A A A
  • 1978 - Elín Soffía Pilkington
  • 1990 - Sólrún Arney Siggeirsdóttir
  • 1993 - Jónas Kristinn Jónasson
07.01.2012 - 23:35 | JÓH

Nýr sokkur á Gemlufallsheiðinni

Jólasokkur hefur nú verið hengdur til þerris á Gemlufallsheiðinni, í stað ullarsokkanna. Mynd: JÓH
Jólasokkur hefur nú verið hengdur til þerris á Gemlufallsheiðinni, í stað ullarsokkanna. Mynd: JÓH
« 1 af 2 »
Svo virðist sem eigandi ullarsokkanna á Gemlufallsheiðinni hafi vitjað þeirra því nú er búið að fjarlægja þá og hengja upp jólasokk til þerris í staðinn. Eins og kom fram á Þingeyrarvefnum í desember, auglýsti Sigmundur F. Þórðarson eftir eiganda ullarsokkanna og bauðst til að aðstoða viðkomandi við að taka þá niður og geyma. Sokkarnir höfðu þá hangið þar á annað ár og voru orðnir nokkuð slitnir eftir veðurbarninginn á heiðinni. Sigmundur hafði einnig áhuga á að vita meira um klemmurnar sem héldu sokkunum enda hafði hann aldrei séð aðra eins endingu. Þegar Sigmundur var inntur eftir viðbrögðum í dag sagðist hann ekki vita hver hefði hengt upp jólasokkinn. Eigandinn hefði ekki þegið aðstoð hans við að taka niður ullarsokkana en honum lék enn forvitni á að vita hvers konar klemmur væri hér um að ræða. Jólasokkurinn er nefnilega festur með sömu klemmum og ullarsokkarnir, og því verður fróðlegt að sjá hversu lengi hann heldur út á heiðinni.
« Maí »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31