A A A
  • 1992 - Hannes Pétur Einarsson
  • 1994 - Jón Þorri Jónsson
19.05.2017 - 11:29 | Vestfirska forlagið,Morgunblaðið,Björn Ingi Bjarnason

Merkir Íslendingar - Ásgeir Hannes Eiríksson

Ásgeir Hannes Eiríksson (1947 - 2015).
Ásgeir Hannes Eiríksson (1947 - 2015).
« 1 af 2 »
Ásgeir Hann­es Ei­ríks­son fædd­ist í Reykja­vík 19. maí 1947.

For­eldr­ar hans voru Ei­rík­ur Ket­ils­son stór­kaupmaður og Sig­ríður Ásgeirs­dótt­ir lög­fræðing­ur.

Móðir Ei­ríks var Guðrún Ei­ríks­dótt­ir, veit­inga­kona í Reykja­vík og hót­eleig­andi í Hafnar­f­irði, frá Járn­gerðar­stöðum, en Sig­ríður var dótt­ir Ásgeirs Þor­steins­son­ar, efna­verk­fræðings og for­stjóra, og El­ín­ar Jó­hönnu Guðrún­ar, dótt­ur Hann­es­ar Haf­stein, skálds og ráðherra, og k.h., Ragn­heiðar Haf­stein.

Syst­ur Ásgeirs Hann­es­ar, sam­feðra: Guðrún Birna og Dag­mar Jó­hanna, en systkini hans, sam­mæðra: Bald­vin Haf­steins­son og Elín Jó­hanna Guðrún Haf­steins­dótt­ir.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Ásgeirs Hann­es­ar: Val­gerður Hjart­ar­dótt­ir og börn þeirra: Sig­ríður Elín, Sig­urður Hann­es, og Sigrún Helga.

Ásgeir Hann­es lauk prófi við Versl­un­ar­skóla Íslands 1967 og prófi frá Hót­el- og veit­inga­skóla Íslands 1971. Hann stundaði versl­un­ar­störf í Reykja­vík, var aug­lýs­inga­stjóri DB við stofn­un blaðsins og rak m.a. Pylsu­vagn­inn við Lækj­ar­torg.

Ásgeir Hann­es gekk til liðs við Al­bert Guðmunds­son við stofn­un Borg­ara­flokks­ins vorið 1987 og var þingmaður flokks­ins 1989-91.

Ásgeir Hann­es var for­seti Sam­bands dýra­vernd­un­ar­fé­laga á Íslandi, sat í stjórn sam­tak­anna Gamli miðbær­inn, var formaður Kara­tefé­lags Reykja­vík­ur, sat í stjórn Vernd­ar, SÁÁ og Krýsu­vík­ur­sam­tak­anna og Fé­lags áhuga­manna um frjáls­an út­varps­rekst­ur. Ásgeir Hann­es skrifaði fjölda dag­blaðsgreina, var rit­stjóri blaða og sendi frá sér bæk­ur, m.a. um gam­an­sög­ur og hnytt­in til­svör eft­ir­minni­legra ein­stak­linga. Hann var vin­sæll og hlý per­sóna, um­hyggju­sam­ur gagn­vart sam­borg­ur­um sem stóðu höll­um fæti, hafði skarp­ar og oft frum­leg­ar skoðanir, var ann­álaður sagnamaður og sjálf­ur hnytt­inn í til­svör­um.

Ásgeir Hann­es lést 14. febrúar 2015.

 

 

Morgunblaðið 19. maí 2017.

 

 

« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31