökum, svo íslenska þjóðin fari ekki úr öskunni í eldinn", segir í bréfinu en um 30 manns hafa undirritað það.

 

Þeir sem rita undir bréfið eru:

Hallgrímur Sveinsson
Valdimar Gíslason
Edda Arnholtz
Ólöf Ólafsdóttir
Nanna Björk Bárðardóttir
Sigurður Þ. Gunnarsson
Jóvina M. Sveinbjörnsdóttir
Ásvaldur Guðmundsson
Guðrún Snæbjörg Sigþórsdóttir
Gréta María Kristinsdóttir
Berglind Hrönn Hlynsdóttir
Harpa Sjöfn Friðfinnsdóttir
Þór Líni Sævarsson
Sigvaldi Jónsson
Þorbjörg Gunnarsdóttir
Rannveig Guðjónsdóttir
Bjarni Einarsson
Sylvía Ólafsdóttir
Soffía Einarsdóttir
Gunnar Bjarnason
Höskuldur B. Gunnarsson
Jóna M. Vagnsdóttir
Bogi Ragnarsson
Andrés G. Jónasson
Sigurður P. Jónsson
Ingibjörg S. Jónsdóttir
Halldóra L. Sigurðardóttir
Gunnar G. Sigurðsson
Kristín Harpa Höskuldsdóttir
Daðey Arnborg Sigþórsdóttir
Valdimar Rúnar Guðmundsson
Róbert D. Kristjánsson
Guðrún Steinþórsdóttir
Lýður Árnason

« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30